Sunny Sweetness dæmd fyrir brot á nálgunarbanni og hótanir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. júlí 2015 16:45 Sunna Guðrún Eaton, betur þekkt sem Sunny Sweetness. Sunna Guðrún Eaton hefur verið dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á nálgunarbanni, brot gegn valdstjórn og ærumeiðandi aðdróttanir gegn opinberum starfsmanni. Ákæruliðir á hendur Sunnu voru fjórir og var hún fundin sek af þeim öllum. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn miðvikudag.Grófar hótanir í garð starfsmanns Barnaverndar Sunnu var meðal annars gefið að sök að hafa hótað Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastjórar Barnaverndar Reykjavikur, ofbeldi og lífláti frá árinu 2011 allt til ársins 2013 eða þar til eiginmaður Halldóru lagði fram kæru. Sunna er sögð hafa margsinnis hringt í Halldóru og sent henni tvö smáskilaboð með innihéldu orðin „barnaræningi“ og „skítamella“. Í vitnaleiðslum voru borin undir Sunnu ummæli sem höfð voru eftir henni í lögregluskýrslu frá árinu 2013 „í þá veru að hún hefði verið „búin að fantasera um það í nokkur ár að slíta af henni andlitið, hoppa ofan á andliti hennar, horfa á hana rúlla niður stiga, klippa af henni snípinn og láta manninn hennar éta hann“.“ Sunna neitaði að hafa viðhaft þessi ummæli, sem þó eru til á hljóðupptöku lögreglu.Sjá einnig: Elti starfsmann Barnaverndar um Hagkaup með börnin í eftirdragi Hinn 17. október síðastliðinn var Sunna Guðrún handtekin fyrir að hafa brotið gegn nálgunarbanni gagnvart lögreglumanni, þar sem hann sat að snæðingi í Múlakaffi, þar sem lögreglumenn alla jafna snæða sinn hádegisverð. Umræddur lögregluþjónn hefur þrívegis fengið nálgunarbann gegn Sunnu.Sat um lögreglumanninn Í dómnum er haft eftir lögreglumanninum að ónæði af hálfu Sunnu hefði lýst sér í ítrekuðum símhringingum á heimili hans auk þess sem hún hefði setið um heimilið og í eitt skipti hefði sést til hennar á svölum hússins sem hann býr.Sjá einnig: Ljósmyndir til af Sunnu á svölum við heimili lögreglumannsins Sunna Guðrún var 24. febrúar í fyrra dæmd til þrjátíu daga fangelsisrefsingar, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir að hafa haft í hótunum um ofbeldi við áðurnefndan lögreglumann. Hún rauf því skilorð með dómi þessum. Skilorðsdómurinn frá því í fyrra var því tekinn upp og Sunnu dæmd refsins í einu lagi. Dómurinn taldi þó brot Sunnu gegn nálgunarbanninu ekki hafa falið í sér verulega röskun á friðhelgi lögreglumannsins. Sunna hefur vakið athygli að undanförnu fyrir myndbönd sem hún setur inn á myndbandavefinn YouTube, þar sem hún kallar sig „Sunny Sweetness.“ Myndbandið „Feminists in Iceland,“ þar sem Sunna fer ófögrum orðum um íslenska femínista á ensku, rataði víða á samskiptamiðlum um síðustu áramót en hún hefur líka sent frá sér myndband þar sem hún gagnrýnir Barnavernd Reykjavíkur harðlega. Tengdar fréttir Fékk þrjú nálgunarbönn: Lögga segir ljósmyndir til af Sunnu á svölum við heimili hans Sunna Guðrún Eaton segir lögregluþjón hafa fengið "sitt show“ á Múlakaffi. 10. júní 2015 15:45 Ákærð fyrir að segjast ætla að pynta framkvæmdastjóra Barnaverndar til dauða Sunna Guðrún Eaton, sem vakið hefur athygli fyrir myndbönd á YouTube, hefur verið ákærð af ríkissaksóknara. 8. júní 2015 20:36 Elti starfsmann Barnaverndar um Hagkaup með börnin í eftirdragi Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sunnu Guðrúnu Eaton fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 10. júní 2015 18:00 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira
Sunna Guðrún Eaton hefur verið dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á nálgunarbanni, brot gegn valdstjórn og ærumeiðandi aðdróttanir gegn opinberum starfsmanni. Ákæruliðir á hendur Sunnu voru fjórir og var hún fundin sek af þeim öllum. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn miðvikudag.Grófar hótanir í garð starfsmanns Barnaverndar Sunnu var meðal annars gefið að sök að hafa hótað Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastjórar Barnaverndar Reykjavikur, ofbeldi og lífláti frá árinu 2011 allt til ársins 2013 eða þar til eiginmaður Halldóru lagði fram kæru. Sunna er sögð hafa margsinnis hringt í Halldóru og sent henni tvö smáskilaboð með innihéldu orðin „barnaræningi“ og „skítamella“. Í vitnaleiðslum voru borin undir Sunnu ummæli sem höfð voru eftir henni í lögregluskýrslu frá árinu 2013 „í þá veru að hún hefði verið „búin að fantasera um það í nokkur ár að slíta af henni andlitið, hoppa ofan á andliti hennar, horfa á hana rúlla niður stiga, klippa af henni snípinn og láta manninn hennar éta hann“.“ Sunna neitaði að hafa viðhaft þessi ummæli, sem þó eru til á hljóðupptöku lögreglu.Sjá einnig: Elti starfsmann Barnaverndar um Hagkaup með börnin í eftirdragi Hinn 17. október síðastliðinn var Sunna Guðrún handtekin fyrir að hafa brotið gegn nálgunarbanni gagnvart lögreglumanni, þar sem hann sat að snæðingi í Múlakaffi, þar sem lögreglumenn alla jafna snæða sinn hádegisverð. Umræddur lögregluþjónn hefur þrívegis fengið nálgunarbann gegn Sunnu.Sat um lögreglumanninn Í dómnum er haft eftir lögreglumanninum að ónæði af hálfu Sunnu hefði lýst sér í ítrekuðum símhringingum á heimili hans auk þess sem hún hefði setið um heimilið og í eitt skipti hefði sést til hennar á svölum hússins sem hann býr.Sjá einnig: Ljósmyndir til af Sunnu á svölum við heimili lögreglumannsins Sunna Guðrún var 24. febrúar í fyrra dæmd til þrjátíu daga fangelsisrefsingar, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir að hafa haft í hótunum um ofbeldi við áðurnefndan lögreglumann. Hún rauf því skilorð með dómi þessum. Skilorðsdómurinn frá því í fyrra var því tekinn upp og Sunnu dæmd refsins í einu lagi. Dómurinn taldi þó brot Sunnu gegn nálgunarbanninu ekki hafa falið í sér verulega röskun á friðhelgi lögreglumannsins. Sunna hefur vakið athygli að undanförnu fyrir myndbönd sem hún setur inn á myndbandavefinn YouTube, þar sem hún kallar sig „Sunny Sweetness.“ Myndbandið „Feminists in Iceland,“ þar sem Sunna fer ófögrum orðum um íslenska femínista á ensku, rataði víða á samskiptamiðlum um síðustu áramót en hún hefur líka sent frá sér myndband þar sem hún gagnrýnir Barnavernd Reykjavíkur harðlega.
Tengdar fréttir Fékk þrjú nálgunarbönn: Lögga segir ljósmyndir til af Sunnu á svölum við heimili hans Sunna Guðrún Eaton segir lögregluþjón hafa fengið "sitt show“ á Múlakaffi. 10. júní 2015 15:45 Ákærð fyrir að segjast ætla að pynta framkvæmdastjóra Barnaverndar til dauða Sunna Guðrún Eaton, sem vakið hefur athygli fyrir myndbönd á YouTube, hefur verið ákærð af ríkissaksóknara. 8. júní 2015 20:36 Elti starfsmann Barnaverndar um Hagkaup með börnin í eftirdragi Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sunnu Guðrúnu Eaton fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 10. júní 2015 18:00 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira
Fékk þrjú nálgunarbönn: Lögga segir ljósmyndir til af Sunnu á svölum við heimili hans Sunna Guðrún Eaton segir lögregluþjón hafa fengið "sitt show“ á Múlakaffi. 10. júní 2015 15:45
Ákærð fyrir að segjast ætla að pynta framkvæmdastjóra Barnaverndar til dauða Sunna Guðrún Eaton, sem vakið hefur athygli fyrir myndbönd á YouTube, hefur verið ákærð af ríkissaksóknara. 8. júní 2015 20:36
Elti starfsmann Barnaverndar um Hagkaup með börnin í eftirdragi Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sunnu Guðrúnu Eaton fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 10. júní 2015 18:00