Elti starfsmann Barnaverndar um Hagkaup með börnin í eftirdragi Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2015 18:00 Sunna Guðrún Eaton. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sunnu Guðrúnu Eaton fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málið fjallar um nokkra ákæruliði sem snúa annars vegar að meintu broti Sunnu á nálgunarbanni gegn lögreglumanni og hótanir í garð Halldóru Drafnar Gunnarsdóttur, framkvæmdastýru Barnaverndar Reykjavíkur. Sunna er sögð hafa hótað Halldóru líkamsmeiðingum og lífláti í samtali við starfsmenn Barnaverndar sumarið 2012. Þar að auki á hún að hafa hringt margsinnis í hana og sent henni tvö smáskilaboð. Í þeim stóð: „Barnaræningi“ annars vegar og „Skítamella“ hins vegar.Vildi „skera af henni snípinn“ Þar að auki er henni gert að hafa sagt að hún „fantaseraði um það að slíta andlitið af Halldóru“, hoppa á því og einnig skera af henni snípinn og láta eiginmann hennar borða hann. „Hvenær á ég að hafa sagt þetta? Hvaða rugl er þetta?“ sagði Sunna í dómsal. Dómarinn benti þó á að hljóðupptökur væru til af þessari skýrslutöku lögreglunnar. Sunna kannaðist ekki við að hafa sent umrædd SMS. Samkvæmt lögregluskýrslu frá þessum tíma komu skilaboðin þó úr síma Sunnu. „Ég hef ekki talað fallega um hana en ég hef aldrei hótað henni. Ég hef kannski sagt að hún væri ljót en ekki hótað henni,“ sagði Sunna. Sjá einnig: Fékk þrjú nálgunarbönn: Lögga segir ljósmyndir til af Sunnu á svölum við heimili hans Halldóra sagði að Sunna hefði fyrst reynt að nálgast sig í gegnum Facebook síðla árs 2011. Svo hafi hún elt sig um verslun Hagkaups með hrópum og köllum og kallað sig barnaræningja. Í framhaldi af því hafi símaónæði byrjað og Sunna hafi hringt í bæði heima- og farsíma hennar á kvöldin og næturnar. Halldóra sagði frá því að í samtali við starfsmann Barnaverndar hafi Sunna sagt að Halldóra væri erkióvinur hennar og að hún vildi sjá hana dauða.Tvívegis vöruð af lögreglu Hún sagði að lögreglan hefði tvívegis varað sig við eftir að Sunna hafði hótað henni við annað fólk. Í annað skiptið hafi hún sagt að ef hún ætti byssu væri hún búin að drepa Halldóru og það ætti ekki að koma neinum á óvart ef hún léti af því verða. „Svo í janúar 2014 sagðist hún vilja meiða mig og helst drepa mig. Þetta er það helsta í stuttu máli,“ sagði Halldóra. Hún tók þó fram að Sunna hefði aldrei hótað sér beint heldur alltaf í gegnum aðra. Halldóra sagði að vegna starfs síns yrði hún oft fyrir ónæði, en aldrei neinu af þessu tagi. Hún sagðist hafa orðið meira vör við sig og að hún hefði lokað á einkalíf sitt meira en næsti maður.„Þetta hefur verið rólegt fá 2014. Ég vissi ekki af því að þetta mál væri komið fyrir dóm, en var minnst hressilega á það þegar Sunna setti hálftíma myndband á netið.“ Í myndbandinu lýsir Sunna, sem er fjögurra barna móðir, barnaverndarmáli sínu og telur sig hafa verið beitta miklum órétti 2007. Í lok þess birtir hún myndir af Halldóru og nafngreinir hana. „Það er vegið að mannorði mínu með þessu myndbandi og ég held að ellefu þúsund manns séu búnir að sjá það.“ Verjandi Sunnu spurði hvers vegna það hefði verið kært svo seint fyrst að áreitið hafi byrjað 2011. Halldóra sagði að hún væri að vinna í þannig málaflokki að eðli málsins samkvæmt væri fólk oft reitt og sárt. Hún léti fólk yfirleitt njóta vafans en ekki hefði verið hægt að una lengur við þetta. Starfsmaður Barnaverndar bar vitni fyrir dómi og sagði frá hótunum Sunnu en þar að auki átti annar starfsmaður að segja sögu sína en sá mætti ekki. Reiknað er með að aðalmeðferð málsins ljúki síðar í mánuðinum. Tengdar fréttir Fékk þrjú nálgunarbönn: Lögga segir ljósmyndir til af Sunnu á svölum við heimili hans Sunna Guðrún Eaton segir lögregluþjón hafa fengið "sitt show“ á Múlakaffi. 10. júní 2015 15:45 Ákærð fyrir að segjast ætla að pynta framkvæmdastjóra Barnaverndar til dauða Sunna Guðrún Eaton, sem vakið hefur athygli fyrir myndbönd á YouTube, hefur verið ákærð af ríkissaksóknara. 8. júní 2015 20:36 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sunnu Guðrúnu Eaton fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málið fjallar um nokkra ákæruliði sem snúa annars vegar að meintu broti Sunnu á nálgunarbanni gegn lögreglumanni og hótanir í garð Halldóru Drafnar Gunnarsdóttur, framkvæmdastýru Barnaverndar Reykjavíkur. Sunna er sögð hafa hótað Halldóru líkamsmeiðingum og lífláti í samtali við starfsmenn Barnaverndar sumarið 2012. Þar að auki á hún að hafa hringt margsinnis í hana og sent henni tvö smáskilaboð. Í þeim stóð: „Barnaræningi“ annars vegar og „Skítamella“ hins vegar.Vildi „skera af henni snípinn“ Þar að auki er henni gert að hafa sagt að hún „fantaseraði um það að slíta andlitið af Halldóru“, hoppa á því og einnig skera af henni snípinn og láta eiginmann hennar borða hann. „Hvenær á ég að hafa sagt þetta? Hvaða rugl er þetta?“ sagði Sunna í dómsal. Dómarinn benti þó á að hljóðupptökur væru til af þessari skýrslutöku lögreglunnar. Sunna kannaðist ekki við að hafa sent umrædd SMS. Samkvæmt lögregluskýrslu frá þessum tíma komu skilaboðin þó úr síma Sunnu. „Ég hef ekki talað fallega um hana en ég hef aldrei hótað henni. Ég hef kannski sagt að hún væri ljót en ekki hótað henni,“ sagði Sunna. Sjá einnig: Fékk þrjú nálgunarbönn: Lögga segir ljósmyndir til af Sunnu á svölum við heimili hans Halldóra sagði að Sunna hefði fyrst reynt að nálgast sig í gegnum Facebook síðla árs 2011. Svo hafi hún elt sig um verslun Hagkaups með hrópum og köllum og kallað sig barnaræningja. Í framhaldi af því hafi símaónæði byrjað og Sunna hafi hringt í bæði heima- og farsíma hennar á kvöldin og næturnar. Halldóra sagði frá því að í samtali við starfsmann Barnaverndar hafi Sunna sagt að Halldóra væri erkióvinur hennar og að hún vildi sjá hana dauða.Tvívegis vöruð af lögreglu Hún sagði að lögreglan hefði tvívegis varað sig við eftir að Sunna hafði hótað henni við annað fólk. Í annað skiptið hafi hún sagt að ef hún ætti byssu væri hún búin að drepa Halldóru og það ætti ekki að koma neinum á óvart ef hún léti af því verða. „Svo í janúar 2014 sagðist hún vilja meiða mig og helst drepa mig. Þetta er það helsta í stuttu máli,“ sagði Halldóra. Hún tók þó fram að Sunna hefði aldrei hótað sér beint heldur alltaf í gegnum aðra. Halldóra sagði að vegna starfs síns yrði hún oft fyrir ónæði, en aldrei neinu af þessu tagi. Hún sagðist hafa orðið meira vör við sig og að hún hefði lokað á einkalíf sitt meira en næsti maður.„Þetta hefur verið rólegt fá 2014. Ég vissi ekki af því að þetta mál væri komið fyrir dóm, en var minnst hressilega á það þegar Sunna setti hálftíma myndband á netið.“ Í myndbandinu lýsir Sunna, sem er fjögurra barna móðir, barnaverndarmáli sínu og telur sig hafa verið beitta miklum órétti 2007. Í lok þess birtir hún myndir af Halldóru og nafngreinir hana. „Það er vegið að mannorði mínu með þessu myndbandi og ég held að ellefu þúsund manns séu búnir að sjá það.“ Verjandi Sunnu spurði hvers vegna það hefði verið kært svo seint fyrst að áreitið hafi byrjað 2011. Halldóra sagði að hún væri að vinna í þannig málaflokki að eðli málsins samkvæmt væri fólk oft reitt og sárt. Hún léti fólk yfirleitt njóta vafans en ekki hefði verið hægt að una lengur við þetta. Starfsmaður Barnaverndar bar vitni fyrir dómi og sagði frá hótunum Sunnu en þar að auki átti annar starfsmaður að segja sögu sína en sá mætti ekki. Reiknað er með að aðalmeðferð málsins ljúki síðar í mánuðinum.
Tengdar fréttir Fékk þrjú nálgunarbönn: Lögga segir ljósmyndir til af Sunnu á svölum við heimili hans Sunna Guðrún Eaton segir lögregluþjón hafa fengið "sitt show“ á Múlakaffi. 10. júní 2015 15:45 Ákærð fyrir að segjast ætla að pynta framkvæmdastjóra Barnaverndar til dauða Sunna Guðrún Eaton, sem vakið hefur athygli fyrir myndbönd á YouTube, hefur verið ákærð af ríkissaksóknara. 8. júní 2015 20:36 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira
Fékk þrjú nálgunarbönn: Lögga segir ljósmyndir til af Sunnu á svölum við heimili hans Sunna Guðrún Eaton segir lögregluþjón hafa fengið "sitt show“ á Múlakaffi. 10. júní 2015 15:45
Ákærð fyrir að segjast ætla að pynta framkvæmdastjóra Barnaverndar til dauða Sunna Guðrún Eaton, sem vakið hefur athygli fyrir myndbönd á YouTube, hefur verið ákærð af ríkissaksóknara. 8. júní 2015 20:36