Ólafur Þórðarson látinn fara frá Víkingi | Milos tekur einn við Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júlí 2015 16:23 Ólafur Þórðarson hefur látið af störfum en Milos er áfram í Víkinni. vísir/daníel Ólafur Þórðarson, annar þjálfara Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta, var í dag rekinn úr starfi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Víkingar sendu frá sér nú rétt í þessu. Milos Milojevic, sem gerður var að aðalþjálfara Víkings samhliða Ólafi í september í fyrra, verður nú einn aðalþjálfari liðsins. Aðstoaðrmaður verður ráðinn með honum síðar. Milos gerðist aðstoðarþjálfari hjá Ólafi fyrir sumarið 2013 og saman komu þeir liðinu upp úr 1. deildinni. Víkingur tryggði sér svo Evrópusæti á síðustu leiktíð í Pepsi-deildinni. Ólafur framlengdi samninginn sinn við Víking um tvö ár í september á síðasta ári og á sama tíma var Milos gerður að aðalþjálfara samhliða Ólafi. Síðan þeir voru gerðir að samþjálfurum hefur Víkingur aðeins unnið tvo leiki af 15 í Pepsi-deildinni. Milos Milojevic kom til Víkings sem leikmaður frá Hamri 2010 og spilaði lykilhlutverk í liðinu sem komst þá upp úr 1. deildnini. Hann spilaði fimm leiki með Víkingum í Pepsi-deildinni 2011 og tvo leiki í 1. deildinni árið eftir. Hann hefur sinnt yngri flokka þjálfun hjá Víkingi síðan hann gekk í raðir félagsins og var á tímabili yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu. Fyrsti leikur Milosar er gríðarlegar mikilvægur botnslagur gegn Keflavík á sunnudagskvöldið. Víkingur mætir Keflavík, ÍA, Leikni og ÍBV í fjórum af næstu sex leikjum liðsins í Pepsi-deildinni. Eini sigurleikur Víkinga í Pepsi-deildinni á síðustu tíu vikum var leikurinn þar sem Ólafur Þórðarson var í banni og Milos Milojevic stýrði Víkingsliðinu einn. Víkingur vann þá 2-0 sigur á Fjölni.Fréttatilkynningin í heild sinni: „Í ljósi árangurs úrvalsdeildarliðs Víkings á yfirstandandi leiktímabili hefur stjórn knattspyrnudeildar félagsins farið þess á leit við Ólaf Þórðarson að hann láti af störfum sem þjálfari liðsins. Hefur Ólafur fallist á þessa beiðni með hagsmuni félagsins að leiðarljósi og úr er samkomulag um að hann láti af störfum frá og með deginum í dag 15. júlí 2015. Ólafur Þórðarson tók við sem þjálfari Víkings í október 2011 og kom liðinu upp í úrvalsdeild árið eftir. Síðastliðið sumar náði Ólafur framúrskarandi árangri með Víkingsliðið þegar hann stýrði liðinu til 4. sætis í úrvalsdeildinni og tryggði þar með félaginu Evrópusæti í fyrsta skipti í 23 ár. Það er því með trega sem sú ákvörðun er tekin að slíta þessu samstarfi. Knattspyrnudeild Víkings þakkar Ólafi fyrir vel unnin störf og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira
Ólafur Þórðarson, annar þjálfara Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta, var í dag rekinn úr starfi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Víkingar sendu frá sér nú rétt í þessu. Milos Milojevic, sem gerður var að aðalþjálfara Víkings samhliða Ólafi í september í fyrra, verður nú einn aðalþjálfari liðsins. Aðstoaðrmaður verður ráðinn með honum síðar. Milos gerðist aðstoðarþjálfari hjá Ólafi fyrir sumarið 2013 og saman komu þeir liðinu upp úr 1. deildinni. Víkingur tryggði sér svo Evrópusæti á síðustu leiktíð í Pepsi-deildinni. Ólafur framlengdi samninginn sinn við Víking um tvö ár í september á síðasta ári og á sama tíma var Milos gerður að aðalþjálfara samhliða Ólafi. Síðan þeir voru gerðir að samþjálfurum hefur Víkingur aðeins unnið tvo leiki af 15 í Pepsi-deildinni. Milos Milojevic kom til Víkings sem leikmaður frá Hamri 2010 og spilaði lykilhlutverk í liðinu sem komst þá upp úr 1. deildnini. Hann spilaði fimm leiki með Víkingum í Pepsi-deildinni 2011 og tvo leiki í 1. deildinni árið eftir. Hann hefur sinnt yngri flokka þjálfun hjá Víkingi síðan hann gekk í raðir félagsins og var á tímabili yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu. Fyrsti leikur Milosar er gríðarlegar mikilvægur botnslagur gegn Keflavík á sunnudagskvöldið. Víkingur mætir Keflavík, ÍA, Leikni og ÍBV í fjórum af næstu sex leikjum liðsins í Pepsi-deildinni. Eini sigurleikur Víkinga í Pepsi-deildinni á síðustu tíu vikum var leikurinn þar sem Ólafur Þórðarson var í banni og Milos Milojevic stýrði Víkingsliðinu einn. Víkingur vann þá 2-0 sigur á Fjölni.Fréttatilkynningin í heild sinni: „Í ljósi árangurs úrvalsdeildarliðs Víkings á yfirstandandi leiktímabili hefur stjórn knattspyrnudeildar félagsins farið þess á leit við Ólaf Þórðarson að hann láti af störfum sem þjálfari liðsins. Hefur Ólafur fallist á þessa beiðni með hagsmuni félagsins að leiðarljósi og úr er samkomulag um að hann láti af störfum frá og með deginum í dag 15. júlí 2015. Ólafur Þórðarson tók við sem þjálfari Víkings í október 2011 og kom liðinu upp í úrvalsdeild árið eftir. Síðastliðið sumar náði Ólafur framúrskarandi árangri með Víkingsliðið þegar hann stýrði liðinu til 4. sætis í úrvalsdeildinni og tryggði þar með félaginu Evrópusæti í fyrsta skipti í 23 ár. Það er því með trega sem sú ákvörðun er tekin að slíta þessu samstarfi. Knattspyrnudeild Víkings þakkar Ólafi fyrir vel unnin störf og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira