Ólafur Þórðarson látinn fara frá Víkingi | Milos tekur einn við Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júlí 2015 16:23 Ólafur Þórðarson hefur látið af störfum en Milos er áfram í Víkinni. vísir/daníel Ólafur Þórðarson, annar þjálfara Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta, var í dag rekinn úr starfi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Víkingar sendu frá sér nú rétt í þessu. Milos Milojevic, sem gerður var að aðalþjálfara Víkings samhliða Ólafi í september í fyrra, verður nú einn aðalþjálfari liðsins. Aðstoaðrmaður verður ráðinn með honum síðar. Milos gerðist aðstoðarþjálfari hjá Ólafi fyrir sumarið 2013 og saman komu þeir liðinu upp úr 1. deildinni. Víkingur tryggði sér svo Evrópusæti á síðustu leiktíð í Pepsi-deildinni. Ólafur framlengdi samninginn sinn við Víking um tvö ár í september á síðasta ári og á sama tíma var Milos gerður að aðalþjálfara samhliða Ólafi. Síðan þeir voru gerðir að samþjálfurum hefur Víkingur aðeins unnið tvo leiki af 15 í Pepsi-deildinni. Milos Milojevic kom til Víkings sem leikmaður frá Hamri 2010 og spilaði lykilhlutverk í liðinu sem komst þá upp úr 1. deildnini. Hann spilaði fimm leiki með Víkingum í Pepsi-deildinni 2011 og tvo leiki í 1. deildinni árið eftir. Hann hefur sinnt yngri flokka þjálfun hjá Víkingi síðan hann gekk í raðir félagsins og var á tímabili yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu. Fyrsti leikur Milosar er gríðarlegar mikilvægur botnslagur gegn Keflavík á sunnudagskvöldið. Víkingur mætir Keflavík, ÍA, Leikni og ÍBV í fjórum af næstu sex leikjum liðsins í Pepsi-deildinni. Eini sigurleikur Víkinga í Pepsi-deildinni á síðustu tíu vikum var leikurinn þar sem Ólafur Þórðarson var í banni og Milos Milojevic stýrði Víkingsliðinu einn. Víkingur vann þá 2-0 sigur á Fjölni.Fréttatilkynningin í heild sinni: „Í ljósi árangurs úrvalsdeildarliðs Víkings á yfirstandandi leiktímabili hefur stjórn knattspyrnudeildar félagsins farið þess á leit við Ólaf Þórðarson að hann láti af störfum sem þjálfari liðsins. Hefur Ólafur fallist á þessa beiðni með hagsmuni félagsins að leiðarljósi og úr er samkomulag um að hann láti af störfum frá og með deginum í dag 15. júlí 2015. Ólafur Þórðarson tók við sem þjálfari Víkings í október 2011 og kom liðinu upp í úrvalsdeild árið eftir. Síðastliðið sumar náði Ólafur framúrskarandi árangri með Víkingsliðið þegar hann stýrði liðinu til 4. sætis í úrvalsdeildinni og tryggði þar með félaginu Evrópusæti í fyrsta skipti í 23 ár. Það er því með trega sem sú ákvörðun er tekin að slíta þessu samstarfi. Knattspyrnudeild Víkings þakkar Ólafi fyrir vel unnin störf og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Ólafur Þórðarson, annar þjálfara Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta, var í dag rekinn úr starfi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Víkingar sendu frá sér nú rétt í þessu. Milos Milojevic, sem gerður var að aðalþjálfara Víkings samhliða Ólafi í september í fyrra, verður nú einn aðalþjálfari liðsins. Aðstoaðrmaður verður ráðinn með honum síðar. Milos gerðist aðstoðarþjálfari hjá Ólafi fyrir sumarið 2013 og saman komu þeir liðinu upp úr 1. deildinni. Víkingur tryggði sér svo Evrópusæti á síðustu leiktíð í Pepsi-deildinni. Ólafur framlengdi samninginn sinn við Víking um tvö ár í september á síðasta ári og á sama tíma var Milos gerður að aðalþjálfara samhliða Ólafi. Síðan þeir voru gerðir að samþjálfurum hefur Víkingur aðeins unnið tvo leiki af 15 í Pepsi-deildinni. Milos Milojevic kom til Víkings sem leikmaður frá Hamri 2010 og spilaði lykilhlutverk í liðinu sem komst þá upp úr 1. deildnini. Hann spilaði fimm leiki með Víkingum í Pepsi-deildinni 2011 og tvo leiki í 1. deildinni árið eftir. Hann hefur sinnt yngri flokka þjálfun hjá Víkingi síðan hann gekk í raðir félagsins og var á tímabili yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu. Fyrsti leikur Milosar er gríðarlegar mikilvægur botnslagur gegn Keflavík á sunnudagskvöldið. Víkingur mætir Keflavík, ÍA, Leikni og ÍBV í fjórum af næstu sex leikjum liðsins í Pepsi-deildinni. Eini sigurleikur Víkinga í Pepsi-deildinni á síðustu tíu vikum var leikurinn þar sem Ólafur Þórðarson var í banni og Milos Milojevic stýrði Víkingsliðinu einn. Víkingur vann þá 2-0 sigur á Fjölni.Fréttatilkynningin í heild sinni: „Í ljósi árangurs úrvalsdeildarliðs Víkings á yfirstandandi leiktímabili hefur stjórn knattspyrnudeildar félagsins farið þess á leit við Ólaf Þórðarson að hann láti af störfum sem þjálfari liðsins. Hefur Ólafur fallist á þessa beiðni með hagsmuni félagsins að leiðarljósi og úr er samkomulag um að hann láti af störfum frá og með deginum í dag 15. júlí 2015. Ólafur Þórðarson tók við sem þjálfari Víkings í október 2011 og kom liðinu upp í úrvalsdeild árið eftir. Síðastliðið sumar náði Ólafur framúrskarandi árangri með Víkingsliðið þegar hann stýrði liðinu til 4. sætis í úrvalsdeildinni og tryggði þar með félaginu Evrópusæti í fyrsta skipti í 23 ár. Það er því með trega sem sú ákvörðun er tekin að slíta þessu samstarfi. Knattspyrnudeild Víkings þakkar Ólafi fyrir vel unnin störf og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira