Bleikt þema í miðbænum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. mars 2015 00:01 Berglind og Kári Halldórsson, sonur hennar stilla sér upp á eftirlætis stað fjölskyldunnar. Það er við eldhúsborðið. "Hér hópast alltaf allir. Við erum eiginlega bara hér í íbúðinni. Ef það er matarboð þá standa tuttugu manns við borðið en enginn er inni í stofu.“ vísir/ernir Berglind Pétursdóttir texta- og hugmyndasmiður býr ásamt kærasta sínum, Steinþóri Helga Arnsteinssyni, í huggulegri íbúð á Bergstaðastræti. Hún hefur dálæti á bleikum lit og það má greinilega sjá á innbúi hennar. „Ef ég sé einhvern flottan hlut þá hætti ég yfirleitt ekki að gúggla eða leita að honum fyrr en ég finn hann. Sem er mjög leiðinlegt fyrir kærastann minn, því hann nær aldrei að kaupa neitt handa mér. Ég er alltaf búin að kaupa það sem mig langar í,“ segir Berglind. Hún er dugleg að panta sér hluti af netinu og fá senda heim, stundum verður sendingarkostnaðurinn tíu sinnum hærri en verðið og hún þarf að standa í stöðugum bréfaskriftum við seljandann. Hún lætur það ekki á sig fá enda er gaman að litast um í íbúð hennar sem er full af forvitnilegum hlutum, bleikum og ekki bleikum.Berglind er nýbúin að fá bleika útvarpið á skápnum. Hún hafði séð álíka tæki í einhverri auglýsingu og gúgglaði pink radio þar til hún fann alveg eins tæki sem hún gat keypt.vísir/ernirGera mætti ráð fyrir að Berglind hefði málað þennan fína vínskáp sjálf en það er fjarri lagi. „Ég keypti hann svona fínan á litinn í Húsi fiðrildanna. Þar getur maður oft fundið eitthvað bleikt. Kærastinn fékk plötur og ég fékk þetta.“ Útvarpið er hún nýbúin að kaupa sér. Hún sá svona útvarp í auglýsingu og langaði í alveg eins. „Ég gúgglaði pink radio þar til ég fann það loksins, og keypti það." Kokteilskiltivísir/ernir„Þetta pantaði ég hræódýrt á netinu og borgaði svona 40 þúsund kall í sendingarkostnað. Ég stóð heillengi í bréfaskriftum við sendandan og þetta var þvílíkt vesen. En allt þess virði þar sem þetta var jólagjöf til kærastans. Hann er mikill kokteilamaður, bæði er hann duglegur að búa til kokteila og fá sér kokteila. Enda eru mörg kokteilapartí haldin hérna á heimilinu.“Vínyll á gæruvísir/ernirBerglind og Steinþór eiga stórt safn vínylplatna en Berglind tekur alveg fyrir það að hún kaupi frekar plötu ef hún er bleik á litinn. Gæruna keypti hún aftur á móti einungis af því að hún er bleik. „Hún á sér engan stað í íbúðinni, flakkar bara á milli. Ég frétti svo af konu sem keypti þessa gæru á undan mér en maðurinn hennar sendi hana aftur í búðina til að skila henni. Ég er ekki enn komin í þá stöðu en er kannski smátt og smátt að koma mér í hana.“ Kettlingar og píanóvísir/ernirKettlingamyndin er ein af þessum hlutum sem Berglind sá og varð bara að eignast. „Hún hékk alltaf í sjoppunni í Kolaportinu fyrir ofan pylsupott. Ég spurði bara hvort ég mætti kaupa hana og fékk hana á þrjú þúsund kall. Ég þurfti að þrífa af henni fitubrákina og það var sjoppulykt af henni í lengri tíma. Mamma sýndi mér svo mynd af systur hennar sem vann sem ballettdansari í Berlín á áttunda áratugnum. Á myndinni er hún í þýskri íbúð þar sem nákvæmlega eins mynd er uppi á vegg.“ Hús og heimili Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Fleiri fréttir Góðar gallabuxur og gen eða rasískir undirtónar? Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Sjá meira
Berglind Pétursdóttir texta- og hugmyndasmiður býr ásamt kærasta sínum, Steinþóri Helga Arnsteinssyni, í huggulegri íbúð á Bergstaðastræti. Hún hefur dálæti á bleikum lit og það má greinilega sjá á innbúi hennar. „Ef ég sé einhvern flottan hlut þá hætti ég yfirleitt ekki að gúggla eða leita að honum fyrr en ég finn hann. Sem er mjög leiðinlegt fyrir kærastann minn, því hann nær aldrei að kaupa neitt handa mér. Ég er alltaf búin að kaupa það sem mig langar í,“ segir Berglind. Hún er dugleg að panta sér hluti af netinu og fá senda heim, stundum verður sendingarkostnaðurinn tíu sinnum hærri en verðið og hún þarf að standa í stöðugum bréfaskriftum við seljandann. Hún lætur það ekki á sig fá enda er gaman að litast um í íbúð hennar sem er full af forvitnilegum hlutum, bleikum og ekki bleikum.Berglind er nýbúin að fá bleika útvarpið á skápnum. Hún hafði séð álíka tæki í einhverri auglýsingu og gúgglaði pink radio þar til hún fann alveg eins tæki sem hún gat keypt.vísir/ernirGera mætti ráð fyrir að Berglind hefði málað þennan fína vínskáp sjálf en það er fjarri lagi. „Ég keypti hann svona fínan á litinn í Húsi fiðrildanna. Þar getur maður oft fundið eitthvað bleikt. Kærastinn fékk plötur og ég fékk þetta.“ Útvarpið er hún nýbúin að kaupa sér. Hún sá svona útvarp í auglýsingu og langaði í alveg eins. „Ég gúgglaði pink radio þar til ég fann það loksins, og keypti það." Kokteilskiltivísir/ernir„Þetta pantaði ég hræódýrt á netinu og borgaði svona 40 þúsund kall í sendingarkostnað. Ég stóð heillengi í bréfaskriftum við sendandan og þetta var þvílíkt vesen. En allt þess virði þar sem þetta var jólagjöf til kærastans. Hann er mikill kokteilamaður, bæði er hann duglegur að búa til kokteila og fá sér kokteila. Enda eru mörg kokteilapartí haldin hérna á heimilinu.“Vínyll á gæruvísir/ernirBerglind og Steinþór eiga stórt safn vínylplatna en Berglind tekur alveg fyrir það að hún kaupi frekar plötu ef hún er bleik á litinn. Gæruna keypti hún aftur á móti einungis af því að hún er bleik. „Hún á sér engan stað í íbúðinni, flakkar bara á milli. Ég frétti svo af konu sem keypti þessa gæru á undan mér en maðurinn hennar sendi hana aftur í búðina til að skila henni. Ég er ekki enn komin í þá stöðu en er kannski smátt og smátt að koma mér í hana.“ Kettlingar og píanóvísir/ernirKettlingamyndin er ein af þessum hlutum sem Berglind sá og varð bara að eignast. „Hún hékk alltaf í sjoppunni í Kolaportinu fyrir ofan pylsupott. Ég spurði bara hvort ég mætti kaupa hana og fékk hana á þrjú þúsund kall. Ég þurfti að þrífa af henni fitubrákina og það var sjoppulykt af henni í lengri tíma. Mamma sýndi mér svo mynd af systur hennar sem vann sem ballettdansari í Berlín á áttunda áratugnum. Á myndinni er hún í þýskri íbúð þar sem nákvæmlega eins mynd er uppi á vegg.“
Hús og heimili Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Fleiri fréttir Góðar gallabuxur og gen eða rasískir undirtónar? Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Sjá meira