Telja það ábyrgt að sitja hjá Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. apríl 2015 18:30 Píratar leggja fram rúmlega 10 prósent allra þingmála á Alþingi þótt þeir séu bara með 4,7 prósent þingsæta. Þingmenn flokksins hafa verið gagnrýndir fyrir að sitja mikið hjá við atkvæðagreiðslur en þeir segja betra að sitja hjá en greiða atkvæði gegn málum „af því bara.“ Þingmenn Pírata sitja oftast hjá við afgreiðslur þingsályktana og lagafrumvarpa á Alþingi. Þetta kom fram í umfjöllun Morgunblaðsins. Birgitta Jónsdóttir hefur setið hjá í 51 prósent atkvæðagreiðslna, Helgi Hrafn Gunnarsson 54 prósent og Jón Þór Ólafsson í 66 prósent mála sem hafa komið til atkvæðagreiðslu á yfirstandandi þingi. Þessa mikla hjáseta hefur vakið upp spurningar. „Við myndum kynna okkur málin ef það væri hægt. Við erum bara þrjú og fastanefndirnar eru þannig að við megum hafa áheyrn í öðrum nefndum. Þegar við Helgi (Hrafn Gunnarsson) erum í okkar fastanefndum þá eru aðrar nefndir sem við höfum áheyrn í að funda á sama tíma og það er ekki möguleiki að vera á tveimur nefndarfundum samtímis. Þess vegna höfum við barist fyrir því að nefndirnar séu opnar svo við getum kíkt á upptöku af fundum síðar. Meirihluti þessara mála sem við sitjum hjá í eru EES-mál eða mál þar sem við óörugg um hvort við séum að gera gagn eða ógagn með því að samþykkja þau. Þá er betra að sitja hjá en að taka ákvörðun sem maður sér eftir eða er gegn okkar stefnu,“ segir Birgitta Jónsdóttir formaður Pírata. Hún segir það betra að sitja hjá en að vera á móti „af því bara.“ Það hafi sætt gagnrýni og mörgum stjórnarþingmönnum finnist óþægilegt að vera bara einhverjar „stimpilmaskínur“ fyrir framkvæmdavaldið.Er það þannig núna? „Já, það er alltaf þannig. Og maður sér að fólk veit oft ekkert um hvað það er að greiða atkvæði með. Það verður bara að treysta á sína félaga.“ Píratar hafa ekki setið aðgerðalausir þótt þeir hafi oft setið hjá við atkvæðagreiðslur um lagafrumvörp. Athyglisvert er í þessu sambandi að Píratar hafa lagt fram 10,5 prósent allra þingmála á yfirstandandi þingi en flokkurinn er aðeins með þrjá þingmenn eða 4,7 prósent þingsæta. Alþingi Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Píratar leggja fram rúmlega 10 prósent allra þingmála á Alþingi þótt þeir séu bara með 4,7 prósent þingsæta. Þingmenn flokksins hafa verið gagnrýndir fyrir að sitja mikið hjá við atkvæðagreiðslur en þeir segja betra að sitja hjá en greiða atkvæði gegn málum „af því bara.“ Þingmenn Pírata sitja oftast hjá við afgreiðslur þingsályktana og lagafrumvarpa á Alþingi. Þetta kom fram í umfjöllun Morgunblaðsins. Birgitta Jónsdóttir hefur setið hjá í 51 prósent atkvæðagreiðslna, Helgi Hrafn Gunnarsson 54 prósent og Jón Þór Ólafsson í 66 prósent mála sem hafa komið til atkvæðagreiðslu á yfirstandandi þingi. Þessa mikla hjáseta hefur vakið upp spurningar. „Við myndum kynna okkur málin ef það væri hægt. Við erum bara þrjú og fastanefndirnar eru þannig að við megum hafa áheyrn í öðrum nefndum. Þegar við Helgi (Hrafn Gunnarsson) erum í okkar fastanefndum þá eru aðrar nefndir sem við höfum áheyrn í að funda á sama tíma og það er ekki möguleiki að vera á tveimur nefndarfundum samtímis. Þess vegna höfum við barist fyrir því að nefndirnar séu opnar svo við getum kíkt á upptöku af fundum síðar. Meirihluti þessara mála sem við sitjum hjá í eru EES-mál eða mál þar sem við óörugg um hvort við séum að gera gagn eða ógagn með því að samþykkja þau. Þá er betra að sitja hjá en að taka ákvörðun sem maður sér eftir eða er gegn okkar stefnu,“ segir Birgitta Jónsdóttir formaður Pírata. Hún segir það betra að sitja hjá en að vera á móti „af því bara.“ Það hafi sætt gagnrýni og mörgum stjórnarþingmönnum finnist óþægilegt að vera bara einhverjar „stimpilmaskínur“ fyrir framkvæmdavaldið.Er það þannig núna? „Já, það er alltaf þannig. Og maður sér að fólk veit oft ekkert um hvað það er að greiða atkvæði með. Það verður bara að treysta á sína félaga.“ Píratar hafa ekki setið aðgerðalausir þótt þeir hafi oft setið hjá við atkvæðagreiðslur um lagafrumvörp. Athyglisvert er í þessu sambandi að Píratar hafa lagt fram 10,5 prósent allra þingmála á yfirstandandi þingi en flokkurinn er aðeins með þrjá þingmenn eða 4,7 prósent þingsæta.
Alþingi Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira