Ekki hægt að taka út meiri launahækkanir umfram framleiðniaukningu Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2015 15:42 Bjarni Benediktsson. vísir/pjetur Íslendingar geta ekki tekið út meiri launahækkanir en framleiðniaukning í landinu segir til um. Unnið er að því að koma með lausn á þeim kjaradeilum sem standa yfir á milli ríkisins og SFR í þessum töluðum orðum sem mun vonandi leiða til nýs vinnumarkaðslíkans. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag þegar Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði hvernig stæði á því að allar viðræður ríkisins, sem fjármálaráðherra ber ábyrgð á, við aðila á vinnumarkaðnum enda í hnút. Svandís benti á að verkfall félagsmanna SFR, sem nú stendur yfir, sé fjórða verkfallið á einu ári. Félagsmenn SFR hafa verið samningslausir á sjötta mánuð og sagði Svandís að þeir færu fram á sambærilegar kjarabætur og aðrar hærri launaðar stéttir hafa fengið. Spurði Svandís hvort krafa félagsmanna SFR væri ekki sanngjörn, að fara fram á sömu kjarabætur og gerðardómur kvað um í kjaradeilu BHM við ríkið.Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks VG.Bjarni sagðist vilja meina að Íslendingar hefðu aldrei verið nær því að gera breytingar á vinnumarkaðslíkaninu. Á meðan þessi umræða átti sér stað á Alþingi fór fram samningafundur á milli ríkisins og SFR og sagði Bjarni því samtalið vera lifandi og vonaðist hann til að það bæri ávöxt. Hann sagðist vera orðinn talsvert leiður á því að þessum kjaradeilum væri ávallt stillt upp með jafn einföldum hætti. Hann hafi heyrt sömu rullu í læknaverkfallinu, kennaradeilunni og þegar verkfall hjúkrunarfræðinga stóð yfir. Hann sagði að á sama tíma hækkaði Seðlabankinn vexti og að útreikningar sýndu að með þessum hækkunum væru Íslendingar að sigla inn í skeið verðbólgu og hærri vaxta. Hann sagði Íslendinga þurfa að lúta sömu lögmálum og aðrir. Ekki væri hægt að taka út meiri launahækkanir umfram framleiðniaukningu. Hann sagði að unnið væri að lausn í málinu og vonandi myndir nást úr því samtali nýtt vinnumarkaðslíkan. Svandís steig aftur í pontu og spurði ráðherra hvort honum þætti eðlilegt að halda þessum stéttum niðri sem nú eru í kjaraviðræðum. Spurði hún aftur hvort það væri ósanngjarnt að fá jafn miklar hækkanir og í gerðardómi. Bjarni sagði þetta vera sögu deilna á vinnumarkaði, hvers vegna fá ekki allir jafn mikla hækkun og sá sem mest fékk. Þetta sé ástæðan fyrir því að aðilir komi sundraðir að samningaborðinu. „Með því að taka skurðstofur í gíslingu, lama samgöngur til og frá landinu, lama starfsemi mikilvægra stofnanna,“ sagði Bjarni sem sagði ekki þurfa að leita að dæmum í nútímanum því þetta væri saga kjaradeilna undanfarna áratugi á Íslandi. Bjarni sagðist til að mynda hafa verið einn af þeim nemendum Menntaskólans í Reykjavík sem ekki útskrifuðust eftir próf vegna verkfalls og þurfti að gefa kennaraeinkunnir. „Þetta er saga vinnumarkaðarins,“ sagði Bjarni. Hann sagði viðræður í gangi og verið sé að reyna að finna lausn á þessum deilum. Alþingi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Íslendingar geta ekki tekið út meiri launahækkanir en framleiðniaukning í landinu segir til um. Unnið er að því að koma með lausn á þeim kjaradeilum sem standa yfir á milli ríkisins og SFR í þessum töluðum orðum sem mun vonandi leiða til nýs vinnumarkaðslíkans. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag þegar Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði hvernig stæði á því að allar viðræður ríkisins, sem fjármálaráðherra ber ábyrgð á, við aðila á vinnumarkaðnum enda í hnút. Svandís benti á að verkfall félagsmanna SFR, sem nú stendur yfir, sé fjórða verkfallið á einu ári. Félagsmenn SFR hafa verið samningslausir á sjötta mánuð og sagði Svandís að þeir færu fram á sambærilegar kjarabætur og aðrar hærri launaðar stéttir hafa fengið. Spurði Svandís hvort krafa félagsmanna SFR væri ekki sanngjörn, að fara fram á sömu kjarabætur og gerðardómur kvað um í kjaradeilu BHM við ríkið.Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks VG.Bjarni sagðist vilja meina að Íslendingar hefðu aldrei verið nær því að gera breytingar á vinnumarkaðslíkaninu. Á meðan þessi umræða átti sér stað á Alþingi fór fram samningafundur á milli ríkisins og SFR og sagði Bjarni því samtalið vera lifandi og vonaðist hann til að það bæri ávöxt. Hann sagðist vera orðinn talsvert leiður á því að þessum kjaradeilum væri ávallt stillt upp með jafn einföldum hætti. Hann hafi heyrt sömu rullu í læknaverkfallinu, kennaradeilunni og þegar verkfall hjúkrunarfræðinga stóð yfir. Hann sagði að á sama tíma hækkaði Seðlabankinn vexti og að útreikningar sýndu að með þessum hækkunum væru Íslendingar að sigla inn í skeið verðbólgu og hærri vaxta. Hann sagði Íslendinga þurfa að lúta sömu lögmálum og aðrir. Ekki væri hægt að taka út meiri launahækkanir umfram framleiðniaukningu. Hann sagði að unnið væri að lausn í málinu og vonandi myndir nást úr því samtali nýtt vinnumarkaðslíkan. Svandís steig aftur í pontu og spurði ráðherra hvort honum þætti eðlilegt að halda þessum stéttum niðri sem nú eru í kjaraviðræðum. Spurði hún aftur hvort það væri ósanngjarnt að fá jafn miklar hækkanir og í gerðardómi. Bjarni sagði þetta vera sögu deilna á vinnumarkaði, hvers vegna fá ekki allir jafn mikla hækkun og sá sem mest fékk. Þetta sé ástæðan fyrir því að aðilir komi sundraðir að samningaborðinu. „Með því að taka skurðstofur í gíslingu, lama samgöngur til og frá landinu, lama starfsemi mikilvægra stofnanna,“ sagði Bjarni sem sagði ekki þurfa að leita að dæmum í nútímanum því þetta væri saga kjaradeilna undanfarna áratugi á Íslandi. Bjarni sagðist til að mynda hafa verið einn af þeim nemendum Menntaskólans í Reykjavík sem ekki útskrifuðust eftir próf vegna verkfalls og þurfti að gefa kennaraeinkunnir. „Þetta er saga vinnumarkaðarins,“ sagði Bjarni. Hann sagði viðræður í gangi og verið sé að reyna að finna lausn á þessum deilum.
Alþingi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira