Sýrlenskur flóttamaður í fangelsi við komuna til Íslands Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 9. september 2015 07:00 Systkinin Lina og Yassar lýsa hversdegi sem bíður flóttamanna sem koma til landsins. Vísir/Stefán Yassar og Lina bjóða blaðamanni og ljósmyndara upp á arabískt kaffi sem angar af kardimommum. Kaffiilmurinn og fjölskyldumyndir frá fjölskyldubúgarði þeirra systkina í Aleppo í gluggakistunni eru það eina sem minnir á heimahaga þeirra í Sýrlandi í blokkaríbúðinni sem þau búa í við Kleppsveg í Reykjavík. Þótt íbúðin sé sæmilega stór er hún tómleg og í henni eru afar fáir persónulegir munir. Systkinin skýra það út fyrir blaðamanni að þau hafi tekið sáralítið með sér á flóttanum. Aðeins fáeinar myndir, muni og fatnað. Þau eru bæði afar þakklát stjórnvöldum fyrir að hafa fengið griðastað hér á landi og taka það skýrt fram að Rauði krossinn hafi reynst þeim hjálplegur. Þau séu reglulega spurð hvort þau skorti föt, fæði eða aðra aðstoð. Lina hefur dvalið á landinu í nokkra mánuði og kom hingað með aðstoð Sameinuðu þjóðanna. Ferðalag Yassars var erfiðara, hann hefur dvalið hér á landi síðan í sumar, nærri því í tvo mánuði. Hann flúði frá Sýrlandi til Tyrklands, komst þaðan á fölsuðum pappírum til Grikklands og þaðan til Íslands. Við komuna til landsins var hann handtekinn og fangelsaður. Hann sat í fangelsi í fimmtán daga.Yassar er lögfræðmenntaður og Lina er tannlæknir, með þeim búa tveir táningssynir Linu. Hún hafði beðið komu bróður síns og það var henni afar erfitt þegar hann var fangelsaður við komuna til Íslands. „Ég varð reið, mér fannst mjög erfitt að skilja hvers vegna hann var fangelsaður og fékk það í gegn að heimsækja hann.“„Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef verið í fangelsi,“ segir hann. Yassar bendir á að hann hefði ekki komist langt á sínum eigin skilríkjum. „Ég ferðaðist með litlum plastbát frá Tyrklandi til Grikklands, hann rúmaði tuttugu manns en í honum voru fjörutíu og tveir flóttamenn. Sýrlendingum er vísað frá, þeir geta ekki ferðast með flugi á sínum eigin skilríkjum. Að refsa flóttamönnum fyrir þetta er brot á Genfarsáttmálanum, það er brot á alþjóðalögum.“ Það er ekkert sjónvarp í íbúðinni. Þau fara reglulega á netið til að fylgjast með fréttum af straumi flóttamanna um heiminn og stríðsástandi í heimalandinu. „Það er erfitt að fylgjast með fréttum. Heimili okkar í Aleppo er eyðilagt, þetta hús hér,“ segir hann og bendir á mynd af föður sínum með syni Linu. „Gereyðilagt.“ Hann lenti í frekari erfiðleikum við komuna til landsins. Yassar er fráskilinn og var beðinn um að framvísa pappírum um skilnaðinn og stöðu sína. „Við getum ekki endilega framvísað öllum þeim pappírum sem við viljum, það örlar á skilningsleysi hvað þetta varðar. Þó að við höfum fengið mikla aðstoð þá vantar okkur kannski aðstoð við að vera í samskiptum við félagsyfirvöld og útlendingastofnun. Þá er lögfræðikostnaður vegna komunnar til landsins orðinn mjög hár. Ég hef ekki efni á honum, hann er meira en hundrað þúsund krónur.“ Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Yassar og Lina bjóða blaðamanni og ljósmyndara upp á arabískt kaffi sem angar af kardimommum. Kaffiilmurinn og fjölskyldumyndir frá fjölskyldubúgarði þeirra systkina í Aleppo í gluggakistunni eru það eina sem minnir á heimahaga þeirra í Sýrlandi í blokkaríbúðinni sem þau búa í við Kleppsveg í Reykjavík. Þótt íbúðin sé sæmilega stór er hún tómleg og í henni eru afar fáir persónulegir munir. Systkinin skýra það út fyrir blaðamanni að þau hafi tekið sáralítið með sér á flóttanum. Aðeins fáeinar myndir, muni og fatnað. Þau eru bæði afar þakklát stjórnvöldum fyrir að hafa fengið griðastað hér á landi og taka það skýrt fram að Rauði krossinn hafi reynst þeim hjálplegur. Þau séu reglulega spurð hvort þau skorti föt, fæði eða aðra aðstoð. Lina hefur dvalið á landinu í nokkra mánuði og kom hingað með aðstoð Sameinuðu þjóðanna. Ferðalag Yassars var erfiðara, hann hefur dvalið hér á landi síðan í sumar, nærri því í tvo mánuði. Hann flúði frá Sýrlandi til Tyrklands, komst þaðan á fölsuðum pappírum til Grikklands og þaðan til Íslands. Við komuna til landsins var hann handtekinn og fangelsaður. Hann sat í fangelsi í fimmtán daga.Yassar er lögfræðmenntaður og Lina er tannlæknir, með þeim búa tveir táningssynir Linu. Hún hafði beðið komu bróður síns og það var henni afar erfitt þegar hann var fangelsaður við komuna til Íslands. „Ég varð reið, mér fannst mjög erfitt að skilja hvers vegna hann var fangelsaður og fékk það í gegn að heimsækja hann.“„Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef verið í fangelsi,“ segir hann. Yassar bendir á að hann hefði ekki komist langt á sínum eigin skilríkjum. „Ég ferðaðist með litlum plastbát frá Tyrklandi til Grikklands, hann rúmaði tuttugu manns en í honum voru fjörutíu og tveir flóttamenn. Sýrlendingum er vísað frá, þeir geta ekki ferðast með flugi á sínum eigin skilríkjum. Að refsa flóttamönnum fyrir þetta er brot á Genfarsáttmálanum, það er brot á alþjóðalögum.“ Það er ekkert sjónvarp í íbúðinni. Þau fara reglulega á netið til að fylgjast með fréttum af straumi flóttamanna um heiminn og stríðsástandi í heimalandinu. „Það er erfitt að fylgjast með fréttum. Heimili okkar í Aleppo er eyðilagt, þetta hús hér,“ segir hann og bendir á mynd af föður sínum með syni Linu. „Gereyðilagt.“ Hann lenti í frekari erfiðleikum við komuna til landsins. Yassar er fráskilinn og var beðinn um að framvísa pappírum um skilnaðinn og stöðu sína. „Við getum ekki endilega framvísað öllum þeim pappírum sem við viljum, það örlar á skilningsleysi hvað þetta varðar. Þó að við höfum fengið mikla aðstoð þá vantar okkur kannski aðstoð við að vera í samskiptum við félagsyfirvöld og útlendingastofnun. Þá er lögfræðikostnaður vegna komunnar til landsins orðinn mjög hár. Ég hef ekki efni á honum, hann er meira en hundrað þúsund krónur.“
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira