Sýrlenskur flóttamaður í fangelsi við komuna til Íslands Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 9. september 2015 07:00 Systkinin Lina og Yassar lýsa hversdegi sem bíður flóttamanna sem koma til landsins. Vísir/Stefán Yassar og Lina bjóða blaðamanni og ljósmyndara upp á arabískt kaffi sem angar af kardimommum. Kaffiilmurinn og fjölskyldumyndir frá fjölskyldubúgarði þeirra systkina í Aleppo í gluggakistunni eru það eina sem minnir á heimahaga þeirra í Sýrlandi í blokkaríbúðinni sem þau búa í við Kleppsveg í Reykjavík. Þótt íbúðin sé sæmilega stór er hún tómleg og í henni eru afar fáir persónulegir munir. Systkinin skýra það út fyrir blaðamanni að þau hafi tekið sáralítið með sér á flóttanum. Aðeins fáeinar myndir, muni og fatnað. Þau eru bæði afar þakklát stjórnvöldum fyrir að hafa fengið griðastað hér á landi og taka það skýrt fram að Rauði krossinn hafi reynst þeim hjálplegur. Þau séu reglulega spurð hvort þau skorti föt, fæði eða aðra aðstoð. Lina hefur dvalið á landinu í nokkra mánuði og kom hingað með aðstoð Sameinuðu þjóðanna. Ferðalag Yassars var erfiðara, hann hefur dvalið hér á landi síðan í sumar, nærri því í tvo mánuði. Hann flúði frá Sýrlandi til Tyrklands, komst þaðan á fölsuðum pappírum til Grikklands og þaðan til Íslands. Við komuna til landsins var hann handtekinn og fangelsaður. Hann sat í fangelsi í fimmtán daga.Yassar er lögfræðmenntaður og Lina er tannlæknir, með þeim búa tveir táningssynir Linu. Hún hafði beðið komu bróður síns og það var henni afar erfitt þegar hann var fangelsaður við komuna til Íslands. „Ég varð reið, mér fannst mjög erfitt að skilja hvers vegna hann var fangelsaður og fékk það í gegn að heimsækja hann.“„Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef verið í fangelsi,“ segir hann. Yassar bendir á að hann hefði ekki komist langt á sínum eigin skilríkjum. „Ég ferðaðist með litlum plastbát frá Tyrklandi til Grikklands, hann rúmaði tuttugu manns en í honum voru fjörutíu og tveir flóttamenn. Sýrlendingum er vísað frá, þeir geta ekki ferðast með flugi á sínum eigin skilríkjum. Að refsa flóttamönnum fyrir þetta er brot á Genfarsáttmálanum, það er brot á alþjóðalögum.“ Það er ekkert sjónvarp í íbúðinni. Þau fara reglulega á netið til að fylgjast með fréttum af straumi flóttamanna um heiminn og stríðsástandi í heimalandinu. „Það er erfitt að fylgjast með fréttum. Heimili okkar í Aleppo er eyðilagt, þetta hús hér,“ segir hann og bendir á mynd af föður sínum með syni Linu. „Gereyðilagt.“ Hann lenti í frekari erfiðleikum við komuna til landsins. Yassar er fráskilinn og var beðinn um að framvísa pappírum um skilnaðinn og stöðu sína. „Við getum ekki endilega framvísað öllum þeim pappírum sem við viljum, það örlar á skilningsleysi hvað þetta varðar. Þó að við höfum fengið mikla aðstoð þá vantar okkur kannski aðstoð við að vera í samskiptum við félagsyfirvöld og útlendingastofnun. Þá er lögfræðikostnaður vegna komunnar til landsins orðinn mjög hár. Ég hef ekki efni á honum, hann er meira en hundrað þúsund krónur.“ Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Yassar og Lina bjóða blaðamanni og ljósmyndara upp á arabískt kaffi sem angar af kardimommum. Kaffiilmurinn og fjölskyldumyndir frá fjölskyldubúgarði þeirra systkina í Aleppo í gluggakistunni eru það eina sem minnir á heimahaga þeirra í Sýrlandi í blokkaríbúðinni sem þau búa í við Kleppsveg í Reykjavík. Þótt íbúðin sé sæmilega stór er hún tómleg og í henni eru afar fáir persónulegir munir. Systkinin skýra það út fyrir blaðamanni að þau hafi tekið sáralítið með sér á flóttanum. Aðeins fáeinar myndir, muni og fatnað. Þau eru bæði afar þakklát stjórnvöldum fyrir að hafa fengið griðastað hér á landi og taka það skýrt fram að Rauði krossinn hafi reynst þeim hjálplegur. Þau séu reglulega spurð hvort þau skorti föt, fæði eða aðra aðstoð. Lina hefur dvalið á landinu í nokkra mánuði og kom hingað með aðstoð Sameinuðu þjóðanna. Ferðalag Yassars var erfiðara, hann hefur dvalið hér á landi síðan í sumar, nærri því í tvo mánuði. Hann flúði frá Sýrlandi til Tyrklands, komst þaðan á fölsuðum pappírum til Grikklands og þaðan til Íslands. Við komuna til landsins var hann handtekinn og fangelsaður. Hann sat í fangelsi í fimmtán daga.Yassar er lögfræðmenntaður og Lina er tannlæknir, með þeim búa tveir táningssynir Linu. Hún hafði beðið komu bróður síns og það var henni afar erfitt þegar hann var fangelsaður við komuna til Íslands. „Ég varð reið, mér fannst mjög erfitt að skilja hvers vegna hann var fangelsaður og fékk það í gegn að heimsækja hann.“„Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef verið í fangelsi,“ segir hann. Yassar bendir á að hann hefði ekki komist langt á sínum eigin skilríkjum. „Ég ferðaðist með litlum plastbát frá Tyrklandi til Grikklands, hann rúmaði tuttugu manns en í honum voru fjörutíu og tveir flóttamenn. Sýrlendingum er vísað frá, þeir geta ekki ferðast með flugi á sínum eigin skilríkjum. Að refsa flóttamönnum fyrir þetta er brot á Genfarsáttmálanum, það er brot á alþjóðalögum.“ Það er ekkert sjónvarp í íbúðinni. Þau fara reglulega á netið til að fylgjast með fréttum af straumi flóttamanna um heiminn og stríðsástandi í heimalandinu. „Það er erfitt að fylgjast með fréttum. Heimili okkar í Aleppo er eyðilagt, þetta hús hér,“ segir hann og bendir á mynd af föður sínum með syni Linu. „Gereyðilagt.“ Hann lenti í frekari erfiðleikum við komuna til landsins. Yassar er fráskilinn og var beðinn um að framvísa pappírum um skilnaðinn og stöðu sína. „Við getum ekki endilega framvísað öllum þeim pappírum sem við viljum, það örlar á skilningsleysi hvað þetta varðar. Þó að við höfum fengið mikla aðstoð þá vantar okkur kannski aðstoð við að vera í samskiptum við félagsyfirvöld og útlendingastofnun. Þá er lögfræðikostnaður vegna komunnar til landsins orðinn mjög hár. Ég hef ekki efni á honum, hann er meira en hundrað þúsund krónur.“
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira