Lofaði auknu fé til velferðarkerfisins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. september 2015 07:00 Þingmenn mættu aftur í Alþingishúsið í gær eftir sumarfrí. vísir/vilhelm „Ísland er gott land. Það er betra í dag en í gær og verður enn betra á morgun. Lífskjör batna hratt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í stefnuræðu sinni þegar Alþingi var sett í gærkvöldi. Forsætisráðherrann lofaði efnahagsbata síðustu ára og aukin fjárframlög til velferðarkerfisins í ræðu sinni og kallaði eftir alþjóðasamstarfi við móttöku flóttamanna. „Fá dæmi eru um að lönd hafi náð sér jafn hratt á strik efnahagslega og Ísland á síðustu tveimur árum. Það hefur gerst á sama tíma og nágrannaþjóðirnar, í viðskiptalöndum okkar, glíma áfram við miklar efnahagsþrengingar sem ekki sér fyrir endann á.“ „Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2016, sem fjármálaráðherra kynnti fyrr í dag, verður íslenska ríkið rekið með afgangi þriðja árið í röð,“ sagði forsætisráðherrann. Hann bætti því við að þótt ríkið sé rekið með afgangi sé ríkisstjórnin að auka framlög til „allra mikilvægustu málaflokkanna“. Að mati forsætisráðherra skara Íslendingar sérstaklega fram úr á tveimur sviðum þar sem þeir gætu veitt öðrum þjóðum leiðsögn. Annars vegar í umhverfismálum og hins vegar sjávarútvegi. Sigmundur Davíð sagði nær alla íslenska orku framleidda með endurnýjanlegum orkugjöfum og að unnið sé að því að fjölga rafmagnsbílum. Þá sagði hann hafa tekist hér á landi að haga málum þannig að sjávarútvegur skili þjóðarbúinu verulegum tekjum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, fjallaði um fylgistap Samfylkingarinnar í ræðu sinni og sagði þörf á að breyta starfsháttum Alþingis. „Ég held að stjórnmálaflokkarnir allir séu á síðasta séns hjá þjóðinni,“ sagði hann. Bjarni Benediktsson kallaði eftir því að ríkið myndi treysta fólki til að ráða sér sjálft og vill hann færa vald til fólksins. „Það eru röng skilaboð frá þinginu að treysta ekki fólki til þess að sækja áfengi í verslanir.“ Þá kallaði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eftir því að langtímasjónarmið yrðu höfð að leiðarljósi. „Núverandi ríkisstjórn hefur lagt ofurkapp á að snúa öllu við sem sú síðasta gjörði án neinnar hugsunar um langtímasjónarmið.“ Óttarr Proppé, nýkjörinn formaður Bjartrar framtíðar, sagði tíma hafa verið sóað á síðasta þingi. „Við höfum líka sóað miklum tíma og óendanlegum kröftum í mál sem hafa komið inn án samráðs,“ sagði Óttarr og tók slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið sem dæmi. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði fullt af fallegum fyrirheitum hjá ríkisstjórninni sem ekki væri að sjá stoð fyrir í fjárlögum. Alþingi Tengdar fréttir Setning Alþingis og stefnuræða forsætisráðherra í beinni á Vísi í dag Alþingi verður sett í dag klukkan 11:10 að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 8. september 2015 07:23 Tístlendingar hlusta á umræðurnar: „Lokum augunum og ímyndum okkur Samfylkinguna með meira en 10% fylgi" Svo oft sem áður láta Íslendingar á Twitter ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að grínast með málefni líðandi stundar. 8. september 2015 20:52 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
„Ísland er gott land. Það er betra í dag en í gær og verður enn betra á morgun. Lífskjör batna hratt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í stefnuræðu sinni þegar Alþingi var sett í gærkvöldi. Forsætisráðherrann lofaði efnahagsbata síðustu ára og aukin fjárframlög til velferðarkerfisins í ræðu sinni og kallaði eftir alþjóðasamstarfi við móttöku flóttamanna. „Fá dæmi eru um að lönd hafi náð sér jafn hratt á strik efnahagslega og Ísland á síðustu tveimur árum. Það hefur gerst á sama tíma og nágrannaþjóðirnar, í viðskiptalöndum okkar, glíma áfram við miklar efnahagsþrengingar sem ekki sér fyrir endann á.“ „Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2016, sem fjármálaráðherra kynnti fyrr í dag, verður íslenska ríkið rekið með afgangi þriðja árið í röð,“ sagði forsætisráðherrann. Hann bætti því við að þótt ríkið sé rekið með afgangi sé ríkisstjórnin að auka framlög til „allra mikilvægustu málaflokkanna“. Að mati forsætisráðherra skara Íslendingar sérstaklega fram úr á tveimur sviðum þar sem þeir gætu veitt öðrum þjóðum leiðsögn. Annars vegar í umhverfismálum og hins vegar sjávarútvegi. Sigmundur Davíð sagði nær alla íslenska orku framleidda með endurnýjanlegum orkugjöfum og að unnið sé að því að fjölga rafmagnsbílum. Þá sagði hann hafa tekist hér á landi að haga málum þannig að sjávarútvegur skili þjóðarbúinu verulegum tekjum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, fjallaði um fylgistap Samfylkingarinnar í ræðu sinni og sagði þörf á að breyta starfsháttum Alþingis. „Ég held að stjórnmálaflokkarnir allir séu á síðasta séns hjá þjóðinni,“ sagði hann. Bjarni Benediktsson kallaði eftir því að ríkið myndi treysta fólki til að ráða sér sjálft og vill hann færa vald til fólksins. „Það eru röng skilaboð frá þinginu að treysta ekki fólki til þess að sækja áfengi í verslanir.“ Þá kallaði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eftir því að langtímasjónarmið yrðu höfð að leiðarljósi. „Núverandi ríkisstjórn hefur lagt ofurkapp á að snúa öllu við sem sú síðasta gjörði án neinnar hugsunar um langtímasjónarmið.“ Óttarr Proppé, nýkjörinn formaður Bjartrar framtíðar, sagði tíma hafa verið sóað á síðasta þingi. „Við höfum líka sóað miklum tíma og óendanlegum kröftum í mál sem hafa komið inn án samráðs,“ sagði Óttarr og tók slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið sem dæmi. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði fullt af fallegum fyrirheitum hjá ríkisstjórninni sem ekki væri að sjá stoð fyrir í fjárlögum.
Alþingi Tengdar fréttir Setning Alþingis og stefnuræða forsætisráðherra í beinni á Vísi í dag Alþingi verður sett í dag klukkan 11:10 að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 8. september 2015 07:23 Tístlendingar hlusta á umræðurnar: „Lokum augunum og ímyndum okkur Samfylkinguna með meira en 10% fylgi" Svo oft sem áður láta Íslendingar á Twitter ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að grínast með málefni líðandi stundar. 8. september 2015 20:52 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Setning Alþingis og stefnuræða forsætisráðherra í beinni á Vísi í dag Alþingi verður sett í dag klukkan 11:10 að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 8. september 2015 07:23
Tístlendingar hlusta á umræðurnar: „Lokum augunum og ímyndum okkur Samfylkinguna með meira en 10% fylgi" Svo oft sem áður láta Íslendingar á Twitter ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að grínast með málefni líðandi stundar. 8. september 2015 20:52