Fljúgandi trampólín geta reynst lífshættuleg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2015 13:05 Vigdís Björk Agnarsdóttir, formaður Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, segir að nóttin hafi verið sannkölluð trampólín nótt. Mikill erill var hjá lögreglu og björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu þar sem lausamunir fóru á flug í storminum sem gekk yfir suðvesturhorn landsins. „Við sáum trampólín sem voru vafin utan um skorstein, vafin utan um staura, uppi í tré, það var líka mikið um brotin tré. Það er auðvitað ýmislegt sem fólk getur gert til að þetta sé ekki svona af því að töluvert af því sem við vorum að gera í nótt er eitthvað sem við ættum ekki að þurfa að vera að gera. Fólk á að geta gert þetta sjálft, eins og til dæmis að festa ruslatönnur. Það var mikið af ruslatunnum sem voru að fjúka út á götu og yfir á lóðir og utan í bíla. Og svo eru það auðvitað þessi trampólín.“„Manndrápstæki ef þetta kemur á fleygiferð á þig“ Vigdís segir að fólk átti sig ekki endilega á hættunni sem fljúgandi trampólíni fylgir. „Þetta er ekki bara það að trampólínið fari af stað og lendi í garðinum hjá manni. Við erum bókstaflega að tala um það að trampólín takast á loft og þau fljúga bara eins og frisbídiskur af stærstu gerð. Þetta er stórhættulegt ef þetta fer af stað. Við viljum ekki lenda í því að fá okkur fjúkandi trampólín því það yrði lítið eftir af okkur ef það myndi brotlenda á okkur.“ Stærstu trampólín eru nokkrir metrar í þvermál. „Þetta eru bara manndrápstæki ef þetta kemur á fleygiferð á þig,“ segir Vigdís. Einnig fuku stillansar, þakkantar og plötur, ferðavagnar og skjólveggir í veðrinu, sem er fyrsta haustlaugðin í ár. Á þremur stöðum féllu tré á götur og lokuðu þeim; við Strandgötu í Hafnarfirði, Hlíðarveg í Kópavogi og Höfðabakka í Reykjavík. Tengdar fréttir Um 50 tóku þátt í aðgerðum björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu í nótt Fjöldi trampólína fuku og fundu sér stað upp í trjám, á bílum, ljósastaurum og húsþökum. 9. september 2015 08:05 Staðráðin í að redda nýju tjaldi fyrir Októberfest Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) hefst á morgun en babb kom í bátinn í nótt þegar risatjald sem sett hafði verið upp tókst á loft í storminum sem geisaði á höfuðborgarsvæðinu. 9. september 2015 10:38 Trampólín fuku og tré brustu undan vindinum Vinnupallar hrundu við að minnsta kosti eina nýbyggingu og þakplötur fóru að losna af nokkrum þökum. 9. september 2015 06:48 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Vigdís Björk Agnarsdóttir, formaður Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, segir að nóttin hafi verið sannkölluð trampólín nótt. Mikill erill var hjá lögreglu og björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu þar sem lausamunir fóru á flug í storminum sem gekk yfir suðvesturhorn landsins. „Við sáum trampólín sem voru vafin utan um skorstein, vafin utan um staura, uppi í tré, það var líka mikið um brotin tré. Það er auðvitað ýmislegt sem fólk getur gert til að þetta sé ekki svona af því að töluvert af því sem við vorum að gera í nótt er eitthvað sem við ættum ekki að þurfa að vera að gera. Fólk á að geta gert þetta sjálft, eins og til dæmis að festa ruslatönnur. Það var mikið af ruslatunnum sem voru að fjúka út á götu og yfir á lóðir og utan í bíla. Og svo eru það auðvitað þessi trampólín.“„Manndrápstæki ef þetta kemur á fleygiferð á þig“ Vigdís segir að fólk átti sig ekki endilega á hættunni sem fljúgandi trampólíni fylgir. „Þetta er ekki bara það að trampólínið fari af stað og lendi í garðinum hjá manni. Við erum bókstaflega að tala um það að trampólín takast á loft og þau fljúga bara eins og frisbídiskur af stærstu gerð. Þetta er stórhættulegt ef þetta fer af stað. Við viljum ekki lenda í því að fá okkur fjúkandi trampólín því það yrði lítið eftir af okkur ef það myndi brotlenda á okkur.“ Stærstu trampólín eru nokkrir metrar í þvermál. „Þetta eru bara manndrápstæki ef þetta kemur á fleygiferð á þig,“ segir Vigdís. Einnig fuku stillansar, þakkantar og plötur, ferðavagnar og skjólveggir í veðrinu, sem er fyrsta haustlaugðin í ár. Á þremur stöðum féllu tré á götur og lokuðu þeim; við Strandgötu í Hafnarfirði, Hlíðarveg í Kópavogi og Höfðabakka í Reykjavík.
Tengdar fréttir Um 50 tóku þátt í aðgerðum björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu í nótt Fjöldi trampólína fuku og fundu sér stað upp í trjám, á bílum, ljósastaurum og húsþökum. 9. september 2015 08:05 Staðráðin í að redda nýju tjaldi fyrir Októberfest Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) hefst á morgun en babb kom í bátinn í nótt þegar risatjald sem sett hafði verið upp tókst á loft í storminum sem geisaði á höfuðborgarsvæðinu. 9. september 2015 10:38 Trampólín fuku og tré brustu undan vindinum Vinnupallar hrundu við að minnsta kosti eina nýbyggingu og þakplötur fóru að losna af nokkrum þökum. 9. september 2015 06:48 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Um 50 tóku þátt í aðgerðum björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu í nótt Fjöldi trampólína fuku og fundu sér stað upp í trjám, á bílum, ljósastaurum og húsþökum. 9. september 2015 08:05
Staðráðin í að redda nýju tjaldi fyrir Októberfest Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) hefst á morgun en babb kom í bátinn í nótt þegar risatjald sem sett hafði verið upp tókst á loft í storminum sem geisaði á höfuðborgarsvæðinu. 9. september 2015 10:38
Trampólín fuku og tré brustu undan vindinum Vinnupallar hrundu við að minnsta kosti eina nýbyggingu og þakplötur fóru að losna af nokkrum þökum. 9. september 2015 06:48