Staðráðin í að redda nýju tjaldi fyrir Októberfest Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2015 10:38 Tjaldið liggur nú niðri en SHÍ ætlar sér að finna annað tjald svo halda megi Októberfest í ár. vísir/vilhelm Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) hefst á morgun en babb kom í bátinn í nótt þegar risatjald sem sett hafði verið upp á þriðjudagskvöld tókst á loft í storminum sem geisaði á höfuðborgarsvæðinu. Tjaldið var á grasfleti skammt frá Norræna húsinu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem það verður fyrir barðinu á óveðri. Það gerðist seinast í fyrra en nú brotnaði miðjusúla tjaldsins í tvennt og það liggur niðri. Ungmennafélag Íslands á tjaldið. „Við vorum með þrjá stúdentaráðsfulltrúa á vakt í nótt að gæta að tjaldinu. Það var verið að reyna að halda hælunum niðri og leggja bílum fyrir vindinn til að dreifa álaginu en það gekk ekki nógu vel. Svo sáu þeir sem voru þarna á staðnum fram á að tjaldið færi bara af stað þannig að það var hringt á björgunarsveitina um þrjúleytið og það kom hellingur af fólki til að hjálpa þeim,“ segir Tryggvi Másson, hagsmuna-og lánasjóðsfulltrúi SHÍ. Það fór þá ekki betur en svo að tjaldið fauk á bíl björgunarsveitarinnar sem kom á vettvang og skemmdist bíllinn töluvert. Slysavarnarfélagið Landsbjörg deilir myndum af bílnum á Facebook-síðu sinni en á þeim sést að framrúða bílsins brotnaði. Landsbjörg veltir því svo upp á hver haldi Októberfest í september. Upphaflega var hátíðin reyndar haldin í október en ákveðið var að færa hana fram í september, meðal annars vegna þess að óveður í október settu ítrekað strik í reikninginn. Það virðist þó ekki hlaupið að því yfir höfuð að halda svona hátíð að hausti til í Reykjavík. Stúdentaráð lætur það þó ekki á sig fá. „Við ætlum okkur að halda Októberfest um helgina, það er engin spurning með það. Nú erum við bara á fullu í því að græja nýtt tjald svo hátíðin geti hafist á morgun,“ segir Tryggvi að lokum.Bíll Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík mikið skemmdur eftir að Októberfesttjald HÍ fauk á hann. Vekur upp ýmsar spurningar, eins og t.d: Hver heldur Októberfest í september?Posted by Slysavarnafélagið Landsbjörg on Wednesday, 9 September 2015 Tengdar fréttir Um 50 tóku þátt í aðgerðum björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu í nótt Fjöldi trampólína fuku og fundu sér stað upp í trjám, á bílum, ljósastaurum og húsþökum. 9. september 2015 08:05 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) hefst á morgun en babb kom í bátinn í nótt þegar risatjald sem sett hafði verið upp á þriðjudagskvöld tókst á loft í storminum sem geisaði á höfuðborgarsvæðinu. Tjaldið var á grasfleti skammt frá Norræna húsinu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem það verður fyrir barðinu á óveðri. Það gerðist seinast í fyrra en nú brotnaði miðjusúla tjaldsins í tvennt og það liggur niðri. Ungmennafélag Íslands á tjaldið. „Við vorum með þrjá stúdentaráðsfulltrúa á vakt í nótt að gæta að tjaldinu. Það var verið að reyna að halda hælunum niðri og leggja bílum fyrir vindinn til að dreifa álaginu en það gekk ekki nógu vel. Svo sáu þeir sem voru þarna á staðnum fram á að tjaldið færi bara af stað þannig að það var hringt á björgunarsveitina um þrjúleytið og það kom hellingur af fólki til að hjálpa þeim,“ segir Tryggvi Másson, hagsmuna-og lánasjóðsfulltrúi SHÍ. Það fór þá ekki betur en svo að tjaldið fauk á bíl björgunarsveitarinnar sem kom á vettvang og skemmdist bíllinn töluvert. Slysavarnarfélagið Landsbjörg deilir myndum af bílnum á Facebook-síðu sinni en á þeim sést að framrúða bílsins brotnaði. Landsbjörg veltir því svo upp á hver haldi Októberfest í september. Upphaflega var hátíðin reyndar haldin í október en ákveðið var að færa hana fram í september, meðal annars vegna þess að óveður í október settu ítrekað strik í reikninginn. Það virðist þó ekki hlaupið að því yfir höfuð að halda svona hátíð að hausti til í Reykjavík. Stúdentaráð lætur það þó ekki á sig fá. „Við ætlum okkur að halda Októberfest um helgina, það er engin spurning með það. Nú erum við bara á fullu í því að græja nýtt tjald svo hátíðin geti hafist á morgun,“ segir Tryggvi að lokum.Bíll Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík mikið skemmdur eftir að Októberfesttjald HÍ fauk á hann. Vekur upp ýmsar spurningar, eins og t.d: Hver heldur Októberfest í september?Posted by Slysavarnafélagið Landsbjörg on Wednesday, 9 September 2015
Tengdar fréttir Um 50 tóku þátt í aðgerðum björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu í nótt Fjöldi trampólína fuku og fundu sér stað upp í trjám, á bílum, ljósastaurum og húsþökum. 9. september 2015 08:05 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Um 50 tóku þátt í aðgerðum björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu í nótt Fjöldi trampólína fuku og fundu sér stað upp í trjám, á bílum, ljósastaurum og húsþökum. 9. september 2015 08:05