Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir að sveitin á Kjalarnesi hafi veirð kölluð út vegna gruns um lausar þakplötur fyrir miðnætti en ekkert sjáanlegt hafi verið að fjúka og fór hún þá aftur í hús.
„Lögregla og slökkvilið sinntu fyrstu óveðursverkefnunum sem upp komu en upp úr klukkan eitt voru aðrar sveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar til.
Að þessu sinni má segja að trampólín hafi verið í aðallhlutverki, þau voru mörg sem fuku í nótt og fundu sér stað upp í trjám, á bílum og ljósastaurum svo eitthvað sé nefnt. Einnig fuku stillansar, þakkantar og plötur, ferðavagnar og skjólveggir svo eitthvað sé nefnt. Á þremur stöðum féllu tré á götur og lokuðu þeim; við Strandgötu í Hafnarfirði, Hlíðarveg í Kópavogi og Höfðabakka í Reykjavík.
Nú á sjöunda tímanum var svo Björgunarsveitin Suðurnes ræst þegar tilkynnt var um lausan bát í Njarðvíkurhöfn,“ segir í tilkynningunni.
Nótt hinna fjúkandi trampólína! Þau voru (of) mörg sem fuku út um allt og upp um allt svo björgunarfólk mátti hafa sig...
Posted by Slysavarnafélagið Landsbjörg on Wednesday, 9 September 2015