Hætta á stórum skjálfta á Reykjavíkursvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2015 12:28 Frá Krýsuvík. Almannavarnir sendu út laust fyrir hádegi viðvörun vegna jarðskjálftavirkni að undanförnu á svæðinu frá Krísuvík austur í Ölfus. Þar segir að vísbendingar séu um að möguleg talsverð spenna á svæðinu geti losnað út í stærri skjálftum. Minnt er á að sögulegar upplýsingar bendi til að jarðskjálftar á þessu svæði geti orðið allt að 6,5 að stærð. Tilkynning Almannavarna er svohljóðandi: „Undanfarnar vikur hefur orðið nokkur aukning á jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaganum og nágrenni hans. Meðal annars varð skjálfti af stærð 4 í lok maí sem átti upptök við Kleifarvatn og fannst vel víða á höfuðborgarsvæðinu. Í framhaldi slíks atburðar getur spennuástand í jarðskorpunni orðið óstöðugra á stærra svæði í kring. Greining á smáskjálftum bendir til þess að slíkur óstöðugleiki geti verið til staðar allt frá Kleifarvatni og austur í Ölfus. Mælingar á jarðskorpuhreyfingum síðustu árin gefa einnig vísbendingar um að á þessu svæði sé mögulega talsverð spenna sem getur losnað út í stærri skjálftum. Sögulegar upplýsingar benda til að jarðskjálftar á þessu svæði geti orðið allt að 6,5 að stærð. Meðal annars urðu skjálftar um og yfir 6 að stærð á Bláfjallasvæðinu árin 1929 og 1968. Þeir skjálftar ollu ekki miklu tjóni á höfuðborgarsvæðinu en þó ber að gæta að því að byggð hefur færst miklu nær þessu skjálftasvæði á síðustu árum. Búast má við því að áhrif skjálfta af þessari stærðargráðu í nálægum byggðum (höfuðborgarsvæðinu, Grindavík, Þorlákshöfn, Hveragerði og Reykjanesbæ) verði þannig að allir finni jarðskjálftann, margir verði skelkaðir og jafnvel hlaupi út úr húsum. Þung húsgögn gætu hreyfst og múrhúðun sprungið af veggjum á stöku stað. Annars er ekki að búast við miklu tjóni á vel byggðum húsum. Rétt er að minna íbúa á jarðskjálftasvæðum reglulega á atriði sem hafa ber í huga og hvernig hægt er að minnka líkur á meiðslum eða tjóni á eignum þegar jarðskjálftar verða. Skoða þarf hvar á heimili eða vinnustað hættur geta leynst ef jarðskjálfti verður. Rétt er að benda á að veruleg hætta getur verið á hruni í hellum nálægt upptökum stórra jarðskjálfta auk þess sem grjót getur hrunið úr hlíðum fjalla. Leiðbeiningar um hvernig megi draga verulega úr hættu af völdum jarðskálfta má finna á vefnum www.almannavarnir.is . Myndband um sama efni frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er á Youtube ." Tengdar fréttir Skjálfti upp á 4 stig við Krýsuvík Skjálftinn átti sér stað rétt yfir klukkan eitt. 29. maí 2015 13:19 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Almannavarnir sendu út laust fyrir hádegi viðvörun vegna jarðskjálftavirkni að undanförnu á svæðinu frá Krísuvík austur í Ölfus. Þar segir að vísbendingar séu um að möguleg talsverð spenna á svæðinu geti losnað út í stærri skjálftum. Minnt er á að sögulegar upplýsingar bendi til að jarðskjálftar á þessu svæði geti orðið allt að 6,5 að stærð. Tilkynning Almannavarna er svohljóðandi: „Undanfarnar vikur hefur orðið nokkur aukning á jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaganum og nágrenni hans. Meðal annars varð skjálfti af stærð 4 í lok maí sem átti upptök við Kleifarvatn og fannst vel víða á höfuðborgarsvæðinu. Í framhaldi slíks atburðar getur spennuástand í jarðskorpunni orðið óstöðugra á stærra svæði í kring. Greining á smáskjálftum bendir til þess að slíkur óstöðugleiki geti verið til staðar allt frá Kleifarvatni og austur í Ölfus. Mælingar á jarðskorpuhreyfingum síðustu árin gefa einnig vísbendingar um að á þessu svæði sé mögulega talsverð spenna sem getur losnað út í stærri skjálftum. Sögulegar upplýsingar benda til að jarðskjálftar á þessu svæði geti orðið allt að 6,5 að stærð. Meðal annars urðu skjálftar um og yfir 6 að stærð á Bláfjallasvæðinu árin 1929 og 1968. Þeir skjálftar ollu ekki miklu tjóni á höfuðborgarsvæðinu en þó ber að gæta að því að byggð hefur færst miklu nær þessu skjálftasvæði á síðustu árum. Búast má við því að áhrif skjálfta af þessari stærðargráðu í nálægum byggðum (höfuðborgarsvæðinu, Grindavík, Þorlákshöfn, Hveragerði og Reykjanesbæ) verði þannig að allir finni jarðskjálftann, margir verði skelkaðir og jafnvel hlaupi út úr húsum. Þung húsgögn gætu hreyfst og múrhúðun sprungið af veggjum á stöku stað. Annars er ekki að búast við miklu tjóni á vel byggðum húsum. Rétt er að minna íbúa á jarðskjálftasvæðum reglulega á atriði sem hafa ber í huga og hvernig hægt er að minnka líkur á meiðslum eða tjóni á eignum þegar jarðskjálftar verða. Skoða þarf hvar á heimili eða vinnustað hættur geta leynst ef jarðskjálfti verður. Rétt er að benda á að veruleg hætta getur verið á hruni í hellum nálægt upptökum stórra jarðskjálfta auk þess sem grjót getur hrunið úr hlíðum fjalla. Leiðbeiningar um hvernig megi draga verulega úr hættu af völdum jarðskálfta má finna á vefnum www.almannavarnir.is . Myndband um sama efni frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er á Youtube ."
Tengdar fréttir Skjálfti upp á 4 stig við Krýsuvík Skjálftinn átti sér stað rétt yfir klukkan eitt. 29. maí 2015 13:19 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Skjálfti upp á 4 stig við Krýsuvík Skjálftinn átti sér stað rétt yfir klukkan eitt. 29. maí 2015 13:19
Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32