Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er um hefðbundna jarðskjálftahrinu að ræða á þessu svæði en fylgst er vel með svæðinu.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að annar skjálfti að stærð 3,1 hafi orðið í morgun klukkan 11:58. „Hann fannst einnig í Reykjavík. Skjálftahrina hefur verið á svæðinu frá því í morgun. Skjálftarnir eru grunnir, á um 3 km dýpi. Skjálftahrinan er á flekaskilunum sem liggja um Reykjanesskagann.“