Enski boltinn

Palace skemmdi veisluna á Anfield | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Crystal Palace skemmdi kveðjuathöfn Steven Gerrard með því að vinna Liverpool 3-1 í leik liðanna á Anfield í dag, en leikurinn var síðasti leikur Gerrard á Anfield.

Þetta byrjaði vel fyrir Liverpool, en Adam Lallana kom Liverpool yfir eftir 26. mínútna leik.

Jason Puncheon jafnaði svo metin skömmu fyrir leikhlé með marki úr aukaspyrnu. Staðan 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja.

Wilfried Zaha kom inná sem varamaður í síðari hálfleik og hann var ekki lengi að stimpla sig inn. Hann skoraði með sinni fyrstu snertingu eftir klukkutímaleik og kom Palace í 2-1.

Gestirnir voru ekki hættir. Wilfried Zaha fiskaði vítaspyrnu í uppbótartíma. Glenn Murray steig á punktinn, Mignolet varði frá honum, en Murray tók sjálfur frákastið og skoraði.

Lokatölur 1-3 sigur Palace í síðasta heimaleik Gerrard á Anfield. Mikil vonbrigði, en Palace hafði ekki unnið á Anfield í 24 ár.

Liverpool er nú stigi á undan Tottenham í fimmta sætinu, en Crystal Palace er í tólfta sætinu. LIverpool gæti dottið niður í sjöunda sætið með óhagstæðum úrslitum í lokaumferðinni.

1-1: 1-2: 1-3:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×