Segir stefna í fordæmalausa stöðu Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2015 13:14 Páll Matthíasson. „Fram undan eru verkföll hjúkrunarfræðinga og stoðstétta sem sinna ræstingu, flutningum og öðrum mikilvægum störfum í þeirri stóru keðju sem starfsemi Landspítala byggir á. Það má ekki verða.“ Þetta skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Í lok þessarar viku hefur verkfall félaga BHM staðið yfir í sex vikur og segir hann þennan langa tíma og fjölda þeirra sjúklinga sem ekki fái nauðsynlegar rannsóknir vera öryggisógn. „Ástandið er þegar orðið afar þungbært fyrir sjúklinga og starfsfólk og ef enn bætist í með verkföllum fyrrgreindra stétta tekur steininn fullkomlega úr. Staðan sem þá kemur upp er algerlega fordæmalaus.“ Pistil Páls á vef Landspítalans má sjá hér. Páll segir að með hverjum deginum sem líður aukist álag á bæði þá sem séu í verkfalli og þá sem ekki eru í verkfalli. „Þegar allt kemur til alls höfum öll sama markmið – þá bestu heilbrigðisþjónustu sem unnt er að veita þeim sem til okkar leita. Til að ná því markmiði viljum við að á Landspítala séu aðstæður og kjör okkar allra með þeim hætti að vinnustaðurinn sé eftirsóknarverður.“Ekki unað við þetta lengur Nú hafa verkföll staðið á Landspítala í 17 vikur af þeim 29 frá upphafi verkfalls læknafélaganna í lok október. Páll segir ástandið vera með öllu óþolandi fyrir sjúklinga og starfsfólk. Við þetta verði ekki unað lengur. Þar að auki segir Páll að sá rammi sem heilbrigðisþjónustunni hafi verið settur í gegnum tíðina hafi verið skapaðu r með ákvörðunum stjórnvalda þegar komið að skiptingu fjármuna styðji ekki markmiðin eða stefnumótunina sem þau sjálf setji sér. Reglulegur stjórnendafundur var haldinn í vikunni. Páll segist hafa velt því upp á fundinum hvort forsvaranlegt væri að halda hann á meðan eldarnir brenna. „Mitt mat er að við eigum ekki val um það – ef við létum sífellt stjórnast af krísu dagsins kæmumst við ekkert áfram. Leiðin, eina færa leiðin, er að horfa á stóru myndina, hafa skýra sýn á það hvert við erum að fara, setja upp skýrt plan um það hvernig við eigum að komast þangað - og þoka svo hlutum áfram með því að gera eitthvað á hverjum degi í stóru málunum, á sama tíma og við berjumst við að slökkva alla eldana sem brenna.“ Þó segir Páll að ekki verði fram hjá því horft að staða dagsins sé óvenjuleg. „Við getum ekki haldið áfram með þessum hætti. Væri heilbrigðiskerfið sjúklingur væru sennilega allir sammála um að heilt yfir þyrfti sjúklingurinn á uppvinnslu og jafnvel endurhæfingu að halda. Góð heilbrigðisþjónusta myndi hins vegar fyrst ganga í það verkefni að bjarga sjúklingnum - úr andnauð verkfalla.“ Samkvæmt Páli er krafa um að friður ríki um rekstur heilbrigðisþjónustunnar og að til þess séu nýir kjarasamningar nauðsynlegt fyrsta skref. Verkfall 2016 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
„Fram undan eru verkföll hjúkrunarfræðinga og stoðstétta sem sinna ræstingu, flutningum og öðrum mikilvægum störfum í þeirri stóru keðju sem starfsemi Landspítala byggir á. Það má ekki verða.“ Þetta skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Í lok þessarar viku hefur verkfall félaga BHM staðið yfir í sex vikur og segir hann þennan langa tíma og fjölda þeirra sjúklinga sem ekki fái nauðsynlegar rannsóknir vera öryggisógn. „Ástandið er þegar orðið afar þungbært fyrir sjúklinga og starfsfólk og ef enn bætist í með verkföllum fyrrgreindra stétta tekur steininn fullkomlega úr. Staðan sem þá kemur upp er algerlega fordæmalaus.“ Pistil Páls á vef Landspítalans má sjá hér. Páll segir að með hverjum deginum sem líður aukist álag á bæði þá sem séu í verkfalli og þá sem ekki eru í verkfalli. „Þegar allt kemur til alls höfum öll sama markmið – þá bestu heilbrigðisþjónustu sem unnt er að veita þeim sem til okkar leita. Til að ná því markmiði viljum við að á Landspítala séu aðstæður og kjör okkar allra með þeim hætti að vinnustaðurinn sé eftirsóknarverður.“Ekki unað við þetta lengur Nú hafa verkföll staðið á Landspítala í 17 vikur af þeim 29 frá upphafi verkfalls læknafélaganna í lok október. Páll segir ástandið vera með öllu óþolandi fyrir sjúklinga og starfsfólk. Við þetta verði ekki unað lengur. Þar að auki segir Páll að sá rammi sem heilbrigðisþjónustunni hafi verið settur í gegnum tíðina hafi verið skapaðu r með ákvörðunum stjórnvalda þegar komið að skiptingu fjármuna styðji ekki markmiðin eða stefnumótunina sem þau sjálf setji sér. Reglulegur stjórnendafundur var haldinn í vikunni. Páll segist hafa velt því upp á fundinum hvort forsvaranlegt væri að halda hann á meðan eldarnir brenna. „Mitt mat er að við eigum ekki val um það – ef við létum sífellt stjórnast af krísu dagsins kæmumst við ekkert áfram. Leiðin, eina færa leiðin, er að horfa á stóru myndina, hafa skýra sýn á það hvert við erum að fara, setja upp skýrt plan um það hvernig við eigum að komast þangað - og þoka svo hlutum áfram með því að gera eitthvað á hverjum degi í stóru málunum, á sama tíma og við berjumst við að slökkva alla eldana sem brenna.“ Þó segir Páll að ekki verði fram hjá því horft að staða dagsins sé óvenjuleg. „Við getum ekki haldið áfram með þessum hætti. Væri heilbrigðiskerfið sjúklingur væru sennilega allir sammála um að heilt yfir þyrfti sjúklingurinn á uppvinnslu og jafnvel endurhæfingu að halda. Góð heilbrigðisþjónusta myndi hins vegar fyrst ganga í það verkefni að bjarga sjúklingnum - úr andnauð verkfalla.“ Samkvæmt Páli er krafa um að friður ríki um rekstur heilbrigðisþjónustunnar og að til þess séu nýir kjarasamningar nauðsynlegt fyrsta skref.
Verkfall 2016 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira