Segir stefna í fordæmalausa stöðu Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2015 13:14 Páll Matthíasson. „Fram undan eru verkföll hjúkrunarfræðinga og stoðstétta sem sinna ræstingu, flutningum og öðrum mikilvægum störfum í þeirri stóru keðju sem starfsemi Landspítala byggir á. Það má ekki verða.“ Þetta skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Í lok þessarar viku hefur verkfall félaga BHM staðið yfir í sex vikur og segir hann þennan langa tíma og fjölda þeirra sjúklinga sem ekki fái nauðsynlegar rannsóknir vera öryggisógn. „Ástandið er þegar orðið afar þungbært fyrir sjúklinga og starfsfólk og ef enn bætist í með verkföllum fyrrgreindra stétta tekur steininn fullkomlega úr. Staðan sem þá kemur upp er algerlega fordæmalaus.“ Pistil Páls á vef Landspítalans má sjá hér. Páll segir að með hverjum deginum sem líður aukist álag á bæði þá sem séu í verkfalli og þá sem ekki eru í verkfalli. „Þegar allt kemur til alls höfum öll sama markmið – þá bestu heilbrigðisþjónustu sem unnt er að veita þeim sem til okkar leita. Til að ná því markmiði viljum við að á Landspítala séu aðstæður og kjör okkar allra með þeim hætti að vinnustaðurinn sé eftirsóknarverður.“Ekki unað við þetta lengur Nú hafa verkföll staðið á Landspítala í 17 vikur af þeim 29 frá upphafi verkfalls læknafélaganna í lok október. Páll segir ástandið vera með öllu óþolandi fyrir sjúklinga og starfsfólk. Við þetta verði ekki unað lengur. Þar að auki segir Páll að sá rammi sem heilbrigðisþjónustunni hafi verið settur í gegnum tíðina hafi verið skapaðu r með ákvörðunum stjórnvalda þegar komið að skiptingu fjármuna styðji ekki markmiðin eða stefnumótunina sem þau sjálf setji sér. Reglulegur stjórnendafundur var haldinn í vikunni. Páll segist hafa velt því upp á fundinum hvort forsvaranlegt væri að halda hann á meðan eldarnir brenna. „Mitt mat er að við eigum ekki val um það – ef við létum sífellt stjórnast af krísu dagsins kæmumst við ekkert áfram. Leiðin, eina færa leiðin, er að horfa á stóru myndina, hafa skýra sýn á það hvert við erum að fara, setja upp skýrt plan um það hvernig við eigum að komast þangað - og þoka svo hlutum áfram með því að gera eitthvað á hverjum degi í stóru málunum, á sama tíma og við berjumst við að slökkva alla eldana sem brenna.“ Þó segir Páll að ekki verði fram hjá því horft að staða dagsins sé óvenjuleg. „Við getum ekki haldið áfram með þessum hætti. Væri heilbrigðiskerfið sjúklingur væru sennilega allir sammála um að heilt yfir þyrfti sjúklingurinn á uppvinnslu og jafnvel endurhæfingu að halda. Góð heilbrigðisþjónusta myndi hins vegar fyrst ganga í það verkefni að bjarga sjúklingnum - úr andnauð verkfalla.“ Samkvæmt Páli er krafa um að friður ríki um rekstur heilbrigðisþjónustunnar og að til þess séu nýir kjarasamningar nauðsynlegt fyrsta skref. Verkfall 2016 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
„Fram undan eru verkföll hjúkrunarfræðinga og stoðstétta sem sinna ræstingu, flutningum og öðrum mikilvægum störfum í þeirri stóru keðju sem starfsemi Landspítala byggir á. Það má ekki verða.“ Þetta skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Í lok þessarar viku hefur verkfall félaga BHM staðið yfir í sex vikur og segir hann þennan langa tíma og fjölda þeirra sjúklinga sem ekki fái nauðsynlegar rannsóknir vera öryggisógn. „Ástandið er þegar orðið afar þungbært fyrir sjúklinga og starfsfólk og ef enn bætist í með verkföllum fyrrgreindra stétta tekur steininn fullkomlega úr. Staðan sem þá kemur upp er algerlega fordæmalaus.“ Pistil Páls á vef Landspítalans má sjá hér. Páll segir að með hverjum deginum sem líður aukist álag á bæði þá sem séu í verkfalli og þá sem ekki eru í verkfalli. „Þegar allt kemur til alls höfum öll sama markmið – þá bestu heilbrigðisþjónustu sem unnt er að veita þeim sem til okkar leita. Til að ná því markmiði viljum við að á Landspítala séu aðstæður og kjör okkar allra með þeim hætti að vinnustaðurinn sé eftirsóknarverður.“Ekki unað við þetta lengur Nú hafa verkföll staðið á Landspítala í 17 vikur af þeim 29 frá upphafi verkfalls læknafélaganna í lok október. Páll segir ástandið vera með öllu óþolandi fyrir sjúklinga og starfsfólk. Við þetta verði ekki unað lengur. Þar að auki segir Páll að sá rammi sem heilbrigðisþjónustunni hafi verið settur í gegnum tíðina hafi verið skapaðu r með ákvörðunum stjórnvalda þegar komið að skiptingu fjármuna styðji ekki markmiðin eða stefnumótunina sem þau sjálf setji sér. Reglulegur stjórnendafundur var haldinn í vikunni. Páll segist hafa velt því upp á fundinum hvort forsvaranlegt væri að halda hann á meðan eldarnir brenna. „Mitt mat er að við eigum ekki val um það – ef við létum sífellt stjórnast af krísu dagsins kæmumst við ekkert áfram. Leiðin, eina færa leiðin, er að horfa á stóru myndina, hafa skýra sýn á það hvert við erum að fara, setja upp skýrt plan um það hvernig við eigum að komast þangað - og þoka svo hlutum áfram með því að gera eitthvað á hverjum degi í stóru málunum, á sama tíma og við berjumst við að slökkva alla eldana sem brenna.“ Þó segir Páll að ekki verði fram hjá því horft að staða dagsins sé óvenjuleg. „Við getum ekki haldið áfram með þessum hætti. Væri heilbrigðiskerfið sjúklingur væru sennilega allir sammála um að heilt yfir þyrfti sjúklingurinn á uppvinnslu og jafnvel endurhæfingu að halda. Góð heilbrigðisþjónusta myndi hins vegar fyrst ganga í það verkefni að bjarga sjúklingnum - úr andnauð verkfalla.“ Samkvæmt Páli er krafa um að friður ríki um rekstur heilbrigðisþjónustunnar og að til þess séu nýir kjarasamningar nauðsynlegt fyrsta skref.
Verkfall 2016 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira