Ráðherra sagður magalenda í húsnæðismálunum: Eygló neitar að draga frumvörpin til baka Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 16. maí 2015 18:45 Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir það rangt að frumvörp hennar hafi verið dregin til baka. Vísir/Ernir Fjármálaráðuneytið hefur undanfarnar sjö vikur haft til umsagnar frumvörp Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra um húsnæðisbætur og um stofnframlög vegna félagslegra íbúða. Ráðuneytið lýsti því síðan óvænt yfir í gær að frumvörpin hefðu verið dregin til baka. Eygló brást skjótt við og sagði þetta rangt. Hún segir að fjármálaráðuneytið hefði vissulega óskað eftir því að hún drægi frumvörpin til baka en hún hefði ekki orðið við því. Hún útilokar ekki að gera breytingar á frumvarpinu í tengslum við kjaraviðræður og koma til móts við þær breytingar sem fulltrúar launþega þeir vilji gera en þar sé einkum horft til fólks með lægstu launin.. Að öðrum kosti verði þau lögð fram óbreytt og því sé mikilvægt að ljúka við kostnaðargreininguna í ráðuneytinu.Kosningaloforð orðin skiptimyntHávær orðrómur hefur verið um ágreining milli stjórnarflokkanna og fullyrt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki viljað veita málunum brautargengi. Mikla athygli vakti þegar ráðherra sendi orkustangir í fjármálaráðuneytið til að flýta fyrir kostnaðargreiningu. „Ég hef einfaldlega óskað eftir því að ráðuneytið kostnaðarmeti þessi frumvörp, síðan mun ég leggja þau fyrir ríkisstjórn. Vonandi fá þau brautargengi þar og síðan í þinginu,“ segir Eygló. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir að félagsmálaráðherra sé að magalenda í húsnæðismálunum. Hún hafi notað mikinn tíma, sinn eigin og fjölda annarra, til að móta stefnu í húsnæðismálum. Stefnu sem nú sé komið í ljós að ríkisstjórnin styðji ekki. „Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með kosningaloforð Framsóknarflokksins og ætlar að nota þau sem skiptimynt í kjaraviðræðum og ætlar að hafa það eftir sínu höfði hver niðurstaðan verður,“ segir Sigríður Ingibjörg. Alþingi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Fjármálaráðuneytið hefur undanfarnar sjö vikur haft til umsagnar frumvörp Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra um húsnæðisbætur og um stofnframlög vegna félagslegra íbúða. Ráðuneytið lýsti því síðan óvænt yfir í gær að frumvörpin hefðu verið dregin til baka. Eygló brást skjótt við og sagði þetta rangt. Hún segir að fjármálaráðuneytið hefði vissulega óskað eftir því að hún drægi frumvörpin til baka en hún hefði ekki orðið við því. Hún útilokar ekki að gera breytingar á frumvarpinu í tengslum við kjaraviðræður og koma til móts við þær breytingar sem fulltrúar launþega þeir vilji gera en þar sé einkum horft til fólks með lægstu launin.. Að öðrum kosti verði þau lögð fram óbreytt og því sé mikilvægt að ljúka við kostnaðargreininguna í ráðuneytinu.Kosningaloforð orðin skiptimyntHávær orðrómur hefur verið um ágreining milli stjórnarflokkanna og fullyrt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki viljað veita málunum brautargengi. Mikla athygli vakti þegar ráðherra sendi orkustangir í fjármálaráðuneytið til að flýta fyrir kostnaðargreiningu. „Ég hef einfaldlega óskað eftir því að ráðuneytið kostnaðarmeti þessi frumvörp, síðan mun ég leggja þau fyrir ríkisstjórn. Vonandi fá þau brautargengi þar og síðan í þinginu,“ segir Eygló. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir að félagsmálaráðherra sé að magalenda í húsnæðismálunum. Hún hafi notað mikinn tíma, sinn eigin og fjölda annarra, til að móta stefnu í húsnæðismálum. Stefnu sem nú sé komið í ljós að ríkisstjórnin styðji ekki. „Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með kosningaloforð Framsóknarflokksins og ætlar að nota þau sem skiptimynt í kjaraviðræðum og ætlar að hafa það eftir sínu höfði hver niðurstaðan verður,“ segir Sigríður Ingibjörg.
Alþingi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira