Fær einn dag til að æfa fyrir Eurovision Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. janúar 2015 11:00 Hildur Kristín Stefánsdóttir hefur alltaf verið mikill aðdáandi Eurovision-keppninnar. Vísir/GVA „Ég kem heim degi áður en ég fer á svið í Háskólabíói,“ segir söngkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir sem tekur þátt í undankeppni Eurovision á næstu vikum. Hún er söngkona hljómsveitarinnar Rökkurróar, sem byrjar í dag þriggja vikna tónleikaferðalag um Evrópu, og kemur hún heim degi áður en hún stígur á svið í undankeppni Eurovision. „Það er líklegt að við þurfum að fá einhvern staðgengil á æfingarnar en við ætlum líka mögulega að reyna að æfa í gegnum Skype. Annars er mikill Eurovision-fílingur í þessu þar sem ég verð í Evrópu,“ segir Hildur Kristín létt í lundu. Hópurinn hefur þó nýtt tímann vel hingað til í æfingar og að velta sínu atriði fyrir sér. Hún hefur alltaf verið mikill Eurovision-aðdáandi en gerði þó ekki ráð fyrir að taka þátt sjálf. „Það hefur alltaf verið draumur að taka þátt en að sama skapi hef ég bara ekkert verið að gera popptónlist. Ég er í jaðarindíhljómsveit og lærði klassík þegar ég var yngri þannig að ég gerði ekki ráð fyrir að ég myndi taka þátt,“ bætir Hildur Kristín við. Hún mun flytja lagið Fjaðrir með hóp sem kallar sig Sunday. „Við erum hópur af fólki sem kemur úr mismunandi listgreinum. Í þessari keppni er það oft bara þannig að einhver lagahöfundur velur einhvern einstakling til að flytja lagið. Við sömdum hins vegar lagið okkar sjálf og flytjum það sjálf. Við erum með danshöfund, hana Hildi Ólafsdóttur, og pródúserinn Loga Pedró Stefánsson með okkur.“ Hún segist taka eftir tónlistarsnobbi á Íslandi gagnvart Eurovision. „Það er mikið tónlistarsnobb á Íslandi og það er bara kjánalegt. Eftir að ég sendi lagið í Eurovision, þá héldu allir að ég væri að grínast. Það er áhugavert að fólk líti á þetta sem grín, við vorum alltaf að gera þetta af alvöru en fólk trúði þessu ekki,“ útskýrir Hildur Kristín. Hún nýtur sín í poppinu og getur vel hugsað sér að gera meiri popptónlist. „Mér finnst þetta geðveikt gaman og mér finnst sértaklega gaman að spá í popptónlist núna. Það eru margir sem dissa popptónlist og ég er ósammála þeim, þetta er sú tónlistarstefna sem nær til breiðasta hópsins og það er frábært að gera tónlist sem nær til svo margra. Ég vil að popptónlist fái það kredit sem hún á skilið,“ segir hún en uppáhalds Eurovision-lagið hennar er hið sænska Euphoria sem Loreen flutti árið 2012. Eurovision Tónlist Mest lesið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fleiri fréttir Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Ég kem heim degi áður en ég fer á svið í Háskólabíói,“ segir söngkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir sem tekur þátt í undankeppni Eurovision á næstu vikum. Hún er söngkona hljómsveitarinnar Rökkurróar, sem byrjar í dag þriggja vikna tónleikaferðalag um Evrópu, og kemur hún heim degi áður en hún stígur á svið í undankeppni Eurovision. „Það er líklegt að við þurfum að fá einhvern staðgengil á æfingarnar en við ætlum líka mögulega að reyna að æfa í gegnum Skype. Annars er mikill Eurovision-fílingur í þessu þar sem ég verð í Evrópu,“ segir Hildur Kristín létt í lundu. Hópurinn hefur þó nýtt tímann vel hingað til í æfingar og að velta sínu atriði fyrir sér. Hún hefur alltaf verið mikill Eurovision-aðdáandi en gerði þó ekki ráð fyrir að taka þátt sjálf. „Það hefur alltaf verið draumur að taka þátt en að sama skapi hef ég bara ekkert verið að gera popptónlist. Ég er í jaðarindíhljómsveit og lærði klassík þegar ég var yngri þannig að ég gerði ekki ráð fyrir að ég myndi taka þátt,“ bætir Hildur Kristín við. Hún mun flytja lagið Fjaðrir með hóp sem kallar sig Sunday. „Við erum hópur af fólki sem kemur úr mismunandi listgreinum. Í þessari keppni er það oft bara þannig að einhver lagahöfundur velur einhvern einstakling til að flytja lagið. Við sömdum hins vegar lagið okkar sjálf og flytjum það sjálf. Við erum með danshöfund, hana Hildi Ólafsdóttur, og pródúserinn Loga Pedró Stefánsson með okkur.“ Hún segist taka eftir tónlistarsnobbi á Íslandi gagnvart Eurovision. „Það er mikið tónlistarsnobb á Íslandi og það er bara kjánalegt. Eftir að ég sendi lagið í Eurovision, þá héldu allir að ég væri að grínast. Það er áhugavert að fólk líti á þetta sem grín, við vorum alltaf að gera þetta af alvöru en fólk trúði þessu ekki,“ útskýrir Hildur Kristín. Hún nýtur sín í poppinu og getur vel hugsað sér að gera meiri popptónlist. „Mér finnst þetta geðveikt gaman og mér finnst sértaklega gaman að spá í popptónlist núna. Það eru margir sem dissa popptónlist og ég er ósammála þeim, þetta er sú tónlistarstefna sem nær til breiðasta hópsins og það er frábært að gera tónlist sem nær til svo margra. Ég vil að popptónlist fái það kredit sem hún á skilið,“ segir hún en uppáhalds Eurovision-lagið hennar er hið sænska Euphoria sem Loreen flutti árið 2012.
Eurovision Tónlist Mest lesið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fleiri fréttir Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira