Þrír skiptinemar hlupu í Color Run: "Mun meiri skemmtun heldur en íþróttakeppni“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. mars 2015 18:54 Guðbergur, Jóhanna og Anna tóku þátt í Color Run. Þrír íslenskir nemar í Kaliforníu keyrðu til Las Vegas í lok febrúar til að hlaupa í The Color Run sem fram fór þar í borg. „Við heyrðum af þessu hlaupi sem verður á Íslandi í sumar og áttuðum okkur á því að við myndum ekki vera komin heim þegar hlaupið fer fram,“ segir Guðbergur Ingi Ástvaldsson sem er í skiptinámi við University of California at Santa Barbara þennan veturinn ásamt Jóhönnu Karen Birgisdóttur kærustu sinni. „Við fórum inn á heimasíðu The Color Run og sáum auglýst hlaupið í Las Vegas. Okkur fannst tilvalið að fara og skoða borgina og næturlífið í leiðinni,“ bætir Jóhanna við en hún stundar fjarnám við Háskóla Íslands.Selfie mynd að hlaupi loknuEitt stórt, hamingjusamt partí Alls voru á bilinu 7-8.000 manns sem hlupu í Las Vegas en gert er ráð fyrir samskonar fjölda í hlaupinu sem fram fer hér á landi. „Ég upplifði hlaupið eins og eitt stórt og hamingjusamt partí, þar sem allur aldur getur tekið þátt og notið sín. Það var svo mikil gleði og hamingja í loftinu að maður gat ekki annað en smitast. Ég var brosandi hringinn allan tímann,“ segir Anna Hafþórsdóttir sem einnig er í skiptinámi í tölvunarfræði við sama skóla og hljóp ásamt þeim Guðbergi og Jóhönnu í Las Vegas. „Þetta var minna um að hlaupa en ég hafði haldið. Mjög margir löbbuðu þessa 5 km. Þetta virðist snúast meira um upplifunina heldur en að vera góður í að hlaupa.“ The Color Run er ekki hefðbundið kapphlaup heldur er hlaupið í gegnum litarhlið á 1 km fresti þar sem skvett er á hlaupara litapúðri í öllum regnbogans litum. „Ég vissi ekki að liturinn væri í duft formi, þannig að það kom mér á óvart. Ég bjóst við hálfgerðri málningu og var við öllu búin. Það er eitthvað svo fáranlega skemmtilegt við það að láta fólk kasta yfir sig lit og glimmeri á meðan maður hleypur í gegnum hrúgi af fólki sem gefur manni high five. Mér leið eins og krakka sem fær að hoppa í polla og drullumalla án þess að vera skammaður.“Við upphaf hlaupsinsMunu hlaupa á Íslandi haldi hlaupið áfram „Á tímabili var ég að velta mér upp úr lit á götunni. Þetta var mun meira partý og gleði heldur en íþróttaviðburður. Ég svitnaði álíka mikið í partýinu eftir á og við að hlaupa. Þar var spiluð tónlist á risasviði, meiri litum spreyjað yfir mann og hlauparar að búa til litasprengjur. Það var mikið dansað og hoppað,“ segir Anna. Jóhanna tekur undir með Önnu að það hafi komið á óvart hvað það voru margir sem löbbuðu. „Við vorum búin að tala um að koma okkur í gott form fyrir hlaupið og vorum búin að fara út að skokka hérna heima sem við hefðum ekkert þurft að gera. Það kom líka á óvart hvað það var auðvelt að hlaupa þessa fimm kílómetra. Við vorum ekki beint að spretta þetta og við hægðum á okkur í gegnum hliðin þar sem litnum er kastað á mann. Þetta var svo gaman og maður var alltaf svo spenntur að komast að næsta hliði að maður pældi ekki mikið í hlaupinu.“ The Color Run verður haldið í Los Angeles í júní og eru þremenningarnir staðráðnir að hlaupa aftur í því hlaupi. „Við verðum nýbúin í prófum þegar það er, væri gaman að fagna próflokum í L.A. röndóttur og sveittur. Ef þetta heldur áfram að vera haldið á Íslandi næstu árin mun ég líka pottþétt hlaupa á Íslandi,“ segir Anna að lokum. Tengdar fréttir Uppselt í forsölu á litahlaupinu Forsala byrjaði fyrir helgi á The Color Run sem verður þann 6. júní 2015 og er greinilega mikill áhugi hjá íslendingum fyrir þessum litríka viðburði. 4. desember 2014 17:13 The Color Run í fyrsta sinn á Íslandi Sex tonn af litapúðri eru á leið til landsins. 16. janúar 2015 15:50 Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
Þrír íslenskir nemar í Kaliforníu keyrðu til Las Vegas í lok febrúar til að hlaupa í The Color Run sem fram fór þar í borg. „Við heyrðum af þessu hlaupi sem verður á Íslandi í sumar og áttuðum okkur á því að við myndum ekki vera komin heim þegar hlaupið fer fram,“ segir Guðbergur Ingi Ástvaldsson sem er í skiptinámi við University of California at Santa Barbara þennan veturinn ásamt Jóhönnu Karen Birgisdóttur kærustu sinni. „Við fórum inn á heimasíðu The Color Run og sáum auglýst hlaupið í Las Vegas. Okkur fannst tilvalið að fara og skoða borgina og næturlífið í leiðinni,“ bætir Jóhanna við en hún stundar fjarnám við Háskóla Íslands.Selfie mynd að hlaupi loknuEitt stórt, hamingjusamt partí Alls voru á bilinu 7-8.000 manns sem hlupu í Las Vegas en gert er ráð fyrir samskonar fjölda í hlaupinu sem fram fer hér á landi. „Ég upplifði hlaupið eins og eitt stórt og hamingjusamt partí, þar sem allur aldur getur tekið þátt og notið sín. Það var svo mikil gleði og hamingja í loftinu að maður gat ekki annað en smitast. Ég var brosandi hringinn allan tímann,“ segir Anna Hafþórsdóttir sem einnig er í skiptinámi í tölvunarfræði við sama skóla og hljóp ásamt þeim Guðbergi og Jóhönnu í Las Vegas. „Þetta var minna um að hlaupa en ég hafði haldið. Mjög margir löbbuðu þessa 5 km. Þetta virðist snúast meira um upplifunina heldur en að vera góður í að hlaupa.“ The Color Run er ekki hefðbundið kapphlaup heldur er hlaupið í gegnum litarhlið á 1 km fresti þar sem skvett er á hlaupara litapúðri í öllum regnbogans litum. „Ég vissi ekki að liturinn væri í duft formi, þannig að það kom mér á óvart. Ég bjóst við hálfgerðri málningu og var við öllu búin. Það er eitthvað svo fáranlega skemmtilegt við það að láta fólk kasta yfir sig lit og glimmeri á meðan maður hleypur í gegnum hrúgi af fólki sem gefur manni high five. Mér leið eins og krakka sem fær að hoppa í polla og drullumalla án þess að vera skammaður.“Við upphaf hlaupsinsMunu hlaupa á Íslandi haldi hlaupið áfram „Á tímabili var ég að velta mér upp úr lit á götunni. Þetta var mun meira partý og gleði heldur en íþróttaviðburður. Ég svitnaði álíka mikið í partýinu eftir á og við að hlaupa. Þar var spiluð tónlist á risasviði, meiri litum spreyjað yfir mann og hlauparar að búa til litasprengjur. Það var mikið dansað og hoppað,“ segir Anna. Jóhanna tekur undir með Önnu að það hafi komið á óvart hvað það voru margir sem löbbuðu. „Við vorum búin að tala um að koma okkur í gott form fyrir hlaupið og vorum búin að fara út að skokka hérna heima sem við hefðum ekkert þurft að gera. Það kom líka á óvart hvað það var auðvelt að hlaupa þessa fimm kílómetra. Við vorum ekki beint að spretta þetta og við hægðum á okkur í gegnum hliðin þar sem litnum er kastað á mann. Þetta var svo gaman og maður var alltaf svo spenntur að komast að næsta hliði að maður pældi ekki mikið í hlaupinu.“ The Color Run verður haldið í Los Angeles í júní og eru þremenningarnir staðráðnir að hlaupa aftur í því hlaupi. „Við verðum nýbúin í prófum þegar það er, væri gaman að fagna próflokum í L.A. röndóttur og sveittur. Ef þetta heldur áfram að vera haldið á Íslandi næstu árin mun ég líka pottþétt hlaupa á Íslandi,“ segir Anna að lokum.
Tengdar fréttir Uppselt í forsölu á litahlaupinu Forsala byrjaði fyrir helgi á The Color Run sem verður þann 6. júní 2015 og er greinilega mikill áhugi hjá íslendingum fyrir þessum litríka viðburði. 4. desember 2014 17:13 The Color Run í fyrsta sinn á Íslandi Sex tonn af litapúðri eru á leið til landsins. 16. janúar 2015 15:50 Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
Uppselt í forsölu á litahlaupinu Forsala byrjaði fyrir helgi á The Color Run sem verður þann 6. júní 2015 og er greinilega mikill áhugi hjá íslendingum fyrir þessum litríka viðburði. 4. desember 2014 17:13
The Color Run í fyrsta sinn á Íslandi Sex tonn af litapúðri eru á leið til landsins. 16. janúar 2015 15:50