Formaður HRFÍ: English Bull Terrier hugrakkur, fjörmikill og góður innan um fólk sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. nóvember 2015 12:50 Fjölskyldan vildi Rjóma hingað til lands á þeim forsendum að hann tengdist henni tilfinningaböndum. Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir að rökstyðja þyrfti betur hvers vegna innflutningur á hundum af tegundinni English Bull Terrier sé ekki leyfilegur hér á landi. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Matvælastofnun og íslenska ríkið af kröfum íslenskrar fjölskyldu sem vildi flytja slíkan hund inn til landsins. „Dómurinn leggur á það áherslu að þessu mati MAST hefur ekki verið hnekkt. Það þýðir öðrum orðum að það hafi ekki tekist sönnun á því að matið sem MAST lagði til grundvallar hafi verið rangt. Þannig að það verður skemmtielgt að fylgjast með því hvort þessum héraðsdómi verði hreinlega áfrýjað og hvort þetta verði þá við meðferð málsins skoðað betur og rökstutt betur þannig að við fáum afstöðu dómsvaldsins byggða á greinargóðum rökum," sagði Herdís í Bítinu í morgun. Fjölskyldan hefur verið búsett í Noregi um nokkurra ára skeið en hugðist flytjast búferlum til Íslands á næstunni. Hundur þeirra, Rjómi, er af tegundinni English Bull Terrier en sú tegund hefur verið bönnuð hér á landi frá árinu 2004. Að sögn Matvælastofnunar er það meðal annars vegna þess að Bull Terrier hundar og Pit Bull Terrier hundar eiga sér sameiginlega forfeður sem notaðir hafi verið við bjarna- og nautaat og síðar hundaat í Bretlandi. Herdís fór í saumana á málinu í Bítinu í morgun. „Í kringum 1850 þá voru þeir ræktaðir í Englandi aðallega í þeim tilgangi að slást hver við annan í svokölluðu hundaati. En þeir voru lélegir til þess brúks og því ræktunin fljótlega úr því að leggja upp úr þessari árásarhneigð yfir í það að rækta í rauninni gæludýr. Útlit hundsins hefur breyst og jafnframt hefur líka blandast inn í tegundina aðrar tegundir. Þar má nefna að í þessari tegund eru Dalmatíuhundar, Border Collie, Borzoi, þannig að þeir eru komnir ansi langt frá uppruna sínum," útskýrir hún. „Í ræktunarstaðli þessarar tegundar í dag þá er skapgerðinni lýst þannig að þetta sé hugrakkur hundur, hann sé fjörmikill fjörkálfur með jafnaðargeð og viðráðanlegur við þjálfun. Þótt hann sé þrjóskur þá á hann að vera góður innan um fólk.“ Herdís segir félagið þó ekki taka afstöðu til málsins en að ljóst sé að þarna sé um fjölskyldumeðlim að ræða, og að afar sorglegt sé að fjölskyldan þurfi að skilja einn meðlim eftir í Noregi. „Við verðum að taka tillit til þess að hér er það fjölskylda sem er að flytjast heim og það er í rauninni verið að segja fjölskyldunni að þau þurfi að skilja einn meðlim fjölskyldunnar eftir. Það verður ekki hægt að horfa fram hjá því. “Hlusta má á viðtalið við Herdísi í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Rjómi ekki til landsins Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun Matvælastofnun og íslenska ríkið af kröfum karlmanns sem vildi flytja hund sinn, Rjóma, til Íslands. 2. nóvember 2015 16:09 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir að rökstyðja þyrfti betur hvers vegna innflutningur á hundum af tegundinni English Bull Terrier sé ekki leyfilegur hér á landi. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Matvælastofnun og íslenska ríkið af kröfum íslenskrar fjölskyldu sem vildi flytja slíkan hund inn til landsins. „Dómurinn leggur á það áherslu að þessu mati MAST hefur ekki verið hnekkt. Það þýðir öðrum orðum að það hafi ekki tekist sönnun á því að matið sem MAST lagði til grundvallar hafi verið rangt. Þannig að það verður skemmtielgt að fylgjast með því hvort þessum héraðsdómi verði hreinlega áfrýjað og hvort þetta verði þá við meðferð málsins skoðað betur og rökstutt betur þannig að við fáum afstöðu dómsvaldsins byggða á greinargóðum rökum," sagði Herdís í Bítinu í morgun. Fjölskyldan hefur verið búsett í Noregi um nokkurra ára skeið en hugðist flytjast búferlum til Íslands á næstunni. Hundur þeirra, Rjómi, er af tegundinni English Bull Terrier en sú tegund hefur verið bönnuð hér á landi frá árinu 2004. Að sögn Matvælastofnunar er það meðal annars vegna þess að Bull Terrier hundar og Pit Bull Terrier hundar eiga sér sameiginlega forfeður sem notaðir hafi verið við bjarna- og nautaat og síðar hundaat í Bretlandi. Herdís fór í saumana á málinu í Bítinu í morgun. „Í kringum 1850 þá voru þeir ræktaðir í Englandi aðallega í þeim tilgangi að slást hver við annan í svokölluðu hundaati. En þeir voru lélegir til þess brúks og því ræktunin fljótlega úr því að leggja upp úr þessari árásarhneigð yfir í það að rækta í rauninni gæludýr. Útlit hundsins hefur breyst og jafnframt hefur líka blandast inn í tegundina aðrar tegundir. Þar má nefna að í þessari tegund eru Dalmatíuhundar, Border Collie, Borzoi, þannig að þeir eru komnir ansi langt frá uppruna sínum," útskýrir hún. „Í ræktunarstaðli þessarar tegundar í dag þá er skapgerðinni lýst þannig að þetta sé hugrakkur hundur, hann sé fjörmikill fjörkálfur með jafnaðargeð og viðráðanlegur við þjálfun. Þótt hann sé þrjóskur þá á hann að vera góður innan um fólk.“ Herdís segir félagið þó ekki taka afstöðu til málsins en að ljóst sé að þarna sé um fjölskyldumeðlim að ræða, og að afar sorglegt sé að fjölskyldan þurfi að skilja einn meðlim eftir í Noregi. „Við verðum að taka tillit til þess að hér er það fjölskylda sem er að flytjast heim og það er í rauninni verið að segja fjölskyldunni að þau þurfi að skilja einn meðlim fjölskyldunnar eftir. Það verður ekki hægt að horfa fram hjá því. “Hlusta má á viðtalið við Herdísi í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Rjómi ekki til landsins Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun Matvælastofnun og íslenska ríkið af kröfum karlmanns sem vildi flytja hund sinn, Rjóma, til Íslands. 2. nóvember 2015 16:09 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Rjómi ekki til landsins Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun Matvælastofnun og íslenska ríkið af kröfum karlmanns sem vildi flytja hund sinn, Rjóma, til Íslands. 2. nóvember 2015 16:09