Formaður HRFÍ: English Bull Terrier hugrakkur, fjörmikill og góður innan um fólk sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. nóvember 2015 12:50 Fjölskyldan vildi Rjóma hingað til lands á þeim forsendum að hann tengdist henni tilfinningaböndum. Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir að rökstyðja þyrfti betur hvers vegna innflutningur á hundum af tegundinni English Bull Terrier sé ekki leyfilegur hér á landi. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Matvælastofnun og íslenska ríkið af kröfum íslenskrar fjölskyldu sem vildi flytja slíkan hund inn til landsins. „Dómurinn leggur á það áherslu að þessu mati MAST hefur ekki verið hnekkt. Það þýðir öðrum orðum að það hafi ekki tekist sönnun á því að matið sem MAST lagði til grundvallar hafi verið rangt. Þannig að það verður skemmtielgt að fylgjast með því hvort þessum héraðsdómi verði hreinlega áfrýjað og hvort þetta verði þá við meðferð málsins skoðað betur og rökstutt betur þannig að við fáum afstöðu dómsvaldsins byggða á greinargóðum rökum," sagði Herdís í Bítinu í morgun. Fjölskyldan hefur verið búsett í Noregi um nokkurra ára skeið en hugðist flytjast búferlum til Íslands á næstunni. Hundur þeirra, Rjómi, er af tegundinni English Bull Terrier en sú tegund hefur verið bönnuð hér á landi frá árinu 2004. Að sögn Matvælastofnunar er það meðal annars vegna þess að Bull Terrier hundar og Pit Bull Terrier hundar eiga sér sameiginlega forfeður sem notaðir hafi verið við bjarna- og nautaat og síðar hundaat í Bretlandi. Herdís fór í saumana á málinu í Bítinu í morgun. „Í kringum 1850 þá voru þeir ræktaðir í Englandi aðallega í þeim tilgangi að slást hver við annan í svokölluðu hundaati. En þeir voru lélegir til þess brúks og því ræktunin fljótlega úr því að leggja upp úr þessari árásarhneigð yfir í það að rækta í rauninni gæludýr. Útlit hundsins hefur breyst og jafnframt hefur líka blandast inn í tegundina aðrar tegundir. Þar má nefna að í þessari tegund eru Dalmatíuhundar, Border Collie, Borzoi, þannig að þeir eru komnir ansi langt frá uppruna sínum," útskýrir hún. „Í ræktunarstaðli þessarar tegundar í dag þá er skapgerðinni lýst þannig að þetta sé hugrakkur hundur, hann sé fjörmikill fjörkálfur með jafnaðargeð og viðráðanlegur við þjálfun. Þótt hann sé þrjóskur þá á hann að vera góður innan um fólk.“ Herdís segir félagið þó ekki taka afstöðu til málsins en að ljóst sé að þarna sé um fjölskyldumeðlim að ræða, og að afar sorglegt sé að fjölskyldan þurfi að skilja einn meðlim eftir í Noregi. „Við verðum að taka tillit til þess að hér er það fjölskylda sem er að flytjast heim og það er í rauninni verið að segja fjölskyldunni að þau þurfi að skilja einn meðlim fjölskyldunnar eftir. Það verður ekki hægt að horfa fram hjá því. “Hlusta má á viðtalið við Herdísi í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Rjómi ekki til landsins Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun Matvælastofnun og íslenska ríkið af kröfum karlmanns sem vildi flytja hund sinn, Rjóma, til Íslands. 2. nóvember 2015 16:09 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir að rökstyðja þyrfti betur hvers vegna innflutningur á hundum af tegundinni English Bull Terrier sé ekki leyfilegur hér á landi. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Matvælastofnun og íslenska ríkið af kröfum íslenskrar fjölskyldu sem vildi flytja slíkan hund inn til landsins. „Dómurinn leggur á það áherslu að þessu mati MAST hefur ekki verið hnekkt. Það þýðir öðrum orðum að það hafi ekki tekist sönnun á því að matið sem MAST lagði til grundvallar hafi verið rangt. Þannig að það verður skemmtielgt að fylgjast með því hvort þessum héraðsdómi verði hreinlega áfrýjað og hvort þetta verði þá við meðferð málsins skoðað betur og rökstutt betur þannig að við fáum afstöðu dómsvaldsins byggða á greinargóðum rökum," sagði Herdís í Bítinu í morgun. Fjölskyldan hefur verið búsett í Noregi um nokkurra ára skeið en hugðist flytjast búferlum til Íslands á næstunni. Hundur þeirra, Rjómi, er af tegundinni English Bull Terrier en sú tegund hefur verið bönnuð hér á landi frá árinu 2004. Að sögn Matvælastofnunar er það meðal annars vegna þess að Bull Terrier hundar og Pit Bull Terrier hundar eiga sér sameiginlega forfeður sem notaðir hafi verið við bjarna- og nautaat og síðar hundaat í Bretlandi. Herdís fór í saumana á málinu í Bítinu í morgun. „Í kringum 1850 þá voru þeir ræktaðir í Englandi aðallega í þeim tilgangi að slást hver við annan í svokölluðu hundaati. En þeir voru lélegir til þess brúks og því ræktunin fljótlega úr því að leggja upp úr þessari árásarhneigð yfir í það að rækta í rauninni gæludýr. Útlit hundsins hefur breyst og jafnframt hefur líka blandast inn í tegundina aðrar tegundir. Þar má nefna að í þessari tegund eru Dalmatíuhundar, Border Collie, Borzoi, þannig að þeir eru komnir ansi langt frá uppruna sínum," útskýrir hún. „Í ræktunarstaðli þessarar tegundar í dag þá er skapgerðinni lýst þannig að þetta sé hugrakkur hundur, hann sé fjörmikill fjörkálfur með jafnaðargeð og viðráðanlegur við þjálfun. Þótt hann sé þrjóskur þá á hann að vera góður innan um fólk.“ Herdís segir félagið þó ekki taka afstöðu til málsins en að ljóst sé að þarna sé um fjölskyldumeðlim að ræða, og að afar sorglegt sé að fjölskyldan þurfi að skilja einn meðlim eftir í Noregi. „Við verðum að taka tillit til þess að hér er það fjölskylda sem er að flytjast heim og það er í rauninni verið að segja fjölskyldunni að þau þurfi að skilja einn meðlim fjölskyldunnar eftir. Það verður ekki hægt að horfa fram hjá því. “Hlusta má á viðtalið við Herdísi í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Rjómi ekki til landsins Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun Matvælastofnun og íslenska ríkið af kröfum karlmanns sem vildi flytja hund sinn, Rjóma, til Íslands. 2. nóvember 2015 16:09 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Rjómi ekki til landsins Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun Matvælastofnun og íslenska ríkið af kröfum karlmanns sem vildi flytja hund sinn, Rjóma, til Íslands. 2. nóvember 2015 16:09
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent