Enski boltinn

Gerrard: Draumur minn er að verða stjóri Liverpool

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Liverpool-menn hefðu eflaust ekkert á móti því að sjá Steven Gerrard sem stjóra liðsins.
Liverpool-menn hefðu eflaust ekkert á móti því að sjá Steven Gerrard sem stjóra liðsins. vísir/getty
Steven Gerrard yfirgefur Liverpool eftir 17 ára feril á Anfield í sumar og gengur í raðir MLS-meistara Los Angeles Galaxy í Bandaríkjunum.

Það kæmi eflaust fáum á óvart ef Gerrard snýr aftur á Anfield í framtíðinni í einhverju hlutverki, en sjálfan dreymir hann um að verða knattspyrnustjóri liðsins.

Sjá einnig:Gerrard: Mario sýndi Henderson smá óvirðingu

„Ég lít á mig sem leikmann í dag og ég veit hversu erfitt það er að vera knattspyrnustjóri,“ sagði Gerrard í viðtali á ITV fyrir leik Liverpool og Besiktas í Evrópudeildinni í gærkvöldi.

Aðspurður hvort hann yrði knattspyrnustjóri Liverpool í framtíðinni svaraði Gerrard: „Hver veit? Það er augljóslega draumur minn.“

Sjá einnig: Sjáðu Henderson og Balotelli rífast um vítið

„En maður þarf samt að vera nógu góður til að byrja með. Það er ekki nóg að segja bara að mann langi til að verða knattspyrnustjóri eða maður ætli að verða slíkur.“

„Ef maður vill verða knattspyrnustjóri þarf maður að sanna sig. Það er löng og erfið leið. Ég á samt enn nokkur ár eftir sem leikmaður og einbeiti mér að því til að byrja með,“ sagði Steven Gerrard.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×