Sjálfstæðismenn vilja að reglurnar verði endurskoðaðar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. janúar 2015 13:27 vísir/stefán Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að endurskoða þurfi reglur um kynningar í skólum og lögðu fram tillögu þess efnis í borgarráði í síðustu viku. Tillögunni var frestað á fundi borgarráðs. Reglur Reykjavíkurborgar kveða á um að ekki megi afhenda grunnskólabörnum gjafir á skólatíma, séu á gjöfunum merkingar. Þær komu meðal annars í veg fyrir að Tannlæknafélag Íslands fengi að gefa börnunum tannbursta og tannþráð sem og að Eimskip fengi að gefa fyrstu bekkingum reiðhjólahjálma líkt og undanfarin ár. Í tillögu flokksins segir að reglurnar hafi reynst of þröngar og meðal annars komið í veg fyrir að kynningar í öryggis- og heilbrigðismálum fái að fara fram innan veggja skólanna. Þá er lagt til að reglurnar verði endurskoðaðar og túlkun þeirra rýmkuð þar til endurskoðun sé lokið og nýjar reglur hafi verið birtar. Tillöguna í heild má sjá hér fyrir neðan:35. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:Reglur um kynningar í skólum þarf að endurskoða með tilliti til þeirrar reynslu sem safnast hefur frá því þær voru settar haustið 2013. Reglurnar hafa reynst of þröngar og hafa komið í veg fyrir að kynningar í öryggis- og heilbrigðismálum fái að fara fram innan veggja skólanna. Það á t.d. við um hjólahjálma sem gefnir hafa verð um árabil en hefur nú verið hafnað og kynningar á tannhirðu af hálfu Tannlæknafélags Íslands vegna þess að félagið gefur tannkrem og tannbursta í fræðsluskyni. Lagt er til að reglur þessar verði endurskoðaðar og túlkun þeirra rýmkuð þar til endurskoðun er lokið og nýjar reglur hafa verið birtar. R15010262Frestað. Tengdar fréttir Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38 Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. 20. janúar 2015 11:47 Vill að reykvísk börn fái líka að njóta sólmyrkvans Sævar Helgi Bragason ætlar að gefa 45 þúsund börnum sólmyrkvagleraugu í tilefni af mesta sólmyrkva hérlendis í sextíu ár. Fundar með borginni á næstu dögum. 27. janúar 2015 14:00 Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Tannverndarvika hefst í febrúar og fá öll börn, utan höfuðborgarsvæðisins, tannbursta, tannkrem og tannþráð að gjöf. 19. janúar 2015 15:15 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að endurskoða þurfi reglur um kynningar í skólum og lögðu fram tillögu þess efnis í borgarráði í síðustu viku. Tillögunni var frestað á fundi borgarráðs. Reglur Reykjavíkurborgar kveða á um að ekki megi afhenda grunnskólabörnum gjafir á skólatíma, séu á gjöfunum merkingar. Þær komu meðal annars í veg fyrir að Tannlæknafélag Íslands fengi að gefa börnunum tannbursta og tannþráð sem og að Eimskip fengi að gefa fyrstu bekkingum reiðhjólahjálma líkt og undanfarin ár. Í tillögu flokksins segir að reglurnar hafi reynst of þröngar og meðal annars komið í veg fyrir að kynningar í öryggis- og heilbrigðismálum fái að fara fram innan veggja skólanna. Þá er lagt til að reglurnar verði endurskoðaðar og túlkun þeirra rýmkuð þar til endurskoðun sé lokið og nýjar reglur hafi verið birtar. Tillöguna í heild má sjá hér fyrir neðan:35. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:Reglur um kynningar í skólum þarf að endurskoða með tilliti til þeirrar reynslu sem safnast hefur frá því þær voru settar haustið 2013. Reglurnar hafa reynst of þröngar og hafa komið í veg fyrir að kynningar í öryggis- og heilbrigðismálum fái að fara fram innan veggja skólanna. Það á t.d. við um hjólahjálma sem gefnir hafa verð um árabil en hefur nú verið hafnað og kynningar á tannhirðu af hálfu Tannlæknafélags Íslands vegna þess að félagið gefur tannkrem og tannbursta í fræðsluskyni. Lagt er til að reglur þessar verði endurskoðaðar og túlkun þeirra rýmkuð þar til endurskoðun er lokið og nýjar reglur hafa verið birtar. R15010262Frestað.
Tengdar fréttir Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38 Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. 20. janúar 2015 11:47 Vill að reykvísk börn fái líka að njóta sólmyrkvans Sævar Helgi Bragason ætlar að gefa 45 þúsund börnum sólmyrkvagleraugu í tilefni af mesta sólmyrkva hérlendis í sextíu ár. Fundar með borginni á næstu dögum. 27. janúar 2015 14:00 Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Tannverndarvika hefst í febrúar og fá öll börn, utan höfuðborgarsvæðisins, tannbursta, tannkrem og tannþráð að gjöf. 19. janúar 2015 15:15 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38
Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. 20. janúar 2015 11:47
Vill að reykvísk börn fái líka að njóta sólmyrkvans Sævar Helgi Bragason ætlar að gefa 45 þúsund börnum sólmyrkvagleraugu í tilefni af mesta sólmyrkva hérlendis í sextíu ár. Fundar með borginni á næstu dögum. 27. janúar 2015 14:00
Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Tannverndarvika hefst í febrúar og fá öll börn, utan höfuðborgarsvæðisins, tannbursta, tannkrem og tannþráð að gjöf. 19. janúar 2015 15:15