Njálurefillinn hlaut menntaverðlaun Suðurlands Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. janúar 2015 15:22 Frá afhendingu Menntaverðlauna Suðurlands 2014. Gunnhildur E. Kristjánsdóttir tók við verðlaununum fyrir hönd hópsins sem stendur að gerð refilsins. Menntaverðlaun Suðurlands 2014 voru afhent í gær á hátíðarfundi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Njálurefillinn, verkefni sem unnið er að í Sögusetrinu á Hvolsvelli hlaut verðlaunin. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, veitti verðlaunin. Alls bárust tilnefningar um ellefu verkefni. Njálurefillinn felst í að Brennu-Njálssaga er saumuð með refilsaumi í 90 metra langan refil. Hönnuður refilsins er Kristín Ragna Gunnarsdóttir, listakona og bókmenntafræðingur, en Christina M. Bengtsson og Gunnhildur E. Kristjánsdóttir eiga veg og vanda af verkefninu. Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga skipaði starfshóp til að fjalla um tilnefningarnar og var það mat starfshópsins að verkefnið sé einstakt hvað varðar fræðslugildi. Sagan verði ljóslifandi í höndum þeirra sem að verkinu koma og gamla verkefnið endurborið. „Það gildir um alla aldurshópa hvort sem þeir eru í skóla eða ekki, Íslendinga sem aðra, að þátttaka þeirra í verkefninu fræðir viðkomandi og hver þeirra eignast hlut í verkinu. Starfshópurinn telur að verkefnið megi kynna miklu víðar og vonast til þess að verðlaunin nýtist í það að einhverju leyti,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Hér fyrir neðan má sjá tilnefnda og ástæðu tilnefninganna. Dr. Ásthildur Eva Bernharðsdóttir Vegna afreka á sviði rannsókna og fræðslu í áhættu- og áfallastjórnun, vegna útgáfu og framlags við að koma á fót alþjóðlegu rannsóknartengdu framhaldsnámi til meistara- og doktorsprófs á Selfossi í samstarfi við Háskólafélag Suðurlands o.fl.Fræðsluráð Vestmannaeyja, Grunnskóli Vestmannaeyja og ÍBVÍþróttaakademía Grunnskóla Vestmannaeyja og ÍBV – leið til eflingar formlegra samskipta milli Grunnskóla Vestmannaeyja og ÍBV og draga úr brottfalli úr íþróttum á viðkvæmum aldri og vímuefnaneyslu unglinga.Guðbjörg ÍsleifsdóttirÁratuga starf við kennslu og umönnun barna á leikskólum.Háskólafélag SuðurlandsAukning búsetugæða og styrking efnahags á Suðurlandi með uppbyggingu þekkingarsamfélags. Sérstaklega uppbyggingu og átaksverkefnum á þeim hluta Suðurlands þar sem háskólastarfsemi er með hvað minnstu móti eða á svæðinu frá Skógum til Kirkjubæjarklausturs.Heilsuleikskólarnir Brimver og Æskukot Heilsueflandi starf í þágu yngstu íbúa sveitarfélagsins, jógakennslu og tónlistarstarf.Kristín GísladóttirKennsluforritið Eldgrímur, sem hvetur til notkunar tölvu við lestrarnám. Gagnvirkur vefur, einkum ætlaður 7-9 ára börnum.Leikskólinn BergheimarMargvísleg starfsemi í tengslum við menntun og þroska barna á leikskólaaldri m.a. með sérstakri áherslu á stærðfræði og eflingu læsis.Leikskólinn LaugalandiART þjálfun, tækni og námsmat. Þróunarverkefni sem styrkt var af Sprotasjóði. Margrét TryggvadóttirÁratuga farsælt starf við grunn-, leik- og tónlistarskóla og merkilegt frumkvöðlastarf.NjálurefillinnSýnir Njálssögu með öðru sjónarhorni í samvinnu við öll skólastig og almenning. Sýnir bæði söguna og fornt handverk.Silja Elsabet BrynjarsdóttirFramúrskarandi frammistaða í tónlistarnámi og góð fyrirmynd. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Menntaverðlaun Suðurlands 2014 voru afhent í gær á hátíðarfundi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Njálurefillinn, verkefni sem unnið er að í Sögusetrinu á Hvolsvelli hlaut verðlaunin. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, veitti verðlaunin. Alls bárust tilnefningar um ellefu verkefni. Njálurefillinn felst í að Brennu-Njálssaga er saumuð með refilsaumi í 90 metra langan refil. Hönnuður refilsins er Kristín Ragna Gunnarsdóttir, listakona og bókmenntafræðingur, en Christina M. Bengtsson og Gunnhildur E. Kristjánsdóttir eiga veg og vanda af verkefninu. Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga skipaði starfshóp til að fjalla um tilnefningarnar og var það mat starfshópsins að verkefnið sé einstakt hvað varðar fræðslugildi. Sagan verði ljóslifandi í höndum þeirra sem að verkinu koma og gamla verkefnið endurborið. „Það gildir um alla aldurshópa hvort sem þeir eru í skóla eða ekki, Íslendinga sem aðra, að þátttaka þeirra í verkefninu fræðir viðkomandi og hver þeirra eignast hlut í verkinu. Starfshópurinn telur að verkefnið megi kynna miklu víðar og vonast til þess að verðlaunin nýtist í það að einhverju leyti,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Hér fyrir neðan má sjá tilnefnda og ástæðu tilnefninganna. Dr. Ásthildur Eva Bernharðsdóttir Vegna afreka á sviði rannsókna og fræðslu í áhættu- og áfallastjórnun, vegna útgáfu og framlags við að koma á fót alþjóðlegu rannsóknartengdu framhaldsnámi til meistara- og doktorsprófs á Selfossi í samstarfi við Háskólafélag Suðurlands o.fl.Fræðsluráð Vestmannaeyja, Grunnskóli Vestmannaeyja og ÍBVÍþróttaakademía Grunnskóla Vestmannaeyja og ÍBV – leið til eflingar formlegra samskipta milli Grunnskóla Vestmannaeyja og ÍBV og draga úr brottfalli úr íþróttum á viðkvæmum aldri og vímuefnaneyslu unglinga.Guðbjörg ÍsleifsdóttirÁratuga starf við kennslu og umönnun barna á leikskólum.Háskólafélag SuðurlandsAukning búsetugæða og styrking efnahags á Suðurlandi með uppbyggingu þekkingarsamfélags. Sérstaklega uppbyggingu og átaksverkefnum á þeim hluta Suðurlands þar sem háskólastarfsemi er með hvað minnstu móti eða á svæðinu frá Skógum til Kirkjubæjarklausturs.Heilsuleikskólarnir Brimver og Æskukot Heilsueflandi starf í þágu yngstu íbúa sveitarfélagsins, jógakennslu og tónlistarstarf.Kristín GísladóttirKennsluforritið Eldgrímur, sem hvetur til notkunar tölvu við lestrarnám. Gagnvirkur vefur, einkum ætlaður 7-9 ára börnum.Leikskólinn BergheimarMargvísleg starfsemi í tengslum við menntun og þroska barna á leikskólaaldri m.a. með sérstakri áherslu á stærðfræði og eflingu læsis.Leikskólinn LaugalandiART þjálfun, tækni og námsmat. Þróunarverkefni sem styrkt var af Sprotasjóði. Margrét TryggvadóttirÁratuga farsælt starf við grunn-, leik- og tónlistarskóla og merkilegt frumkvöðlastarf.NjálurefillinnSýnir Njálssögu með öðru sjónarhorni í samvinnu við öll skólastig og almenning. Sýnir bæði söguna og fornt handverk.Silja Elsabet BrynjarsdóttirFramúrskarandi frammistaða í tónlistarnámi og góð fyrirmynd.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira