Njálurefillinn hlaut menntaverðlaun Suðurlands Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. janúar 2015 15:22 Frá afhendingu Menntaverðlauna Suðurlands 2014. Gunnhildur E. Kristjánsdóttir tók við verðlaununum fyrir hönd hópsins sem stendur að gerð refilsins. Menntaverðlaun Suðurlands 2014 voru afhent í gær á hátíðarfundi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Njálurefillinn, verkefni sem unnið er að í Sögusetrinu á Hvolsvelli hlaut verðlaunin. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, veitti verðlaunin. Alls bárust tilnefningar um ellefu verkefni. Njálurefillinn felst í að Brennu-Njálssaga er saumuð með refilsaumi í 90 metra langan refil. Hönnuður refilsins er Kristín Ragna Gunnarsdóttir, listakona og bókmenntafræðingur, en Christina M. Bengtsson og Gunnhildur E. Kristjánsdóttir eiga veg og vanda af verkefninu. Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga skipaði starfshóp til að fjalla um tilnefningarnar og var það mat starfshópsins að verkefnið sé einstakt hvað varðar fræðslugildi. Sagan verði ljóslifandi í höndum þeirra sem að verkinu koma og gamla verkefnið endurborið. „Það gildir um alla aldurshópa hvort sem þeir eru í skóla eða ekki, Íslendinga sem aðra, að þátttaka þeirra í verkefninu fræðir viðkomandi og hver þeirra eignast hlut í verkinu. Starfshópurinn telur að verkefnið megi kynna miklu víðar og vonast til þess að verðlaunin nýtist í það að einhverju leyti,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Hér fyrir neðan má sjá tilnefnda og ástæðu tilnefninganna. Dr. Ásthildur Eva Bernharðsdóttir Vegna afreka á sviði rannsókna og fræðslu í áhættu- og áfallastjórnun, vegna útgáfu og framlags við að koma á fót alþjóðlegu rannsóknartengdu framhaldsnámi til meistara- og doktorsprófs á Selfossi í samstarfi við Háskólafélag Suðurlands o.fl.Fræðsluráð Vestmannaeyja, Grunnskóli Vestmannaeyja og ÍBVÍþróttaakademía Grunnskóla Vestmannaeyja og ÍBV – leið til eflingar formlegra samskipta milli Grunnskóla Vestmannaeyja og ÍBV og draga úr brottfalli úr íþróttum á viðkvæmum aldri og vímuefnaneyslu unglinga.Guðbjörg ÍsleifsdóttirÁratuga starf við kennslu og umönnun barna á leikskólum.Háskólafélag SuðurlandsAukning búsetugæða og styrking efnahags á Suðurlandi með uppbyggingu þekkingarsamfélags. Sérstaklega uppbyggingu og átaksverkefnum á þeim hluta Suðurlands þar sem háskólastarfsemi er með hvað minnstu móti eða á svæðinu frá Skógum til Kirkjubæjarklausturs.Heilsuleikskólarnir Brimver og Æskukot Heilsueflandi starf í þágu yngstu íbúa sveitarfélagsins, jógakennslu og tónlistarstarf.Kristín GísladóttirKennsluforritið Eldgrímur, sem hvetur til notkunar tölvu við lestrarnám. Gagnvirkur vefur, einkum ætlaður 7-9 ára börnum.Leikskólinn BergheimarMargvísleg starfsemi í tengslum við menntun og þroska barna á leikskólaaldri m.a. með sérstakri áherslu á stærðfræði og eflingu læsis.Leikskólinn LaugalandiART þjálfun, tækni og námsmat. Þróunarverkefni sem styrkt var af Sprotasjóði. Margrét TryggvadóttirÁratuga farsælt starf við grunn-, leik- og tónlistarskóla og merkilegt frumkvöðlastarf.NjálurefillinnSýnir Njálssögu með öðru sjónarhorni í samvinnu við öll skólastig og almenning. Sýnir bæði söguna og fornt handverk.Silja Elsabet BrynjarsdóttirFramúrskarandi frammistaða í tónlistarnámi og góð fyrirmynd. Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Menntaverðlaun Suðurlands 2014 voru afhent í gær á hátíðarfundi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Njálurefillinn, verkefni sem unnið er að í Sögusetrinu á Hvolsvelli hlaut verðlaunin. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, veitti verðlaunin. Alls bárust tilnefningar um ellefu verkefni. Njálurefillinn felst í að Brennu-Njálssaga er saumuð með refilsaumi í 90 metra langan refil. Hönnuður refilsins er Kristín Ragna Gunnarsdóttir, listakona og bókmenntafræðingur, en Christina M. Bengtsson og Gunnhildur E. Kristjánsdóttir eiga veg og vanda af verkefninu. Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga skipaði starfshóp til að fjalla um tilnefningarnar og var það mat starfshópsins að verkefnið sé einstakt hvað varðar fræðslugildi. Sagan verði ljóslifandi í höndum þeirra sem að verkinu koma og gamla verkefnið endurborið. „Það gildir um alla aldurshópa hvort sem þeir eru í skóla eða ekki, Íslendinga sem aðra, að þátttaka þeirra í verkefninu fræðir viðkomandi og hver þeirra eignast hlut í verkinu. Starfshópurinn telur að verkefnið megi kynna miklu víðar og vonast til þess að verðlaunin nýtist í það að einhverju leyti,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Hér fyrir neðan má sjá tilnefnda og ástæðu tilnefninganna. Dr. Ásthildur Eva Bernharðsdóttir Vegna afreka á sviði rannsókna og fræðslu í áhættu- og áfallastjórnun, vegna útgáfu og framlags við að koma á fót alþjóðlegu rannsóknartengdu framhaldsnámi til meistara- og doktorsprófs á Selfossi í samstarfi við Háskólafélag Suðurlands o.fl.Fræðsluráð Vestmannaeyja, Grunnskóli Vestmannaeyja og ÍBVÍþróttaakademía Grunnskóla Vestmannaeyja og ÍBV – leið til eflingar formlegra samskipta milli Grunnskóla Vestmannaeyja og ÍBV og draga úr brottfalli úr íþróttum á viðkvæmum aldri og vímuefnaneyslu unglinga.Guðbjörg ÍsleifsdóttirÁratuga starf við kennslu og umönnun barna á leikskólum.Háskólafélag SuðurlandsAukning búsetugæða og styrking efnahags á Suðurlandi með uppbyggingu þekkingarsamfélags. Sérstaklega uppbyggingu og átaksverkefnum á þeim hluta Suðurlands þar sem háskólastarfsemi er með hvað minnstu móti eða á svæðinu frá Skógum til Kirkjubæjarklausturs.Heilsuleikskólarnir Brimver og Æskukot Heilsueflandi starf í þágu yngstu íbúa sveitarfélagsins, jógakennslu og tónlistarstarf.Kristín GísladóttirKennsluforritið Eldgrímur, sem hvetur til notkunar tölvu við lestrarnám. Gagnvirkur vefur, einkum ætlaður 7-9 ára börnum.Leikskólinn BergheimarMargvísleg starfsemi í tengslum við menntun og þroska barna á leikskólaaldri m.a. með sérstakri áherslu á stærðfræði og eflingu læsis.Leikskólinn LaugalandiART þjálfun, tækni og námsmat. Þróunarverkefni sem styrkt var af Sprotasjóði. Margrét TryggvadóttirÁratuga farsælt starf við grunn-, leik- og tónlistarskóla og merkilegt frumkvöðlastarf.NjálurefillinnSýnir Njálssögu með öðru sjónarhorni í samvinnu við öll skólastig og almenning. Sýnir bæði söguna og fornt handverk.Silja Elsabet BrynjarsdóttirFramúrskarandi frammistaða í tónlistarnámi og góð fyrirmynd.
Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira