Má ekki heita Alex Emma: „Þurfum að borga þar til við finnum nafn sem ríkinu þóknast“ Bjarki Ármannsson skrifar 9. mars 2015 21:36 „Hún heitir Alex Emma hjá okkur og ég ætla ekki að samþykkja þetta.“ Vísir/Vilhelm/Nanna Þórdís Árnadóttir Íslenskir foreldrar sem vilja nefna tæplega tveggja ára dóttur sína Alex Emmu þurfa að greiða tæplega 1.500 krónur í dagsektir til ríkissjóðs eftir að mannanafnanefnd hafnaði beiðni þeirra um Alex sem eiginnafn stúlku. Þau segjast ekki hafa búist við svona „harkalegum aðgerðum“ og segja ekki annað koma til greina en að kæra úrskurðinn. „Við eignuðumst dóttur okkar í ágúst 2013 og vorum búin að ákveða nafnið hennar löngu áður,“ segir Nanna Þórdís Árnadóttir, móðir Alexar. „Svo sendum við bara inn tilkynningu um það og þá kemur í ljós að stúlka hefur aldrei verið skírð Alex á Íslandi, þó það sé gert erlendis, og það þarf að fara fyrir mannanafnanefnd.“ Fjölskyldan beið þá í nokkra mánuði eftir úrskurði nefndarinnar. Hann var kveðinn upp þann 19. desember. Þar kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að Alex geti aðeins talist karlmannsnafn í íslensku máli, þar sem engin saga eða hefð sé fyrir öðru. Þó er þess getið í úrskurðinum að kvenmannsnafnið Alex brjóti ekki gegn íslensku málkerfi og ekki er talin ástæða til þess að nafngiftin yrði stúlkunni til ama.Sjá einnig: Vill leggja niður mannanafnanefnd: „Verðum að treysta fólki“Bréfið sem barst frá Þjóðskrá.Það var svo í dag, eftir nokkur símtöl og bréf frá Þjóðskrá Íslands, sem bréf barst foreldrum Alexar sem tilkynnti þeim að þau verði beitt dagsektum frá og með 3. apríl fyrir að hafa ekki tilkynnt stofnuninni um nafngift barnsins. Nanna segir það ekki koma til greina að svo stöddu að nefna Alex, sem er nú að verða nítján mánaða, öðru nafni. „Hún á þrjú önnur systkini og er búin að vera kölluð Alex Emma allan þennan tíma,“ segir Nanna. „Svo kemur líka bara upp þrjóska, manni finnst þetta bara fáránlegt. Ég meina, hvaða fasistaríki er þetta? Hún heitir Alex Emma hjá okkur og ég ætla ekki að samþykkja þetta.“Sjá einnig: 10 ára stúlku neitað um vegabréf af ÞjóðskráForeldrarnir þurfa að borga 1.437 krónur á dag þar til Þjóðskrá er tilkynnt um leyfilega nafngift. Nanna segir þau núna skoða hvaða leiðir sé hægt að fara til þess að kæra úrskurð mannanafnanefndar. „Við erum búin að skoða hvað aðrir hafa gert, búin að skoða dómsmál og svona,“ segir hún. Meðal annars settu þau sig í samband við Björk Eiðsdóttur ritstjóra, en dóttir hennar fékk að bera nafnið Blær þrátt fyrir höfnun mannanafnanefndar eftir að Björk höfðaði mál gegn ríkinu. „Það er ekkert annað sem kemur til greina. Núna eftir þrjár vikur eða eitthvað þurfum við að byrja að borga þangað til við finnum eitthvað nafn sem íslenska ríkinu þóknast.“ Nanna segir að fjölskyldan hafi ekki verið nógu dugleg að kanna hvaða leiðir séu færar áður en bréfið barst í dag. „Eiginlega bjóst ég ekki við svona harkalegum aðgerðum, ég verð að viðurkenna það,“ segir hún. „Það var ekki fyrr en maður fékk bréfið að maður hugsaði: Ókei, þetta er í alvörunni að fara að gerast.“ Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fleiri fréttir Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Sjá meira
Íslenskir foreldrar sem vilja nefna tæplega tveggja ára dóttur sína Alex Emmu þurfa að greiða tæplega 1.500 krónur í dagsektir til ríkissjóðs eftir að mannanafnanefnd hafnaði beiðni þeirra um Alex sem eiginnafn stúlku. Þau segjast ekki hafa búist við svona „harkalegum aðgerðum“ og segja ekki annað koma til greina en að kæra úrskurðinn. „Við eignuðumst dóttur okkar í ágúst 2013 og vorum búin að ákveða nafnið hennar löngu áður,“ segir Nanna Þórdís Árnadóttir, móðir Alexar. „Svo sendum við bara inn tilkynningu um það og þá kemur í ljós að stúlka hefur aldrei verið skírð Alex á Íslandi, þó það sé gert erlendis, og það þarf að fara fyrir mannanafnanefnd.“ Fjölskyldan beið þá í nokkra mánuði eftir úrskurði nefndarinnar. Hann var kveðinn upp þann 19. desember. Þar kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að Alex geti aðeins talist karlmannsnafn í íslensku máli, þar sem engin saga eða hefð sé fyrir öðru. Þó er þess getið í úrskurðinum að kvenmannsnafnið Alex brjóti ekki gegn íslensku málkerfi og ekki er talin ástæða til þess að nafngiftin yrði stúlkunni til ama.Sjá einnig: Vill leggja niður mannanafnanefnd: „Verðum að treysta fólki“Bréfið sem barst frá Þjóðskrá.Það var svo í dag, eftir nokkur símtöl og bréf frá Þjóðskrá Íslands, sem bréf barst foreldrum Alexar sem tilkynnti þeim að þau verði beitt dagsektum frá og með 3. apríl fyrir að hafa ekki tilkynnt stofnuninni um nafngift barnsins. Nanna segir það ekki koma til greina að svo stöddu að nefna Alex, sem er nú að verða nítján mánaða, öðru nafni. „Hún á þrjú önnur systkini og er búin að vera kölluð Alex Emma allan þennan tíma,“ segir Nanna. „Svo kemur líka bara upp þrjóska, manni finnst þetta bara fáránlegt. Ég meina, hvaða fasistaríki er þetta? Hún heitir Alex Emma hjá okkur og ég ætla ekki að samþykkja þetta.“Sjá einnig: 10 ára stúlku neitað um vegabréf af ÞjóðskráForeldrarnir þurfa að borga 1.437 krónur á dag þar til Þjóðskrá er tilkynnt um leyfilega nafngift. Nanna segir þau núna skoða hvaða leiðir sé hægt að fara til þess að kæra úrskurð mannanafnanefndar. „Við erum búin að skoða hvað aðrir hafa gert, búin að skoða dómsmál og svona,“ segir hún. Meðal annars settu þau sig í samband við Björk Eiðsdóttur ritstjóra, en dóttir hennar fékk að bera nafnið Blær þrátt fyrir höfnun mannanafnanefndar eftir að Björk höfðaði mál gegn ríkinu. „Það er ekkert annað sem kemur til greina. Núna eftir þrjár vikur eða eitthvað þurfum við að byrja að borga þangað til við finnum eitthvað nafn sem íslenska ríkinu þóknast.“ Nanna segir að fjölskyldan hafi ekki verið nógu dugleg að kanna hvaða leiðir séu færar áður en bréfið barst í dag. „Eiginlega bjóst ég ekki við svona harkalegum aðgerðum, ég verð að viðurkenna það,“ segir hún. „Það var ekki fyrr en maður fékk bréfið að maður hugsaði: Ókei, þetta er í alvörunni að fara að gerast.“
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fleiri fréttir Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Sjá meira