Situr hjá vegna „öfgastefnu“ Framsóknar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. febrúar 2015 00:01 S. Björn Blöndal segir Framsókn vísvitandi hafa unnið sér inn fylgi á forsendum fordóma. Kosið verður um nýjan varamann í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar á borgarstjórnarfundi í nótt. Farið var í atkvæðaskýringu og lýsti Sigurður Björn Blöndal, formaður borgarráðs, því yfir að hann myndi sitja hjá í atkvæðagreiðslunni. Það gerði Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, einnig sem og Halldór Auðar Svansson pírati. Sigurður Björn Blöndal sagði það hafa verið ábyrgðaleysi af hálfu fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina, þeirra Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur og Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, að hafa skipað Gústaf Níelsson í mannréttindaráð. Það væri vegna öfgafullra skoðana hans og sagði flokkinn „daðra við öfgastefnu og rasisma.“ Flokkurinn hafi vísvitandi unnið sér inn fylgi á forsendum fordóma og að þeirri stefnu hefði aldrei verið afneitað, „aðeins slegið í og úr.“ Sóley Tómasdóttir sagðist jafnframt ætla að sitja hjá og sagði borgarfulltrúum Framsóknar ekki treystandi til að tilnefna aðila í mannréttindaráð. Hún myndi ekki taka ábyrgð á tilnefningum þeirra „nema eitthvað stórkostlegt gerist og þær breyti skoðun sinni.“ Ekki megi ljá mönnum sem Gústafi rödd í mannréttindaráði, það sé andstætt allri þeirri hugmyndafræði sem hún standi fyrir. Þá er Halldór Auðar Svansson einnig á meðal þeirra sem mun sitja hjá og sagði flokkinn verða að skýra stefnu sína. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, sagði að mikilvægt væri að leyfa röddum allra að heyrast. „Ekki bara raddirnar sem við viljum heyra [...] Stefnan er skýr. Framsóknarflokkurinn líður enga mismunun,“ sagði hún. Gústaf Níelsson var á síðasta fundi borgarstjórnar skipaður varamaður í mannréttindaráð með tíu atkvæðum. Nú liggur þó fyrir að hann mun ekki taka sæti en verður Gréta Björg Egilsdóttir skipuð í hans stað. Hún lýsti því yfir á fundinum í kvöld að hún tæki ekki undir skoðanir Gústafs.Fundurinn stendur enn yfir, en á hann má horfa í beinni útsendingu á vef Reykjavíkurborgar. Tengdar fréttir Sveinbjörg tjáir sig ekki um gagnrýni á skipun Gústafs "Það eru engin komment“ 22. janúar 2015 23:08 Skipan Gústafs dregin til baka Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 21. janúar 2015 12:06 Segir forystuna verða að "sprengja þetta graftarkýli og þurrka gröftinn af“ Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrum oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, segir "rasismadaðurdrottningarnar í Reykjavík“ ekki eiga erindi í Framsóknarflokkinn. 30. janúar 2015 18:05 Gústaf komið víða við: Telur samkynhneigð óeðlilega og íslam ekki eiga heima á Íslandi Gústaf Níelsson hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna og sinnt sérverkefnum fyrir nektardansstaðinn Bóhem. 21. janúar 2015 11:46 Gústaf um ólgu innan Framsóknar: „Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum“ Framsóknarmenn gagnrýna skipan Gunnars harkalega 21. janúar 2015 11:02 Ræddi skipan Gústafs við borgarfulltrúa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hitti fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina á fundi í morgun. 21. janúar 2015 12:40 Samtökin 78 gagnrýna skipan Gústafs: "Verið að senda okkur fingurinn“ "Í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78. 21. janúar 2015 11:44 Erfiðir átta mánuðir borgarfulltrúa: Tóku ákvörðunina varðandi Gústaf sjálfar Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir rangt að þær Sveinbjörg hafi verið "teknar á teppið“ af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins. 2. febrúar 2015 10:36 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Kosið verður um nýjan varamann í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar á borgarstjórnarfundi í nótt. Farið var í atkvæðaskýringu og lýsti Sigurður Björn Blöndal, formaður borgarráðs, því yfir að hann myndi sitja hjá í atkvæðagreiðslunni. Það gerði Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, einnig sem og Halldór Auðar Svansson pírati. Sigurður Björn Blöndal sagði það hafa verið ábyrgðaleysi af hálfu fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina, þeirra Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur og Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, að hafa skipað Gústaf Níelsson í mannréttindaráð. Það væri vegna öfgafullra skoðana hans og sagði flokkinn „daðra við öfgastefnu og rasisma.“ Flokkurinn hafi vísvitandi unnið sér inn fylgi á forsendum fordóma og að þeirri stefnu hefði aldrei verið afneitað, „aðeins slegið í og úr.“ Sóley Tómasdóttir sagðist jafnframt ætla að sitja hjá og sagði borgarfulltrúum Framsóknar ekki treystandi til að tilnefna aðila í mannréttindaráð. Hún myndi ekki taka ábyrgð á tilnefningum þeirra „nema eitthvað stórkostlegt gerist og þær breyti skoðun sinni.“ Ekki megi ljá mönnum sem Gústafi rödd í mannréttindaráði, það sé andstætt allri þeirri hugmyndafræði sem hún standi fyrir. Þá er Halldór Auðar Svansson einnig á meðal þeirra sem mun sitja hjá og sagði flokkinn verða að skýra stefnu sína. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, sagði að mikilvægt væri að leyfa röddum allra að heyrast. „Ekki bara raddirnar sem við viljum heyra [...] Stefnan er skýr. Framsóknarflokkurinn líður enga mismunun,“ sagði hún. Gústaf Níelsson var á síðasta fundi borgarstjórnar skipaður varamaður í mannréttindaráð með tíu atkvæðum. Nú liggur þó fyrir að hann mun ekki taka sæti en verður Gréta Björg Egilsdóttir skipuð í hans stað. Hún lýsti því yfir á fundinum í kvöld að hún tæki ekki undir skoðanir Gústafs.Fundurinn stendur enn yfir, en á hann má horfa í beinni útsendingu á vef Reykjavíkurborgar.
Tengdar fréttir Sveinbjörg tjáir sig ekki um gagnrýni á skipun Gústafs "Það eru engin komment“ 22. janúar 2015 23:08 Skipan Gústafs dregin til baka Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 21. janúar 2015 12:06 Segir forystuna verða að "sprengja þetta graftarkýli og þurrka gröftinn af“ Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrum oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, segir "rasismadaðurdrottningarnar í Reykjavík“ ekki eiga erindi í Framsóknarflokkinn. 30. janúar 2015 18:05 Gústaf komið víða við: Telur samkynhneigð óeðlilega og íslam ekki eiga heima á Íslandi Gústaf Níelsson hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna og sinnt sérverkefnum fyrir nektardansstaðinn Bóhem. 21. janúar 2015 11:46 Gústaf um ólgu innan Framsóknar: „Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum“ Framsóknarmenn gagnrýna skipan Gunnars harkalega 21. janúar 2015 11:02 Ræddi skipan Gústafs við borgarfulltrúa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hitti fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina á fundi í morgun. 21. janúar 2015 12:40 Samtökin 78 gagnrýna skipan Gústafs: "Verið að senda okkur fingurinn“ "Í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78. 21. janúar 2015 11:44 Erfiðir átta mánuðir borgarfulltrúa: Tóku ákvörðunina varðandi Gústaf sjálfar Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir rangt að þær Sveinbjörg hafi verið "teknar á teppið“ af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins. 2. febrúar 2015 10:36 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Skipan Gústafs dregin til baka Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 21. janúar 2015 12:06
Segir forystuna verða að "sprengja þetta graftarkýli og þurrka gröftinn af“ Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrum oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, segir "rasismadaðurdrottningarnar í Reykjavík“ ekki eiga erindi í Framsóknarflokkinn. 30. janúar 2015 18:05
Gústaf komið víða við: Telur samkynhneigð óeðlilega og íslam ekki eiga heima á Íslandi Gústaf Níelsson hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna og sinnt sérverkefnum fyrir nektardansstaðinn Bóhem. 21. janúar 2015 11:46
Gústaf um ólgu innan Framsóknar: „Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum“ Framsóknarmenn gagnrýna skipan Gunnars harkalega 21. janúar 2015 11:02
Ræddi skipan Gústafs við borgarfulltrúa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hitti fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina á fundi í morgun. 21. janúar 2015 12:40
Samtökin 78 gagnrýna skipan Gústafs: "Verið að senda okkur fingurinn“ "Í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78. 21. janúar 2015 11:44
Erfiðir átta mánuðir borgarfulltrúa: Tóku ákvörðunina varðandi Gústaf sjálfar Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir rangt að þær Sveinbjörg hafi verið "teknar á teppið“ af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins. 2. febrúar 2015 10:36