Bragi ber ábyrgð á nafninu langastöng Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 19. janúar 2015 08:30 Pælingin á bak við nafnið er að stöngin sé framlenging á handleggnum. Vísir/Valli „Já ég er sekur, nafnið langastöng er frá mér komið,“ segir Bragi Valdimar Skúlason, Baggalútur og texta- og hugmyndasmiður hjá auglýsingastofunni Brandenburg. Hann er ábyrgur fyrir nafninu langastöng á einu vinsælasta fyrirbæri síðasta árs, selfie-stönginni. Orðið langastöng er þó ekki nýyrði, heldur er það gamalt orð yfir fingurinn löngutöng. „Það er nú einmitt pælingin á bak við þetta nafn, að þetta sé framlenging á handleggnum eða hendinni. Orðið er ekki bara sniðugt, ég er líka svona sniðugur,“ segir Bragi léttur. Langastöng er þó ekki eina orðið sem notað hefur verið yfir þetta fyrirbæri en orð eins og montprik, kjánaprik og sjálfustöng hafa öll verið notuð. „Það var víst mikil og fjörug umræða um þetta á Twitter um daginn hvort nota ætti montprik eða löngustöng,“ bætir Bragi við. „Svo er bara spurning hvort og hvaða orð nær að festast við þetta.“ Guðmundur A. Guðmundsson, markaðsstjóri hjá NOVA, líkir löngustangaræðinu við Sodastream- og fótanuddtækisæðin sem gripu landann fyrir þó nokkrum árum. „Það varð eiginlega allt tryllt. Við byrjuðum að selja þetta vel fyrir jólin. Þetta hefur verið Sodastream eða fótanuddtæki ársins. Það er eiginlega sama hvar á landinu verslunin var staðsett, þetta flaug út,“ segir Guðmundur. Stöngin var einstaklega vinsæl gjöf enda seldist hún margsinnis upp fyrir jólin. „Þetta var eiginlega alltaf uppselt, enda vinsælt í pakkann og sérstaklega sem möndlugjöf,“ segir hann.Langastöngnordicphotos/gettyGunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, almannatengill hjá Vodafone, hefur svipaða sögu að segja. „Við tókum stangirnar í sölu í nóvember, en þær flugu út eftir því sem nær dró jólum og voru aðeins örfá stykki eftir þegar hátíðirnar gengu í garð. Hafa þær eflaust verið dregnar fram í ófáum jólaboðunum, enda tilvaldar til að ná myndum af heilu stórfjölskyldunum í einu,“ segir Gunnhildur. Hún reiknar með að magnið sem hafi farið út fyrir jól hafi hlaupið á nokkrum hundruðum. Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
„Já ég er sekur, nafnið langastöng er frá mér komið,“ segir Bragi Valdimar Skúlason, Baggalútur og texta- og hugmyndasmiður hjá auglýsingastofunni Brandenburg. Hann er ábyrgur fyrir nafninu langastöng á einu vinsælasta fyrirbæri síðasta árs, selfie-stönginni. Orðið langastöng er þó ekki nýyrði, heldur er það gamalt orð yfir fingurinn löngutöng. „Það er nú einmitt pælingin á bak við þetta nafn, að þetta sé framlenging á handleggnum eða hendinni. Orðið er ekki bara sniðugt, ég er líka svona sniðugur,“ segir Bragi léttur. Langastöng er þó ekki eina orðið sem notað hefur verið yfir þetta fyrirbæri en orð eins og montprik, kjánaprik og sjálfustöng hafa öll verið notuð. „Það var víst mikil og fjörug umræða um þetta á Twitter um daginn hvort nota ætti montprik eða löngustöng,“ bætir Bragi við. „Svo er bara spurning hvort og hvaða orð nær að festast við þetta.“ Guðmundur A. Guðmundsson, markaðsstjóri hjá NOVA, líkir löngustangaræðinu við Sodastream- og fótanuddtækisæðin sem gripu landann fyrir þó nokkrum árum. „Það varð eiginlega allt tryllt. Við byrjuðum að selja þetta vel fyrir jólin. Þetta hefur verið Sodastream eða fótanuddtæki ársins. Það er eiginlega sama hvar á landinu verslunin var staðsett, þetta flaug út,“ segir Guðmundur. Stöngin var einstaklega vinsæl gjöf enda seldist hún margsinnis upp fyrir jólin. „Þetta var eiginlega alltaf uppselt, enda vinsælt í pakkann og sérstaklega sem möndlugjöf,“ segir hann.Langastöngnordicphotos/gettyGunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, almannatengill hjá Vodafone, hefur svipaða sögu að segja. „Við tókum stangirnar í sölu í nóvember, en þær flugu út eftir því sem nær dró jólum og voru aðeins örfá stykki eftir þegar hátíðirnar gengu í garð. Hafa þær eflaust verið dregnar fram í ófáum jólaboðunum, enda tilvaldar til að ná myndum af heilu stórfjölskyldunum í einu,“ segir Gunnhildur. Hún reiknar með að magnið sem hafi farið út fyrir jól hafi hlaupið á nokkrum hundruðum.
Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira