Bragi ber ábyrgð á nafninu langastöng Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 19. janúar 2015 08:30 Pælingin á bak við nafnið er að stöngin sé framlenging á handleggnum. Vísir/Valli „Já ég er sekur, nafnið langastöng er frá mér komið,“ segir Bragi Valdimar Skúlason, Baggalútur og texta- og hugmyndasmiður hjá auglýsingastofunni Brandenburg. Hann er ábyrgur fyrir nafninu langastöng á einu vinsælasta fyrirbæri síðasta árs, selfie-stönginni. Orðið langastöng er þó ekki nýyrði, heldur er það gamalt orð yfir fingurinn löngutöng. „Það er nú einmitt pælingin á bak við þetta nafn, að þetta sé framlenging á handleggnum eða hendinni. Orðið er ekki bara sniðugt, ég er líka svona sniðugur,“ segir Bragi léttur. Langastöng er þó ekki eina orðið sem notað hefur verið yfir þetta fyrirbæri en orð eins og montprik, kjánaprik og sjálfustöng hafa öll verið notuð. „Það var víst mikil og fjörug umræða um þetta á Twitter um daginn hvort nota ætti montprik eða löngustöng,“ bætir Bragi við. „Svo er bara spurning hvort og hvaða orð nær að festast við þetta.“ Guðmundur A. Guðmundsson, markaðsstjóri hjá NOVA, líkir löngustangaræðinu við Sodastream- og fótanuddtækisæðin sem gripu landann fyrir þó nokkrum árum. „Það varð eiginlega allt tryllt. Við byrjuðum að selja þetta vel fyrir jólin. Þetta hefur verið Sodastream eða fótanuddtæki ársins. Það er eiginlega sama hvar á landinu verslunin var staðsett, þetta flaug út,“ segir Guðmundur. Stöngin var einstaklega vinsæl gjöf enda seldist hún margsinnis upp fyrir jólin. „Þetta var eiginlega alltaf uppselt, enda vinsælt í pakkann og sérstaklega sem möndlugjöf,“ segir hann.Langastöngnordicphotos/gettyGunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, almannatengill hjá Vodafone, hefur svipaða sögu að segja. „Við tókum stangirnar í sölu í nóvember, en þær flugu út eftir því sem nær dró jólum og voru aðeins örfá stykki eftir þegar hátíðirnar gengu í garð. Hafa þær eflaust verið dregnar fram í ófáum jólaboðunum, enda tilvaldar til að ná myndum af heilu stórfjölskyldunum í einu,“ segir Gunnhildur. Hún reiknar með að magnið sem hafi farið út fyrir jól hafi hlaupið á nokkrum hundruðum. Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira
„Já ég er sekur, nafnið langastöng er frá mér komið,“ segir Bragi Valdimar Skúlason, Baggalútur og texta- og hugmyndasmiður hjá auglýsingastofunni Brandenburg. Hann er ábyrgur fyrir nafninu langastöng á einu vinsælasta fyrirbæri síðasta árs, selfie-stönginni. Orðið langastöng er þó ekki nýyrði, heldur er það gamalt orð yfir fingurinn löngutöng. „Það er nú einmitt pælingin á bak við þetta nafn, að þetta sé framlenging á handleggnum eða hendinni. Orðið er ekki bara sniðugt, ég er líka svona sniðugur,“ segir Bragi léttur. Langastöng er þó ekki eina orðið sem notað hefur verið yfir þetta fyrirbæri en orð eins og montprik, kjánaprik og sjálfustöng hafa öll verið notuð. „Það var víst mikil og fjörug umræða um þetta á Twitter um daginn hvort nota ætti montprik eða löngustöng,“ bætir Bragi við. „Svo er bara spurning hvort og hvaða orð nær að festast við þetta.“ Guðmundur A. Guðmundsson, markaðsstjóri hjá NOVA, líkir löngustangaræðinu við Sodastream- og fótanuddtækisæðin sem gripu landann fyrir þó nokkrum árum. „Það varð eiginlega allt tryllt. Við byrjuðum að selja þetta vel fyrir jólin. Þetta hefur verið Sodastream eða fótanuddtæki ársins. Það er eiginlega sama hvar á landinu verslunin var staðsett, þetta flaug út,“ segir Guðmundur. Stöngin var einstaklega vinsæl gjöf enda seldist hún margsinnis upp fyrir jólin. „Þetta var eiginlega alltaf uppselt, enda vinsælt í pakkann og sérstaklega sem möndlugjöf,“ segir hann.Langastöngnordicphotos/gettyGunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, almannatengill hjá Vodafone, hefur svipaða sögu að segja. „Við tókum stangirnar í sölu í nóvember, en þær flugu út eftir því sem nær dró jólum og voru aðeins örfá stykki eftir þegar hátíðirnar gengu í garð. Hafa þær eflaust verið dregnar fram í ófáum jólaboðunum, enda tilvaldar til að ná myndum af heilu stórfjölskyldunum í einu,“ segir Gunnhildur. Hún reiknar með að magnið sem hafi farið út fyrir jól hafi hlaupið á nokkrum hundruðum.
Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira