Kolgrafafjörður laus við síld SVavar Hávarðsson skrifar 19. janúar 2015 07:00 Dauð síldin lagðist yfir fjörur og á botn fjarðarins. Mikil mengun hlaust af. fréttablaðið/vilhelm Mælingar og vöktun Hafrannsóknastofnunar sýna að lítið sem ekkert af síld gekk þetta árið inn í Kolgrafafjörð til vetursetu – og hætta á síldardauða því ekki fyrir hendi. Tengiliðahópur ráðuneyta, stofnana og heimamanna vegna síldardauðans og frekari hættu á slíkum atburðum hefur lokið störfum.Þorsteinn SigurðssonÞorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að lítið sem ekkert af síld hafi verið inni á Kolgrafafirði í vetur, spurður um aðstæður í firðinum í ljósi síldardauðans mikla sem þar varð veturinn 2012/2013 í tveimur aðskildum tilvikum. Þorsteinn segir að mælingar stofnunarinnar í desember síðastliðnum hafi þá sýnt að um 10.000 tonn voru í firðinum, og súrefnismettun hafi þá verið eins og best verður á kosið, en Hafrannsóknastofnun setti upp sírita fyrir súrefnismettun í nóvember. Síldin hefur hins vegar haldið sig í Kolluál, sem er vestur af Snæfellsnesi, og hættan á síldardauða úr sögunni á meðan svo helst, að sögn Þorsteins. Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, starfaði innan sérstaks tengiliðahóps um Kolgrafafjörð sem var stofnaður eftir síldardauðann. Hópurinn hefur verið lagður niður, að sögn Huga, enda vettvangur fyrir hugmyndir og skoðanaskipti þegar þessi vá var yfirvofandi.Hugi ÓlafssonHugi segir að þrátt fyrir gott útlit hafi vöktun ekki verið afturkölluð, og svo verði áfram til öryggis. Hann nefnir að líkur séu til að elsti árgangur sumargotssíldarinnar hafi vanið komur sínar inn í fjörðinn – og hann sé nú horfinn úr stofninum að stórum hluta til. Spurður um kostnað vegna aðgerða stjórnvalda vegna atburðanna í Kolgrafafirði segir Hugi það ekki hafa verið tekið saman nákvæmlega svo hann viti. Þó er ljóst að hann hleypur á nokkrum tugum milljóna, en ríkisstjórnin samþykkti fjárheimild upp að 35 milljónum í eitt skipti á ári eftir síldardauðann. Hugi tekur undir þá skoðun að þeir fjármunir sem hafa verið settir í verkefnið nýtist áfram, enda mikil vitneskja fallið til um lífríkið sem nýtist í framhaldinu á ýmsan hátt. „Það skapaðist á sínum tíma hálfgert panikástand, enda hafði þetta aldrei gerst áður í sögunni. Það var líka full ástæða til að hafa áhyggjur, enda var rætt um aðgerðir sem hefðu kostað hundruð milljóna eða milljarða,“ segir Hugi. 52.000 tonn drápust veturinn 2012/2013Niðurstöður mælinga Hafrannsóknastofnunar sýndu að um 22.000 tonn af síld drápust í Kolgrafafirði í febrúar 2013, til viðbótar þeim 30.000 tonnum sem drápust í firðinum í desember 2012.Í desember síðastliðnum voru 10.000 tonn af síld í firðinum. Til samanburðar voru á milli 200.000 til 300.000 tonn af síld innan brúar í Kolgrafafirði þegar síldardauðinn varð.Hafrannsóknastofnun benti snemma á þann möguleika að breytinga mætti vænta þegar elstu árgangar síldarinnar þynntust út – enda síldin dyntótt hvað val á vetursetustöðvum sínum varðar eins og margoft hefur sýnt sig. Þetta mat var ein meginstoðin í ráðgjöf stofnunarinnar.Lífríkið í firðinum er stóra spurningarmerkið næstu árin. Rannsókn sýndi að dýrategundum í firðinum fækkaði úr 110 í 26 vegna mengunar frá rotnandi síld. Mest lesið Heimurinn undrist villimennsku Íslendinga Innlent Musk hraunar yfir „stórt og fallegt“ frumvarp Trumps Erlent Ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán Innlent Ákærðar tveimur árum eftir tunnumótmælin Innlent Segir viðbrögð borgarfulltrúa á mótmælum kjánaleg Innlent Forsætisráðherra skynjar óöryggi meðal fólks Innlent Bílastæðin höluðu inn 78 milljónum en kostuðu litlu minna Innlent Landskjörstjórn segir nauðsynlegt að breyta stjórnarskrá Innlent Reyndi að bragðbæta baneitruðu máltíðina Erlent Kindur aðstoðuðu björgunarfólk að finna afkvæmi sín Innlent Fleiri fréttir „Ég vil fá að ráða hvar ég slátra og hverja ég er í viðskiptum við“ Krefur Ríkisútvarpið um leiðréttingu Ekki ólíklegt að þingið fari nokkra daga fram yfir „Hef mikinn skilning á því að Víðir hafi gert þetta“ Horft til tillagna um að minni fyrirtæki verði undanskyld jafnlaunavottun Heimurinn undrist villimennsku Íslendinga Landskjörstjórn vill breyta stjórnarskránni og Víðir gefur lítið fyrir gagnrýni Ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán „Það er rétt skilið“ Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi á dag að meðaltali Ákærðar tveimur árum eftir tunnumótmælin Vill rannsaka störf sérstaks saksóknara eftir hrun Landskjörstjórn segir nauðsynlegt að breyta stjórnarskrá Elsta svæði Vopnafjarðar staðfest sem verndarsvæði Viðvaranir enn í gildi fyrir norðan Áhyggjuefni ef raddir kvenna hætti að heyrast í þróunaraðstoð Segir viðbrögð borgarfulltrúa á mótmælum kjánaleg Alda María nýr formaður Heimdallar Um 160 fatlaðir starfsmenn hjá Ás styrktarfélagi í Kópavogi Bílastæðin höluðu inn 78 milljónum en kostuðu litlu minna Forsætisráðherra skynjar óöryggi meðal fólks Kindur aðstoðuðu björgunarfólk að finna afkvæmi sín Forstjóri Útlendingastofnunar vildi skýr svör frá Víði um umsókn Oscars Segja ásakanir á hendur séra Friðriki tómt rugl Lömb á kafi, útlendingaumræðan og Brynjar Karl í beinni Þungir dómar fyrir að smygla fleiri lítrum af kókaíni „Ættum frekar að láta borgina skrifa undir mannréttindasáttmála“ „Þarna er gripið fram fyrir hendurnar á Alþingi“ Gæsluvarðhald framlengt aftur Alveg gáttuð á framgöngu Víðis sem hafi brotið trúnað Sjá meira
Mælingar og vöktun Hafrannsóknastofnunar sýna að lítið sem ekkert af síld gekk þetta árið inn í Kolgrafafjörð til vetursetu – og hætta á síldardauða því ekki fyrir hendi. Tengiliðahópur ráðuneyta, stofnana og heimamanna vegna síldardauðans og frekari hættu á slíkum atburðum hefur lokið störfum.Þorsteinn SigurðssonÞorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að lítið sem ekkert af síld hafi verið inni á Kolgrafafirði í vetur, spurður um aðstæður í firðinum í ljósi síldardauðans mikla sem þar varð veturinn 2012/2013 í tveimur aðskildum tilvikum. Þorsteinn segir að mælingar stofnunarinnar í desember síðastliðnum hafi þá sýnt að um 10.000 tonn voru í firðinum, og súrefnismettun hafi þá verið eins og best verður á kosið, en Hafrannsóknastofnun setti upp sírita fyrir súrefnismettun í nóvember. Síldin hefur hins vegar haldið sig í Kolluál, sem er vestur af Snæfellsnesi, og hættan á síldardauða úr sögunni á meðan svo helst, að sögn Þorsteins. Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, starfaði innan sérstaks tengiliðahóps um Kolgrafafjörð sem var stofnaður eftir síldardauðann. Hópurinn hefur verið lagður niður, að sögn Huga, enda vettvangur fyrir hugmyndir og skoðanaskipti þegar þessi vá var yfirvofandi.Hugi ÓlafssonHugi segir að þrátt fyrir gott útlit hafi vöktun ekki verið afturkölluð, og svo verði áfram til öryggis. Hann nefnir að líkur séu til að elsti árgangur sumargotssíldarinnar hafi vanið komur sínar inn í fjörðinn – og hann sé nú horfinn úr stofninum að stórum hluta til. Spurður um kostnað vegna aðgerða stjórnvalda vegna atburðanna í Kolgrafafirði segir Hugi það ekki hafa verið tekið saman nákvæmlega svo hann viti. Þó er ljóst að hann hleypur á nokkrum tugum milljóna, en ríkisstjórnin samþykkti fjárheimild upp að 35 milljónum í eitt skipti á ári eftir síldardauðann. Hugi tekur undir þá skoðun að þeir fjármunir sem hafa verið settir í verkefnið nýtist áfram, enda mikil vitneskja fallið til um lífríkið sem nýtist í framhaldinu á ýmsan hátt. „Það skapaðist á sínum tíma hálfgert panikástand, enda hafði þetta aldrei gerst áður í sögunni. Það var líka full ástæða til að hafa áhyggjur, enda var rætt um aðgerðir sem hefðu kostað hundruð milljóna eða milljarða,“ segir Hugi. 52.000 tonn drápust veturinn 2012/2013Niðurstöður mælinga Hafrannsóknastofnunar sýndu að um 22.000 tonn af síld drápust í Kolgrafafirði í febrúar 2013, til viðbótar þeim 30.000 tonnum sem drápust í firðinum í desember 2012.Í desember síðastliðnum voru 10.000 tonn af síld í firðinum. Til samanburðar voru á milli 200.000 til 300.000 tonn af síld innan brúar í Kolgrafafirði þegar síldardauðinn varð.Hafrannsóknastofnun benti snemma á þann möguleika að breytinga mætti vænta þegar elstu árgangar síldarinnar þynntust út – enda síldin dyntótt hvað val á vetursetustöðvum sínum varðar eins og margoft hefur sýnt sig. Þetta mat var ein meginstoðin í ráðgjöf stofnunarinnar.Lífríkið í firðinum er stóra spurningarmerkið næstu árin. Rannsókn sýndi að dýrategundum í firðinum fækkaði úr 110 í 26 vegna mengunar frá rotnandi síld.
Mest lesið Heimurinn undrist villimennsku Íslendinga Innlent Musk hraunar yfir „stórt og fallegt“ frumvarp Trumps Erlent Ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán Innlent Ákærðar tveimur árum eftir tunnumótmælin Innlent Segir viðbrögð borgarfulltrúa á mótmælum kjánaleg Innlent Forsætisráðherra skynjar óöryggi meðal fólks Innlent Bílastæðin höluðu inn 78 milljónum en kostuðu litlu minna Innlent Landskjörstjórn segir nauðsynlegt að breyta stjórnarskrá Innlent Reyndi að bragðbæta baneitruðu máltíðina Erlent Kindur aðstoðuðu björgunarfólk að finna afkvæmi sín Innlent Fleiri fréttir „Ég vil fá að ráða hvar ég slátra og hverja ég er í viðskiptum við“ Krefur Ríkisútvarpið um leiðréttingu Ekki ólíklegt að þingið fari nokkra daga fram yfir „Hef mikinn skilning á því að Víðir hafi gert þetta“ Horft til tillagna um að minni fyrirtæki verði undanskyld jafnlaunavottun Heimurinn undrist villimennsku Íslendinga Landskjörstjórn vill breyta stjórnarskránni og Víðir gefur lítið fyrir gagnrýni Ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán „Það er rétt skilið“ Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi á dag að meðaltali Ákærðar tveimur árum eftir tunnumótmælin Vill rannsaka störf sérstaks saksóknara eftir hrun Landskjörstjórn segir nauðsynlegt að breyta stjórnarskrá Elsta svæði Vopnafjarðar staðfest sem verndarsvæði Viðvaranir enn í gildi fyrir norðan Áhyggjuefni ef raddir kvenna hætti að heyrast í þróunaraðstoð Segir viðbrögð borgarfulltrúa á mótmælum kjánaleg Alda María nýr formaður Heimdallar Um 160 fatlaðir starfsmenn hjá Ás styrktarfélagi í Kópavogi Bílastæðin höluðu inn 78 milljónum en kostuðu litlu minna Forsætisráðherra skynjar óöryggi meðal fólks Kindur aðstoðuðu björgunarfólk að finna afkvæmi sín Forstjóri Útlendingastofnunar vildi skýr svör frá Víði um umsókn Oscars Segja ásakanir á hendur séra Friðriki tómt rugl Lömb á kafi, útlendingaumræðan og Brynjar Karl í beinni Þungir dómar fyrir að smygla fleiri lítrum af kókaíni „Ættum frekar að láta borgina skrifa undir mannréttindasáttmála“ „Þarna er gripið fram fyrir hendurnar á Alþingi“ Gæsluvarðhald framlengt aftur Alveg gáttuð á framgöngu Víðis sem hafi brotið trúnað Sjá meira