Björgvin á leið í áfengismeðferð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. janúar 2015 13:28 „Ég hætti að drekka fyrir 10 árum og það gekk vel í nokkur ár en í róti síðustu ára fór ég að misnota það aftur í vaxandi mæli.“ Vísir/Vilhelm Björgvin G. Sigurðsson, fyrrum sveitarstjóri Ásahrepps, mun fara í áfengismeðferð næstkomandi miðvikudag. Hann mun því ekki taka við ritstjórastarfi Herðubreiðar eins og tilkynnt var um fyrir helgi. Frá þessu er greint á vef Herðubreiðar og segir hann í samtali við miðilinn að hann þurfi að líta í eigin barm. Eftirfarandi er haft eftir Björgvini á Herðubreið:„Hluta þess sem nú er orðið að fréttaefni má vitaskuld rekja til dómgreindarbrests sem stafar án efa af viðvarandi og óhóflegri áfengisneyslu um nokkurra missera skeið. Ég hafði ákveðið að leita aðstoðar á göngudeild þar sem ég hafði óskað eftir meðferð og hugðist sinna vinnu meðfram því, en eftir áföll síðustu daga er mér ljóst að ég þarf meiri hjálpar við. Ég hef því ákveðið að leita mér lækninga á Vogi frá og með næsta miðvikudegi og fara í fulla meðferð við áfengissýkinni. Ég hætti að drekka fyrir 10 árum og það gekk vel í nokkur ár en í róti síðustu ára fór ég að misnota það aftur í vaxandi mæli.“Björgvini var sagt upp störfum sem sveitarstjóri Ásahrepps í liðinni viku og skrifaði hann undir starfslokasamning við sveitarstjórnina á föstudaginn. Frá því var svo greint í Fréttablaðinu í morgun að Björgvin hefði verið rekinn vegna þess að hann dró sér fé í opinberu starfi. Björgvin hefur hafnað ásökunum um fjárdrátt. Hann viðurkennir þó að hafa átt að óska eftir heimild til að greiða sér laun fyrirfram og taka út vörur og þjónustu til einkanota á debetkort sveitarfélagsins. „Þetta var allt kyrfilega merkt í bókhaldi hreppsins að um fyrirfram greidd laun væri að ræða, allar nótur um smærri útgjöld lágu fyrir og var skilað inn til bókhaldara. Það er því svo fjarri lagi að það hafi með nokkrum hætti staðið til að misfara með fé eða leyna því. Ég hefði hins vegar átt að óska heimilda vegna útgjaldanna og fyrirframgreiðslu. Það voru mín mistök í málinu og ég hef beðist afsökunar á því,“ sagði Björgvin í samtali við Vísi fyrr í dag. Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00 Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36 Ólína segir illa innrætta óvini sækja að Björgvin Ólína Þorvarðardóttir rís upp til varnar Björgvin G. Sigurðssyni og segir að um umdeilda ráðstöfun fjármuna sé að ræða, ekki fjárdrátt. 19. janúar 2015 13:14 Björgvin í fjárhagserfiðleikum: „Hefði átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn“ Björgvin G. Sigurðsson segir að ásakanir um fjárdrátt hafi komið honum í opna skjöldu. 19. janúar 2015 12:45 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrum sveitarstjóri Ásahrepps, mun fara í áfengismeðferð næstkomandi miðvikudag. Hann mun því ekki taka við ritstjórastarfi Herðubreiðar eins og tilkynnt var um fyrir helgi. Frá þessu er greint á vef Herðubreiðar og segir hann í samtali við miðilinn að hann þurfi að líta í eigin barm. Eftirfarandi er haft eftir Björgvini á Herðubreið:„Hluta þess sem nú er orðið að fréttaefni má vitaskuld rekja til dómgreindarbrests sem stafar án efa af viðvarandi og óhóflegri áfengisneyslu um nokkurra missera skeið. Ég hafði ákveðið að leita aðstoðar á göngudeild þar sem ég hafði óskað eftir meðferð og hugðist sinna vinnu meðfram því, en eftir áföll síðustu daga er mér ljóst að ég þarf meiri hjálpar við. Ég hef því ákveðið að leita mér lækninga á Vogi frá og með næsta miðvikudegi og fara í fulla meðferð við áfengissýkinni. Ég hætti að drekka fyrir 10 árum og það gekk vel í nokkur ár en í róti síðustu ára fór ég að misnota það aftur í vaxandi mæli.“Björgvini var sagt upp störfum sem sveitarstjóri Ásahrepps í liðinni viku og skrifaði hann undir starfslokasamning við sveitarstjórnina á föstudaginn. Frá því var svo greint í Fréttablaðinu í morgun að Björgvin hefði verið rekinn vegna þess að hann dró sér fé í opinberu starfi. Björgvin hefur hafnað ásökunum um fjárdrátt. Hann viðurkennir þó að hafa átt að óska eftir heimild til að greiða sér laun fyrirfram og taka út vörur og þjónustu til einkanota á debetkort sveitarfélagsins. „Þetta var allt kyrfilega merkt í bókhaldi hreppsins að um fyrirfram greidd laun væri að ræða, allar nótur um smærri útgjöld lágu fyrir og var skilað inn til bókhaldara. Það er því svo fjarri lagi að það hafi með nokkrum hætti staðið til að misfara með fé eða leyna því. Ég hefði hins vegar átt að óska heimilda vegna útgjaldanna og fyrirframgreiðslu. Það voru mín mistök í málinu og ég hef beðist afsökunar á því,“ sagði Björgvin í samtali við Vísi fyrr í dag.
Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00 Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36 Ólína segir illa innrætta óvini sækja að Björgvin Ólína Þorvarðardóttir rís upp til varnar Björgvin G. Sigurðssyni og segir að um umdeilda ráðstöfun fjármuna sé að ræða, ekki fjárdrátt. 19. janúar 2015 13:14 Björgvin í fjárhagserfiðleikum: „Hefði átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn“ Björgvin G. Sigurðsson segir að ásakanir um fjárdrátt hafi komið honum í opna skjöldu. 19. janúar 2015 12:45 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00
Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48
„Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36
Ólína segir illa innrætta óvini sækja að Björgvin Ólína Þorvarðardóttir rís upp til varnar Björgvin G. Sigurðssyni og segir að um umdeilda ráðstöfun fjármuna sé að ræða, ekki fjárdrátt. 19. janúar 2015 13:14
Björgvin í fjárhagserfiðleikum: „Hefði átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn“ Björgvin G. Sigurðsson segir að ásakanir um fjárdrátt hafi komið honum í opna skjöldu. 19. janúar 2015 12:45