Miðasala á Eurovision hefst á fimmtudag Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. nóvember 2015 20:12 Hinn sænski Måns Zelmerlöw stóð upp sem sigurvegari í Eurovision í vor. vísir/ebu Stillið klukkurnar, leggið kortanúmerið á minnið og komið puttunum fyrir á F5-hnappnum. Hið sænska Aftonbladet greinir frá því að fyrstu miðarnir á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári fari í sölu á fimmtudaginn næstkomandi. Þrátt fyrir að nákvæmari upplýsingar liggi ekki fyrir fyrr en á morgun segja heimildir sænska miðilsins að miðasalan hefjist klukkan 9 á fimmtudagsmorgunn að íslenskum tíma. Þá munu miðar á undankvöldin, sem og úrslitakvöldið, fara í sölu. Globe-höllin í Stokkhólmi tekur um 14 til 16 þúsund manns í sæti þannig að þeir allra fyrstu ættu að vera nokkuð öruggir með að tryggja sér sæti. Rétt er þó að minna á að röð keppenda liggur ekki fyrir að svo stöddu þannig að við Íslendingar vitum ekki hvenær fulltrúi okkar stígur á stokk. Miðaverðið hefur ekki verið staðfest en Aftonbladet segir að ódýrustu miðarnar gætu jafnvel farið á um 100 sænskar krónur, jafnvirði 1500 íslenskra króna. Sænska ríkissjónvarpið, sem heldur utan um keppnina á næsta ári, hefur lýst því yfir að það muni reyna hvað það getur til að sporna við svartamarkaðsbraski með miðana. Keppnin fer fram í Stokkhólmi 10., 12. og 14. maí næstkomandi. Keppnin var síðast haldin þar í landi árið 2013 eftir sigur Loreen árið áður. Eurovision Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Sjá meira
Stillið klukkurnar, leggið kortanúmerið á minnið og komið puttunum fyrir á F5-hnappnum. Hið sænska Aftonbladet greinir frá því að fyrstu miðarnir á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári fari í sölu á fimmtudaginn næstkomandi. Þrátt fyrir að nákvæmari upplýsingar liggi ekki fyrir fyrr en á morgun segja heimildir sænska miðilsins að miðasalan hefjist klukkan 9 á fimmtudagsmorgunn að íslenskum tíma. Þá munu miðar á undankvöldin, sem og úrslitakvöldið, fara í sölu. Globe-höllin í Stokkhólmi tekur um 14 til 16 þúsund manns í sæti þannig að þeir allra fyrstu ættu að vera nokkuð öruggir með að tryggja sér sæti. Rétt er þó að minna á að röð keppenda liggur ekki fyrir að svo stöddu þannig að við Íslendingar vitum ekki hvenær fulltrúi okkar stígur á stokk. Miðaverðið hefur ekki verið staðfest en Aftonbladet segir að ódýrustu miðarnar gætu jafnvel farið á um 100 sænskar krónur, jafnvirði 1500 íslenskra króna. Sænska ríkissjónvarpið, sem heldur utan um keppnina á næsta ári, hefur lýst því yfir að það muni reyna hvað það getur til að sporna við svartamarkaðsbraski með miðana. Keppnin fer fram í Stokkhólmi 10., 12. og 14. maí næstkomandi. Keppnin var síðast haldin þar í landi árið 2013 eftir sigur Loreen árið áður.
Eurovision Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Sjá meira