Yfir 100 hundrað erlend mörk í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2015 06:30 Patrick Pedersen með gullskó Adidas. mynd/adidas Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson kom um helgina í veg fyrir að erlendir leikmenn tækju alla markaskóna í fyrsta sinn í efstu deild karla á Íslandi en það breytti ekki því að sumarið 2015 er metár í mörkum erlendra leikmanna í úrvalsdeildinni. Alls skoruðu erlendir leikmenn liðanna 103 mörk í leikjunum 132 og er þetta í fyrsta sinn sem þeir rjúfa hundrað marka múrinn á einu tímabili í úrvalsdeild karla. Gamla markametið var frá sumrinu 2008, síðasta tímabilinu fyrir hrun, en erlendir leikmenn skoruðu samanlagt 91 mark það sumar.Fleiri erlend mörk á hverju ári Erlendir leikmenn hafa verið meira áberandi með hverju tímabilinu undanfarin ár og var þetta fjórða sumarið í röð þar sem mörkum erlendra leikmanna fjölgar í deildinni. Sumarið 2011 skoruðu íslenskir leikmenn Pepsi-deildarinnar 88 prósent markanna en sú tala var komin niður í 73 prósent í sumar. Hér munar vissulega mikið um það að marksæknustu leikmenn deildarinnar eru að koma að utan. Annað árið í röð voru erlendir leikmenn tveir markahæstu leikmenn Pepsi-deildarinnar. Í fyrra voru það Englendingurinn Gary Martin og Trínidad-búinn Jonathan Glenn og í ár varð Glenn aftur að sætta sig við silfurskóinn en Daninn Patrick Pedersen tók gullskóinn.Fyrsti Daninn með gullskó Pedersen er fyrsti Daninn sem fær gullskóinn hér á landi en ekki sá fyrsti sem verður markakóngur. Þróttarinn Sören Hermansen var einn af þremur markakóngum deildarinnar sumarið 2003 en missti þá gullskóinn til liðsfélaga síns Björgólfs Takefusa á fleiri leikjum spiluðum. Danskir leikmenn Pepsi-deildarinnar skoruðu samanlagt 36 mörk í sumar og bættu tuttugu ára met Júgóslava um átta mörk. Pedersen og Jeppe Hansen (8 mörk) voru markahæstir þeirra en Kennie Knak Chopart (6 mörk í 11 leikjum) átti frábæra innkomu í lið Fjölnis, Rolf Toft skoraði fjögur mörk fyrir Víkinga alveg eins og Sören Frederiksen gerði fyrir KR. Jacob Schoop var sjötti Daninn sem skoraði í Pepsi-deildinni í sumar en markið hans kom strax í fyrsta leik.Metið hafði staðið frá 1995 Júgóslavarnir sumarið 1995 voru sex saman með 28 mörk fyrir sín lið. Mihajlo Bibercic skoraði þrettán mörk og var markahæstur erlendu leikmannanna en næstur honum var Keflvíkingurinn Marko Tanasic með fimm mörk. Mihajlo Bibercic hafði ári fyrr orðið fyrsti erlendi leikmaðurinn til að verða markakóngur þegar hann skoraði fjórtán mörk fyrir Skagamenn. Þetta sumar 1995 var líka í fyrsta sinn sem erlendu mörkin náðu 50 en það met stóð til ársins 2008 þrátt fyrir að litlu hafi munað bæði 2003 (48) og 2005 (49). Nú er að sjá hvort þessi þróun haldi áfram næsta sumar og hvort enn meiri ábyrgð í markaskorun færist þá yfir á herðar erlendra leikmanna sem munu lífga upp á Pepsi-deildina 2016.fréttablaðið Pepsi Max-deild karla Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira
Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson kom um helgina í veg fyrir að erlendir leikmenn tækju alla markaskóna í fyrsta sinn í efstu deild karla á Íslandi en það breytti ekki því að sumarið 2015 er metár í mörkum erlendra leikmanna í úrvalsdeildinni. Alls skoruðu erlendir leikmenn liðanna 103 mörk í leikjunum 132 og er þetta í fyrsta sinn sem þeir rjúfa hundrað marka múrinn á einu tímabili í úrvalsdeild karla. Gamla markametið var frá sumrinu 2008, síðasta tímabilinu fyrir hrun, en erlendir leikmenn skoruðu samanlagt 91 mark það sumar.Fleiri erlend mörk á hverju ári Erlendir leikmenn hafa verið meira áberandi með hverju tímabilinu undanfarin ár og var þetta fjórða sumarið í röð þar sem mörkum erlendra leikmanna fjölgar í deildinni. Sumarið 2011 skoruðu íslenskir leikmenn Pepsi-deildarinnar 88 prósent markanna en sú tala var komin niður í 73 prósent í sumar. Hér munar vissulega mikið um það að marksæknustu leikmenn deildarinnar eru að koma að utan. Annað árið í röð voru erlendir leikmenn tveir markahæstu leikmenn Pepsi-deildarinnar. Í fyrra voru það Englendingurinn Gary Martin og Trínidad-búinn Jonathan Glenn og í ár varð Glenn aftur að sætta sig við silfurskóinn en Daninn Patrick Pedersen tók gullskóinn.Fyrsti Daninn með gullskó Pedersen er fyrsti Daninn sem fær gullskóinn hér á landi en ekki sá fyrsti sem verður markakóngur. Þróttarinn Sören Hermansen var einn af þremur markakóngum deildarinnar sumarið 2003 en missti þá gullskóinn til liðsfélaga síns Björgólfs Takefusa á fleiri leikjum spiluðum. Danskir leikmenn Pepsi-deildarinnar skoruðu samanlagt 36 mörk í sumar og bættu tuttugu ára met Júgóslava um átta mörk. Pedersen og Jeppe Hansen (8 mörk) voru markahæstir þeirra en Kennie Knak Chopart (6 mörk í 11 leikjum) átti frábæra innkomu í lið Fjölnis, Rolf Toft skoraði fjögur mörk fyrir Víkinga alveg eins og Sören Frederiksen gerði fyrir KR. Jacob Schoop var sjötti Daninn sem skoraði í Pepsi-deildinni í sumar en markið hans kom strax í fyrsta leik.Metið hafði staðið frá 1995 Júgóslavarnir sumarið 1995 voru sex saman með 28 mörk fyrir sín lið. Mihajlo Bibercic skoraði þrettán mörk og var markahæstur erlendu leikmannanna en næstur honum var Keflvíkingurinn Marko Tanasic með fimm mörk. Mihajlo Bibercic hafði ári fyrr orðið fyrsti erlendi leikmaðurinn til að verða markakóngur þegar hann skoraði fjórtán mörk fyrir Skagamenn. Þetta sumar 1995 var líka í fyrsta sinn sem erlendu mörkin náðu 50 en það met stóð til ársins 2008 þrátt fyrir að litlu hafi munað bæði 2003 (48) og 2005 (49). Nú er að sjá hvort þessi þróun haldi áfram næsta sumar og hvort enn meiri ábyrgð í markaskorun færist þá yfir á herðar erlendra leikmanna sem munu lífga upp á Pepsi-deildina 2016.fréttablaðið
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn