Ríkislögreglustjóri telur aukinn straum flóttamanna til Íslands ekki ógna almannaöryggi Bjarki Ármannsson skrifar 6. október 2015 21:28 Flóttafólk bíður skráningar í búðum í Makedóníu, rétt við landamæri Grikklands. Vísir/AFP Kerfislægar breytingar þarf til á starfsemi lögreglunnar á Suðurnesjum eigi embættið að geta brugðist við fjölgun hælisleitenda og flugfarþega á komandi mánuðum. Ekki verður séð að móttaka aukin straums flóttamanna feli í sér áhættu hvað almannaöryggi og öryggi íslenska ríkisins varðar. Þetta eru meðal helstu niðurstaðna skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um þróun á landamærum Íslands vegna aukin straums flóttamanna hingað til lands á næstu mánuðum. Skýrslan var unnin að beiðni embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum. Í skýrslunni er gert ráð fyrir því að hælisleitendum fjölgi á Íslandi næsta árið og að búast megi við auknu álagi á landamæravörslu á Keflavíkurflugvelli vegna þess. Álagið muni gera lögreglu erfiðara fyrir að halda uppi hefðbundnu eftirliti og þjónustu. „Hvað hælisleitendur varðar er vandinn gagnvart lögreglu og samfélaginu, að mati lögreglunnar á Suðurnesjum, fólginn í því að straumnum fylgi brotastarfsemi eins og málin sanni,“ segir meðal annars í skýrslunni. „Ekki sé einvörðungu um mögulega brotamenn að ræða heldur einnig möguleg fórnarlömb, semsagt mansals ... Að mati lögreglunnar á Suðurnesjum er lögreglan í landinu ekki í stakk búin til að sinna þessum málaflokki eins og þyrfti.“Ólíklegt að hryðjuverkamenn leynist í hópi hælisleitenda Varðandi öryggismál tengd fjölgun hælisleitenda hér á landi segir í skýrslunni að þó aldrei verði útilokað að glæpamenn leynist í hópi flóttamanna sé almennt engin ógn talin stafa af flóttafólki. Bent er á að hryðjuverkamenn eigi þegar greiða leið inn í Evrópu sem ferðamenn á fölsuðum vegabréfum og því sé ólíklegt að þeir kjósi að leggja á sig erfitt og hættulegt ferðalag dulbúnir sem flóttamenn. „Fimm til sex þúsund Evrópumenn eru eða hafa verið í Sýrlandi og sífellt bætist í hópinn,“ er í skýrslunni haft eftir Claude Moniquet, forstöðumanni Upplýsinga- og öryggismiðstöðvar Evrópu. (e. European Strategic Intelligence and Security Center)„Vandséð er því hver ávinningur Íslamska ríkisins væri að flytja út Sýrlendinga eða Íraka, fólk sem talar arabísku, þekkir aðstæður í Írak og Sýrlandi og samtökin þarfnast í stríðsrekstri sínum í þessum löndum.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Fimmtíu hælisleitendum komið fyrir á Bæjarhrauni í Hafnarfirði Um miðjan ágúst var tekið í notkun á Bæjarhrauni í Hafnarfirði nýtt búsetuúrræði fyrir hælisleitendur hér á landi. Þar búa nú um 50 einstaklingar. Er þetta þriðja búsetuúrræðið sem Útlendingastofnun hefur úr að spila í dag. 28. september 2015 09:00 Hælisleitendum boðið í réttir og hvalaskoðun Í Rauða krossinum fer fram öflugt félagsstarf fyrir hælisleitendur. Markmiðið er að veita þeim stuðning á meðan þeir eru í óvissu og rjúfa einangrun þeirra. Hælisleitendur hafa í september farið í réttir, í hvalaskoðun og fengi 25. september 2015 07:00 Fimmtíu sóttu um hæli á Íslandi í ágúst Forsætisráðherra telur að fjöldi hælisleitenda muni tvöfaldast í ár. Fimmtíu sóttu um hæli í ágúst og fjöldinn er að verða svipaður í þessum mánuði. Yfir hundrað fá stöðu flóttamanns í ár. 22. september 2015 07:00 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Innanríkisráðherra ætlar að bíða með að vísa hælisleitendunum aftur til Ítalíu Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur farið fram á að Útlendingastofnun bíði með að brottvísa tveimur hælisleitendum úr landi þar til búið er að leggja almennt mat á mál þeirra. 5. október 2015 16:11 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Tikynnir Pétur framboð í kvöld? Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Kerfislægar breytingar þarf til á starfsemi lögreglunnar á Suðurnesjum eigi embættið að geta brugðist við fjölgun hælisleitenda og flugfarþega á komandi mánuðum. Ekki verður séð að móttaka aukin straums flóttamanna feli í sér áhættu hvað almannaöryggi og öryggi íslenska ríkisins varðar. Þetta eru meðal helstu niðurstaðna skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um þróun á landamærum Íslands vegna aukin straums flóttamanna hingað til lands á næstu mánuðum. Skýrslan var unnin að beiðni embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum. Í skýrslunni er gert ráð fyrir því að hælisleitendum fjölgi á Íslandi næsta árið og að búast megi við auknu álagi á landamæravörslu á Keflavíkurflugvelli vegna þess. Álagið muni gera lögreglu erfiðara fyrir að halda uppi hefðbundnu eftirliti og þjónustu. „Hvað hælisleitendur varðar er vandinn gagnvart lögreglu og samfélaginu, að mati lögreglunnar á Suðurnesjum, fólginn í því að straumnum fylgi brotastarfsemi eins og málin sanni,“ segir meðal annars í skýrslunni. „Ekki sé einvörðungu um mögulega brotamenn að ræða heldur einnig möguleg fórnarlömb, semsagt mansals ... Að mati lögreglunnar á Suðurnesjum er lögreglan í landinu ekki í stakk búin til að sinna þessum málaflokki eins og þyrfti.“Ólíklegt að hryðjuverkamenn leynist í hópi hælisleitenda Varðandi öryggismál tengd fjölgun hælisleitenda hér á landi segir í skýrslunni að þó aldrei verði útilokað að glæpamenn leynist í hópi flóttamanna sé almennt engin ógn talin stafa af flóttafólki. Bent er á að hryðjuverkamenn eigi þegar greiða leið inn í Evrópu sem ferðamenn á fölsuðum vegabréfum og því sé ólíklegt að þeir kjósi að leggja á sig erfitt og hættulegt ferðalag dulbúnir sem flóttamenn. „Fimm til sex þúsund Evrópumenn eru eða hafa verið í Sýrlandi og sífellt bætist í hópinn,“ er í skýrslunni haft eftir Claude Moniquet, forstöðumanni Upplýsinga- og öryggismiðstöðvar Evrópu. (e. European Strategic Intelligence and Security Center)„Vandséð er því hver ávinningur Íslamska ríkisins væri að flytja út Sýrlendinga eða Íraka, fólk sem talar arabísku, þekkir aðstæður í Írak og Sýrlandi og samtökin þarfnast í stríðsrekstri sínum í þessum löndum.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Fimmtíu hælisleitendum komið fyrir á Bæjarhrauni í Hafnarfirði Um miðjan ágúst var tekið í notkun á Bæjarhrauni í Hafnarfirði nýtt búsetuúrræði fyrir hælisleitendur hér á landi. Þar búa nú um 50 einstaklingar. Er þetta þriðja búsetuúrræðið sem Útlendingastofnun hefur úr að spila í dag. 28. september 2015 09:00 Hælisleitendum boðið í réttir og hvalaskoðun Í Rauða krossinum fer fram öflugt félagsstarf fyrir hælisleitendur. Markmiðið er að veita þeim stuðning á meðan þeir eru í óvissu og rjúfa einangrun þeirra. Hælisleitendur hafa í september farið í réttir, í hvalaskoðun og fengi 25. september 2015 07:00 Fimmtíu sóttu um hæli á Íslandi í ágúst Forsætisráðherra telur að fjöldi hælisleitenda muni tvöfaldast í ár. Fimmtíu sóttu um hæli í ágúst og fjöldinn er að verða svipaður í þessum mánuði. Yfir hundrað fá stöðu flóttamanns í ár. 22. september 2015 07:00 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Innanríkisráðherra ætlar að bíða með að vísa hælisleitendunum aftur til Ítalíu Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur farið fram á að Útlendingastofnun bíði með að brottvísa tveimur hælisleitendum úr landi þar til búið er að leggja almennt mat á mál þeirra. 5. október 2015 16:11 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Tikynnir Pétur framboð í kvöld? Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Fimmtíu hælisleitendum komið fyrir á Bæjarhrauni í Hafnarfirði Um miðjan ágúst var tekið í notkun á Bæjarhrauni í Hafnarfirði nýtt búsetuúrræði fyrir hælisleitendur hér á landi. Þar búa nú um 50 einstaklingar. Er þetta þriðja búsetuúrræðið sem Útlendingastofnun hefur úr að spila í dag. 28. september 2015 09:00
Hælisleitendum boðið í réttir og hvalaskoðun Í Rauða krossinum fer fram öflugt félagsstarf fyrir hælisleitendur. Markmiðið er að veita þeim stuðning á meðan þeir eru í óvissu og rjúfa einangrun þeirra. Hælisleitendur hafa í september farið í réttir, í hvalaskoðun og fengi 25. september 2015 07:00
Fimmtíu sóttu um hæli á Íslandi í ágúst Forsætisráðherra telur að fjöldi hælisleitenda muni tvöfaldast í ár. Fimmtíu sóttu um hæli í ágúst og fjöldinn er að verða svipaður í þessum mánuði. Yfir hundrað fá stöðu flóttamanns í ár. 22. september 2015 07:00
Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00
Innanríkisráðherra ætlar að bíða með að vísa hælisleitendunum aftur til Ítalíu Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur farið fram á að Útlendingastofnun bíði með að brottvísa tveimur hælisleitendum úr landi þar til búið er að leggja almennt mat á mál þeirra. 5. október 2015 16:11