Hælisleitendum boðið í réttir og hvalaskoðun Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 25. september 2015 07:00 Julie Ingham hjá Rauða krossinum Félagsstarf hælisleitenda fer fram undir dyggri stjórn Julie Ingham verkefnisstjóra hjá Rauða Krossinum í Garðabæ og Hafnarfirði. Hún segir skipta miklu máli að aðstoða hælisleitendur þegar þeir koma til landsins. Þeir séu berskjaldaðir og undir miklu andlegu álag. „Svo þegar þeir sækja um hæli fá þeir miklar upplýsingar á stuttum tíma, fara í viðtal til lögreglu, félagsþjónustu og útlendingastofnun og sumir með mjög litla enskukunnáttu. Á meðan ferlið stendur yfir er fólk sett í búsetuúrræði með fólki sem þeir þekkja ekki og þá er tilhneiging til einangrunar. Þetta félagsstarf sem við sinnum er því afar mikilvægt. Við erum með sjálfboðaliða sem fer í heimsóknir til hælisleitenda og býður þeim með sér í félagsstarfið.“ Félagsstarfið er margs konar. Einu sinni í viku er Rauði Krossinn með opið hús fyrir hælisleitendur og reglulega er farið í skoðunarferðir. „Þá gefst fólki tækifæri til þess að hitta annað fólk, sjálfboðaliða og fólk frá mismunandi menningarheimi og ef til vill aðra sem tala sama tungumál. Þá förum við í ýmsar skoðunarferðir því það er nauðsynlegt að fólk þekki nágrenni sitt,“ segir hún en í september hafa hælisleitendur farið í réttir á Hraðastöðum, farið í heimsókn til Viðeyjar og í hvalaskoðun.Í gær var boðið upp á fría klippingu, margt í félagsstarfinu er til staðar vegna góðvildar fólks. Fréttablaðið/VilhelmÍ gær var hælisleitendum boðið í fría klippingu, þriðja árs nemar í hársgreiðslu buðu fram þjónustu sína. Julie segir félagsstarfið reiða sig á sjálfboðalið og góðgjörðir. „Hvalaskoðunarfyrirtæki hér í borg býður okkur reglulega í fríar ferðir og þá hefur Borgarsögusafnið boðið hælisleitendum frítt á söfn, Strætó keyrði okkur í réttir á Hraðastaði um daginn eftir að ég skoraði á þá að Vera næs sem er átak á vegum Rauða Krossins, þeir tóku vel í það sem var ánægjulegt.“ Hún segir starfið mikilvægan þátt því að efla traust hælisleitenda á íslensku samfélagi en um leið læra af menningu þeirra. „Opin hús eru vettvangur fyrir fólk, í því felast tækifæri því hælisleitendur mynda tengsl við landið, hér er líka beðið um íslenskukennslu og veittar upplýsingar um íslenska menningu. Við erum fyrst og fremst að mynda tengsl og byggja traust. Fólk kemur jafnvel aftur þegar það hefur fengið hæli og tekur þátt í félagslífinu.“ Flóttamenn Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Félagsstarf hælisleitenda fer fram undir dyggri stjórn Julie Ingham verkefnisstjóra hjá Rauða Krossinum í Garðabæ og Hafnarfirði. Hún segir skipta miklu máli að aðstoða hælisleitendur þegar þeir koma til landsins. Þeir séu berskjaldaðir og undir miklu andlegu álag. „Svo þegar þeir sækja um hæli fá þeir miklar upplýsingar á stuttum tíma, fara í viðtal til lögreglu, félagsþjónustu og útlendingastofnun og sumir með mjög litla enskukunnáttu. Á meðan ferlið stendur yfir er fólk sett í búsetuúrræði með fólki sem þeir þekkja ekki og þá er tilhneiging til einangrunar. Þetta félagsstarf sem við sinnum er því afar mikilvægt. Við erum með sjálfboðaliða sem fer í heimsóknir til hælisleitenda og býður þeim með sér í félagsstarfið.“ Félagsstarfið er margs konar. Einu sinni í viku er Rauði Krossinn með opið hús fyrir hælisleitendur og reglulega er farið í skoðunarferðir. „Þá gefst fólki tækifæri til þess að hitta annað fólk, sjálfboðaliða og fólk frá mismunandi menningarheimi og ef til vill aðra sem tala sama tungumál. Þá förum við í ýmsar skoðunarferðir því það er nauðsynlegt að fólk þekki nágrenni sitt,“ segir hún en í september hafa hælisleitendur farið í réttir á Hraðastöðum, farið í heimsókn til Viðeyjar og í hvalaskoðun.Í gær var boðið upp á fría klippingu, margt í félagsstarfinu er til staðar vegna góðvildar fólks. Fréttablaðið/VilhelmÍ gær var hælisleitendum boðið í fría klippingu, þriðja árs nemar í hársgreiðslu buðu fram þjónustu sína. Julie segir félagsstarfið reiða sig á sjálfboðalið og góðgjörðir. „Hvalaskoðunarfyrirtæki hér í borg býður okkur reglulega í fríar ferðir og þá hefur Borgarsögusafnið boðið hælisleitendum frítt á söfn, Strætó keyrði okkur í réttir á Hraðastaði um daginn eftir að ég skoraði á þá að Vera næs sem er átak á vegum Rauða Krossins, þeir tóku vel í það sem var ánægjulegt.“ Hún segir starfið mikilvægan þátt því að efla traust hælisleitenda á íslensku samfélagi en um leið læra af menningu þeirra. „Opin hús eru vettvangur fyrir fólk, í því felast tækifæri því hælisleitendur mynda tengsl við landið, hér er líka beðið um íslenskukennslu og veittar upplýsingar um íslenska menningu. Við erum fyrst og fremst að mynda tengsl og byggja traust. Fólk kemur jafnvel aftur þegar það hefur fengið hæli og tekur þátt í félagslífinu.“
Flóttamenn Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent