Fótbolti

Xavi fer frá Barcelona til Katar

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Xavi er algjör goðsögn í Katalóníu.
Xavi er algjör goðsögn í Katalóníu. vísir/getty
Xavi Hernández, miðjumaður Barcelona, er búinn að ganga frá þriggja ára samning við katarska liðið Al Sadd SC og gengur í raðir liðsins í sumar.

Frá þessu greinir spænska íþróttablaðið AS, en Xavi tekur sæti Real Madrid-goðsagnarinnar Raúl hjá Al Sadd. Raúl hefur spilað með katarska liðinu síðan hann kom frá Schalke í Þýskalandi.

Xavi fær tíu milljónir Evra á ári fyrir að spila með Al Sadd og er möguleiki á að framlengja samninginn um eitt ár.

Auk þess að spila með liðinu mun Xavi sinna störfum á borð við að vera ráðgjafi hjá Aspire-íþróttaskólanum sem er einn sá flottasti í heimi.

Xavi, sem á að baki 748 leiki fyrir Barcelona á 17 árum, var einnig með samningstilboð frá liðum í Bandaríkjunum en ákvað að fara til Katar.

Fram kemur í frétt AS að Xavi ætli einnig að ná sér í þjálfunargráðu á meðan dvöl hans í Katar stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×