Kröfðust talþjálfunar eftir heilablóðfall Linda Blöndal skrifar 26. mars 2015 19:30 Á hverjum degi fá um tveir einstaklingar heilablóðfall hér á landi samkvæmt upplýsingum Heilaheilla. Mikill skortur er þó á talþjálfun fyrir fullorðna en sú þjálfun er allra mikilvægust segir Sigurður Jónsson 65 ára gamall maður sem fékk slag fyrir nokkrum árum og hélt erindi í dag á Reykjalundi um leið sína út í lífið á ný. Fundurinn var haldinn af Félagi talmeinafræðinga.Sáum strax hvað gerðistSigurður starfaði sem kennari og fréttaritari þegar hann fékk blóðtappa fyrir sjö árum, þá 59 ára. Hann lamaðist og missti algerlega málið. Í erindi sínu sagði Sigurður frá því hvernig hann hefur snúið vonlausri stöðu sér í hag og hvernig hann komst uppúr hjólastólnum og gengur nú án stuðnings. Esther Óskarsdóttir, eiginkona Sigurðar segir að á örlagadeginum hefði fjölskyldan verið saman í mat heima á Selfossi en Sigurður sem var á leið eftir matinn út úr húsi hné niður og segir Esther að það hafi verið líkt og hann hefði orðið fyrir skoti. „Hann náði að koma þjótandi niður stigann og við sáum strax hvað var, munnvikið fór niður og svo lamaðist önnur höndin og síðan fóturinn og þá hringdum við á Neyðarlínuna. Þetta leit mjög illa út á eftir. Það var búið að segja manni að hannyrði hvorki betri eða verri en hann var. Gjörsamlega mállaus og alveg svona lamaður", sagði Esther í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Hrópuðu á þjónustunaSigurður sem á fimm börn og tólf barnabörn segist alltaf horfa áfram veginn og muni aldrei hætta að berjast fyrir betra lífi og hefur hann margt fyrir stafni alla daga. Áframhaldandi talmeinaþjónusta eftir að Sigurður fór af endurhæfingunni á Grensás var þó ekki sjálfsögð. Hana fengu þau hjónin með því að vera bæði ýtin og ákveðin. „Við höfum sent bréf og svona hrópað á eftir þessari þjónustu", segir Esther. „Það kom tímabil eins og það væri ekki sjálfgefið að hann héldi áfram í talþjálfun og þá börðum við aðeins í borðið og hann fékk þá áframhaldandi beiðni um þessa þjónustu og er með hana stöðugt í dag á Selfossi.“ Hún segir að hefðu þau ekki verið jafn ákveðin og þau voru þá hefði verið lokað á talþjálfunina hjá Sigurði. „Við hefðum þurft að útvega okkur sjálf talmeinafræðing og borga fullt verð fyrir það en talmeinafræðingar eru ekki á hverju strái".Tveir á dag fá heilablóðfall Á fjórða hundrað manns fá heilablóðfall í fyrsta sinn á hverju ári, eða tæplega tveir á dag en tilfellin eru yfir fjögurhundruð þegar þeir eru taldir með sem fá endurtekið slag. Um þriðjungur fær málstol en misalvarlegt. Talmeinafræðingar eru hins vegar aðeins um 50 á öllu landinu og flestir sérhæfðir með börnum. Biðlistar eru hjá langflestum fyrir fullorðna. Þórunn Hanna Halldórsdóttir, formaður Félags talmeinafræðinga segir að þjálfunin verði að vera mjög mikil og markviss en slíkt er ekki í boði. Helst þurfi fólk að fá þjálfun fimm daga vikunnar. „Það eru ekki margir talmeinafræðingar sem vinna á stofu fimm daga í viku og biðslitarnir eru svo miklir að þeir hafa ekki færi á að taka þá sem þurfa til sín". „Það er nokkurra mánaða bið fyrir fullorðið fólk að komast til talmeinafræðings, allt að fimm mánuðir", segir Þórunn. „En þjónustan er yfirleitt ekki veitt í svo langan tíma í senn í þessu langhlaupi sem áunnar máltruflanir fullorðinna er", segir Þórunn. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Á hverjum degi fá um tveir einstaklingar heilablóðfall hér á landi samkvæmt upplýsingum Heilaheilla. Mikill skortur er þó á talþjálfun fyrir fullorðna en sú þjálfun er allra mikilvægust segir Sigurður Jónsson 65 ára gamall maður sem fékk slag fyrir nokkrum árum og hélt erindi í dag á Reykjalundi um leið sína út í lífið á ný. Fundurinn var haldinn af Félagi talmeinafræðinga.Sáum strax hvað gerðistSigurður starfaði sem kennari og fréttaritari þegar hann fékk blóðtappa fyrir sjö árum, þá 59 ára. Hann lamaðist og missti algerlega málið. Í erindi sínu sagði Sigurður frá því hvernig hann hefur snúið vonlausri stöðu sér í hag og hvernig hann komst uppúr hjólastólnum og gengur nú án stuðnings. Esther Óskarsdóttir, eiginkona Sigurðar segir að á örlagadeginum hefði fjölskyldan verið saman í mat heima á Selfossi en Sigurður sem var á leið eftir matinn út úr húsi hné niður og segir Esther að það hafi verið líkt og hann hefði orðið fyrir skoti. „Hann náði að koma þjótandi niður stigann og við sáum strax hvað var, munnvikið fór niður og svo lamaðist önnur höndin og síðan fóturinn og þá hringdum við á Neyðarlínuna. Þetta leit mjög illa út á eftir. Það var búið að segja manni að hannyrði hvorki betri eða verri en hann var. Gjörsamlega mállaus og alveg svona lamaður", sagði Esther í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Hrópuðu á þjónustunaSigurður sem á fimm börn og tólf barnabörn segist alltaf horfa áfram veginn og muni aldrei hætta að berjast fyrir betra lífi og hefur hann margt fyrir stafni alla daga. Áframhaldandi talmeinaþjónusta eftir að Sigurður fór af endurhæfingunni á Grensás var þó ekki sjálfsögð. Hana fengu þau hjónin með því að vera bæði ýtin og ákveðin. „Við höfum sent bréf og svona hrópað á eftir þessari þjónustu", segir Esther. „Það kom tímabil eins og það væri ekki sjálfgefið að hann héldi áfram í talþjálfun og þá börðum við aðeins í borðið og hann fékk þá áframhaldandi beiðni um þessa þjónustu og er með hana stöðugt í dag á Selfossi.“ Hún segir að hefðu þau ekki verið jafn ákveðin og þau voru þá hefði verið lokað á talþjálfunina hjá Sigurði. „Við hefðum þurft að útvega okkur sjálf talmeinafræðing og borga fullt verð fyrir það en talmeinafræðingar eru ekki á hverju strái".Tveir á dag fá heilablóðfall Á fjórða hundrað manns fá heilablóðfall í fyrsta sinn á hverju ári, eða tæplega tveir á dag en tilfellin eru yfir fjögurhundruð þegar þeir eru taldir með sem fá endurtekið slag. Um þriðjungur fær málstol en misalvarlegt. Talmeinafræðingar eru hins vegar aðeins um 50 á öllu landinu og flestir sérhæfðir með börnum. Biðlistar eru hjá langflestum fyrir fullorðna. Þórunn Hanna Halldórsdóttir, formaður Félags talmeinafræðinga segir að þjálfunin verði að vera mjög mikil og markviss en slíkt er ekki í boði. Helst þurfi fólk að fá þjálfun fimm daga vikunnar. „Það eru ekki margir talmeinafræðingar sem vinna á stofu fimm daga í viku og biðslitarnir eru svo miklir að þeir hafa ekki færi á að taka þá sem þurfa til sín". „Það er nokkurra mánaða bið fyrir fullorðið fólk að komast til talmeinafræðings, allt að fimm mánuðir", segir Þórunn. „En þjónustan er yfirleitt ekki veitt í svo langan tíma í senn í þessu langhlaupi sem áunnar máltruflanir fullorðinna er", segir Þórunn.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira