Formaður Sjómannasambandsins kallar eftir rannsókn á sleppibúnaði björgunarbáta Gissur Sigurðsson skrifar 29. júlí 2015 12:27 Mennirnir sem komust af þegar Jón Hákon BA sökk voru fluttir til Bolungarvíkur. Vísir/Hafþór Gunnarsson Formaður Sjómannasambands Íslands segir brýnt að endurskoða allan búnað björgunarbáta í flotanum hið fyrsta svo að þeir veiti ekki falskt öryggi. Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda hér eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Myndir úr neðansjávartökuvél sýna að sjálfvirkur búnaður virkaði ekki í báðum björgunarbátum Jóns Hákons, BA sem sökk út af Aðalvík nýverið. Einn skipverjanna fórst en þremur tókst að bjarga.Sjá einnig:Sleppibúnaður veitir falskt öryggi Sjómannasambandið hefur áhyggjur af þessu og reyndar fleiri tilvikum, þar sem sjálfvirkur búnaður hefur ekki virkað, að sögn Valmundar Valmundarsonar, formanns sambandsins.Valmundur Valmundarson.Vísir/ErnirGálginn skaust ekki út „Við gerum þá skýlausu kröfu að þetta verði rannsakað ofan í kjölinn og skýringar fengnar af hverju búnaðurinn virkaði ekki,“ segir Valmundur. „Ef ég skil þetta rétt var svokallaður Hammer búnaður á öðrum bátnum sem á að skera böndin við ákveðinn þrýsting,“ segir Valmundur. Mögulega hafi haft áhrif að báturinn marraði hálfur í kafi sem hafi haft áhrif á þrýstinginn. „En það var líka gálgi sem á að skjótast út ef búnaðurinn blotnar. Það gerðist ekki heldur.“Falskt öryggi Valmundur segir mörg ár síðan búnaðurinn kom fram og kannski þurfi að leggjast í ákveðna skoðun á honum. „Við höfum kannski sofnað á verðinum við að viðhalda rannsóknum á þessum búnaði og þróa hann meira.“ Aðspurður hvers vegna þessi búnaður sé notaður hér á landi, sem er einsdæmi, segir Valmundur ástæðuna einfalda: „Við höfum talið hann vera bestan. Það fer ekki á milli mála.“ Þá segir Valmundur vel meðvitaður um dæmi þess að gormurinn gefi sig. „Auðvitað verðum við að komast til botns í þessu. Ef þetta er búnaður sem virkar ekki er eins gott að sleppa honum. Hann er þá falskt öryggi,“ segir Valmundur. Hann minnir sjómenn í leiðinni á að hlusta á neyðarrásina 16 en vanhöld voru líka á því þegar Jón Hákon sökk. Tengdar fréttir Myndavél mun skoða flakið Rannsóknarstjóri rannsóknarnefndar samgönguslysa segir vinnslu málsins á algeru frumstigi. 10. júlí 2015 15:33 Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Formaður Sjómannasambands Íslands segir brýnt að endurskoða allan búnað björgunarbáta í flotanum hið fyrsta svo að þeir veiti ekki falskt öryggi. Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda hér eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Myndir úr neðansjávartökuvél sýna að sjálfvirkur búnaður virkaði ekki í báðum björgunarbátum Jóns Hákons, BA sem sökk út af Aðalvík nýverið. Einn skipverjanna fórst en þremur tókst að bjarga.Sjá einnig:Sleppibúnaður veitir falskt öryggi Sjómannasambandið hefur áhyggjur af þessu og reyndar fleiri tilvikum, þar sem sjálfvirkur búnaður hefur ekki virkað, að sögn Valmundar Valmundarsonar, formanns sambandsins.Valmundur Valmundarson.Vísir/ErnirGálginn skaust ekki út „Við gerum þá skýlausu kröfu að þetta verði rannsakað ofan í kjölinn og skýringar fengnar af hverju búnaðurinn virkaði ekki,“ segir Valmundur. „Ef ég skil þetta rétt var svokallaður Hammer búnaður á öðrum bátnum sem á að skera böndin við ákveðinn þrýsting,“ segir Valmundur. Mögulega hafi haft áhrif að báturinn marraði hálfur í kafi sem hafi haft áhrif á þrýstinginn. „En það var líka gálgi sem á að skjótast út ef búnaðurinn blotnar. Það gerðist ekki heldur.“Falskt öryggi Valmundur segir mörg ár síðan búnaðurinn kom fram og kannski þurfi að leggjast í ákveðna skoðun á honum. „Við höfum kannski sofnað á verðinum við að viðhalda rannsóknum á þessum búnaði og þróa hann meira.“ Aðspurður hvers vegna þessi búnaður sé notaður hér á landi, sem er einsdæmi, segir Valmundur ástæðuna einfalda: „Við höfum talið hann vera bestan. Það fer ekki á milli mála.“ Þá segir Valmundur vel meðvitaður um dæmi þess að gormurinn gefi sig. „Auðvitað verðum við að komast til botns í þessu. Ef þetta er búnaður sem virkar ekki er eins gott að sleppa honum. Hann er þá falskt öryggi,“ segir Valmundur. Hann minnir sjómenn í leiðinni á að hlusta á neyðarrásina 16 en vanhöld voru líka á því þegar Jón Hákon sökk.
Tengdar fréttir Myndavél mun skoða flakið Rannsóknarstjóri rannsóknarnefndar samgönguslysa segir vinnslu málsins á algeru frumstigi. 10. júlí 2015 15:33 Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Myndavél mun skoða flakið Rannsóknarstjóri rannsóknarnefndar samgönguslysa segir vinnslu málsins á algeru frumstigi. 10. júlí 2015 15:33
Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37
„Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30