Formaður Sjómannasambandsins kallar eftir rannsókn á sleppibúnaði björgunarbáta Gissur Sigurðsson skrifar 29. júlí 2015 12:27 Mennirnir sem komust af þegar Jón Hákon BA sökk voru fluttir til Bolungarvíkur. Vísir/Hafþór Gunnarsson Formaður Sjómannasambands Íslands segir brýnt að endurskoða allan búnað björgunarbáta í flotanum hið fyrsta svo að þeir veiti ekki falskt öryggi. Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda hér eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Myndir úr neðansjávartökuvél sýna að sjálfvirkur búnaður virkaði ekki í báðum björgunarbátum Jóns Hákons, BA sem sökk út af Aðalvík nýverið. Einn skipverjanna fórst en þremur tókst að bjarga.Sjá einnig:Sleppibúnaður veitir falskt öryggi Sjómannasambandið hefur áhyggjur af þessu og reyndar fleiri tilvikum, þar sem sjálfvirkur búnaður hefur ekki virkað, að sögn Valmundar Valmundarsonar, formanns sambandsins.Valmundur Valmundarson.Vísir/ErnirGálginn skaust ekki út „Við gerum þá skýlausu kröfu að þetta verði rannsakað ofan í kjölinn og skýringar fengnar af hverju búnaðurinn virkaði ekki,“ segir Valmundur. „Ef ég skil þetta rétt var svokallaður Hammer búnaður á öðrum bátnum sem á að skera böndin við ákveðinn þrýsting,“ segir Valmundur. Mögulega hafi haft áhrif að báturinn marraði hálfur í kafi sem hafi haft áhrif á þrýstinginn. „En það var líka gálgi sem á að skjótast út ef búnaðurinn blotnar. Það gerðist ekki heldur.“Falskt öryggi Valmundur segir mörg ár síðan búnaðurinn kom fram og kannski þurfi að leggjast í ákveðna skoðun á honum. „Við höfum kannski sofnað á verðinum við að viðhalda rannsóknum á þessum búnaði og þróa hann meira.“ Aðspurður hvers vegna þessi búnaður sé notaður hér á landi, sem er einsdæmi, segir Valmundur ástæðuna einfalda: „Við höfum talið hann vera bestan. Það fer ekki á milli mála.“ Þá segir Valmundur vel meðvitaður um dæmi þess að gormurinn gefi sig. „Auðvitað verðum við að komast til botns í þessu. Ef þetta er búnaður sem virkar ekki er eins gott að sleppa honum. Hann er þá falskt öryggi,“ segir Valmundur. Hann minnir sjómenn í leiðinni á að hlusta á neyðarrásina 16 en vanhöld voru líka á því þegar Jón Hákon sökk. Tengdar fréttir Myndavél mun skoða flakið Rannsóknarstjóri rannsóknarnefndar samgönguslysa segir vinnslu málsins á algeru frumstigi. 10. júlí 2015 15:33 Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Formaður Sjómannasambands Íslands segir brýnt að endurskoða allan búnað björgunarbáta í flotanum hið fyrsta svo að þeir veiti ekki falskt öryggi. Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda hér eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Myndir úr neðansjávartökuvél sýna að sjálfvirkur búnaður virkaði ekki í báðum björgunarbátum Jóns Hákons, BA sem sökk út af Aðalvík nýverið. Einn skipverjanna fórst en þremur tókst að bjarga.Sjá einnig:Sleppibúnaður veitir falskt öryggi Sjómannasambandið hefur áhyggjur af þessu og reyndar fleiri tilvikum, þar sem sjálfvirkur búnaður hefur ekki virkað, að sögn Valmundar Valmundarsonar, formanns sambandsins.Valmundur Valmundarson.Vísir/ErnirGálginn skaust ekki út „Við gerum þá skýlausu kröfu að þetta verði rannsakað ofan í kjölinn og skýringar fengnar af hverju búnaðurinn virkaði ekki,“ segir Valmundur. „Ef ég skil þetta rétt var svokallaður Hammer búnaður á öðrum bátnum sem á að skera böndin við ákveðinn þrýsting,“ segir Valmundur. Mögulega hafi haft áhrif að báturinn marraði hálfur í kafi sem hafi haft áhrif á þrýstinginn. „En það var líka gálgi sem á að skjótast út ef búnaðurinn blotnar. Það gerðist ekki heldur.“Falskt öryggi Valmundur segir mörg ár síðan búnaðurinn kom fram og kannski þurfi að leggjast í ákveðna skoðun á honum. „Við höfum kannski sofnað á verðinum við að viðhalda rannsóknum á þessum búnaði og þróa hann meira.“ Aðspurður hvers vegna þessi búnaður sé notaður hér á landi, sem er einsdæmi, segir Valmundur ástæðuna einfalda: „Við höfum talið hann vera bestan. Það fer ekki á milli mála.“ Þá segir Valmundur vel meðvitaður um dæmi þess að gormurinn gefi sig. „Auðvitað verðum við að komast til botns í þessu. Ef þetta er búnaður sem virkar ekki er eins gott að sleppa honum. Hann er þá falskt öryggi,“ segir Valmundur. Hann minnir sjómenn í leiðinni á að hlusta á neyðarrásina 16 en vanhöld voru líka á því þegar Jón Hákon sökk.
Tengdar fréttir Myndavél mun skoða flakið Rannsóknarstjóri rannsóknarnefndar samgönguslysa segir vinnslu málsins á algeru frumstigi. 10. júlí 2015 15:33 Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Myndavél mun skoða flakið Rannsóknarstjóri rannsóknarnefndar samgönguslysa segir vinnslu málsins á algeru frumstigi. 10. júlí 2015 15:33
Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37
„Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30