Hvar verður besta veðrið um verslunarmannahelgina? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júlí 2015 14:02 Frá Þjóðhátíð í Eyjum í fyrra. vísir/óskar Mesta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin, er framundan. Margir verða á faraldsfæti enda er mikið af útihátíðum víða um land. Má þar nefna Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Eina með öllu á Akureyri, Mýrarboltann á Ísafirði, Neistaflug á Neskaupsstað og Síldarævintýri á Siglufirði. Þá verða KFUM og KFUK með Sæludaga í Vatnaskógi og Hvítasunnukirkjan verður með Kotmót sitt á Hvolsvelli. Innipúkinn verður svo haldinn í Reykjavík. Eflaust eru flestir ferðalangar farnir að velta fyrir sér hvar besta veðrið verður. Að sögn Hrafns Guðmundssonar, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, má búast við því að verðið verði einna best suðvestanlands „svona yfir það heila,“ eins og hann orðar það.Ætti að haldast þurr á föstudaginn „Það verður fínasta veður víðast hvar á föstudaginn. Það verður kannski eitthvað hvasst ennþá allra syðst og það verður ennþá svolítið svalt fyrir norðan. Hitinn mun kannski rétt slefa í 10 gráðurnar þar,“ segir Hrafn. Hann ætti því að haldast þurr á föstudeginum um allt land en á laugardeginum er spáð rigningu á Vestfjörðum og jafnvel fyrir norðan. Enn er þó óvissa í spánum varðandi hversu mikið muni rigna norðanlands. Á sunnudag er því spáð að stytti upp á Vestfjörðum og rofi til. Það ætti því að vera ágætis veður þar seinnipart sunnudags og mánudag.Hægur vindur og sól í Eyjum Sólin ætti einnig að brjótast fram á Akureyri á sunnudeginum. Þá er einnig spáð bjartviðri fyrir norðan á mánudeginum. Á Austfjörðum ætti að sjást eitthvað til sólar alla daga um helgina og ekki er spáð úrkomu. Það ætti svo að viðra vel á þjóðhátíðargesti á laugardag og sunnudag þar sem spáð er hægum vindi, sólin ætti að láta sjá sig og það verður þurrt að mestu. Mesta óvissan í spánni er svo varðandi mánudaginn. „Það er djúp lægð hérna suður af landinu sem er að koma. Spurningin er hversu nálægt hún verður eða hversu hratt hún kemur til okkar,“ segir Hrafn. Spáin núna gefur til kynna að hún nái inn á mánudagskvöld eða aðfaranótt þriðjudags en þá ætti að vera farið að hvessa við suður-og suðausturströndina seinni partinn á mánudag. „Ef að spáin rætist svona þá verður veðrið best á norðanverðu landinu á mánudag. Þar verður þurrt og búið að hlýna talsvert þar.“Textaspá Veðurstofu Íslands fyrir verslunarmannahelgina:Á föstudag:Norðan og norðaustan 3-10 metrar á sekúndu. Skýjað og úrkomulítið norðan til á landinu. Víða bjartviðri annars staðar, en möguleiki á rigningu allra syðst. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast suðvestanlands.Á laugardag:Norðan 8-13 metrar á sekúndu vestast, annars hægari vindur. Skýjað með köflum sunnanlands og á Austfjörðum, en súld eða rigning á norðurhelmingi landins. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast syðst.Á sunnudag:Austlæg eða breytileg átt 3-8 metrar á sekúndu. Skýjað með köflum og smáskúrir á stöku stað. Hiti 8 til 16 stig.Á mánudag (frídagur verslunarmanna):Útlit fyrir vaxandi austanátt. Bjart með köflum, en þykknar upp um landið suðaustanvert. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast á Vesturlandi.Sjá nánar á veðurvef Vísis. Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Reynsluboltarnir deila uppskriftinni að hinni fullkomnu Þjóðhátíð Stærsta og vinsælasta útihátíðin á Íslandi er framundan og má búast við 15.000 manns í Vestmannaeyjum um næstu helgi. 28. júlí 2015 16:00 Þjóðhátíðarlag FM95BLÖ slær í gegn Horft hefur verið 55.000 sinnum á myndbandið. 28. júlí 2015 13:08 Bensínstöðvar bjóða upp á bjór Bjór verður seldur á þremur bensínstöðvum Olís nú um verslunarmannahelgina 17. júlí 2015 08:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Mesta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin, er framundan. Margir verða á faraldsfæti enda er mikið af útihátíðum víða um land. Má þar nefna Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Eina með öllu á Akureyri, Mýrarboltann á Ísafirði, Neistaflug á Neskaupsstað og Síldarævintýri á Siglufirði. Þá verða KFUM og KFUK með Sæludaga í Vatnaskógi og Hvítasunnukirkjan verður með Kotmót sitt á Hvolsvelli. Innipúkinn verður svo haldinn í Reykjavík. Eflaust eru flestir ferðalangar farnir að velta fyrir sér hvar besta veðrið verður. Að sögn Hrafns Guðmundssonar, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, má búast við því að verðið verði einna best suðvestanlands „svona yfir það heila,“ eins og hann orðar það.Ætti að haldast þurr á föstudaginn „Það verður fínasta veður víðast hvar á föstudaginn. Það verður kannski eitthvað hvasst ennþá allra syðst og það verður ennþá svolítið svalt fyrir norðan. Hitinn mun kannski rétt slefa í 10 gráðurnar þar,“ segir Hrafn. Hann ætti því að haldast þurr á föstudeginum um allt land en á laugardeginum er spáð rigningu á Vestfjörðum og jafnvel fyrir norðan. Enn er þó óvissa í spánum varðandi hversu mikið muni rigna norðanlands. Á sunnudag er því spáð að stytti upp á Vestfjörðum og rofi til. Það ætti því að vera ágætis veður þar seinnipart sunnudags og mánudag.Hægur vindur og sól í Eyjum Sólin ætti einnig að brjótast fram á Akureyri á sunnudeginum. Þá er einnig spáð bjartviðri fyrir norðan á mánudeginum. Á Austfjörðum ætti að sjást eitthvað til sólar alla daga um helgina og ekki er spáð úrkomu. Það ætti svo að viðra vel á þjóðhátíðargesti á laugardag og sunnudag þar sem spáð er hægum vindi, sólin ætti að láta sjá sig og það verður þurrt að mestu. Mesta óvissan í spánni er svo varðandi mánudaginn. „Það er djúp lægð hérna suður af landinu sem er að koma. Spurningin er hversu nálægt hún verður eða hversu hratt hún kemur til okkar,“ segir Hrafn. Spáin núna gefur til kynna að hún nái inn á mánudagskvöld eða aðfaranótt þriðjudags en þá ætti að vera farið að hvessa við suður-og suðausturströndina seinni partinn á mánudag. „Ef að spáin rætist svona þá verður veðrið best á norðanverðu landinu á mánudag. Þar verður þurrt og búið að hlýna talsvert þar.“Textaspá Veðurstofu Íslands fyrir verslunarmannahelgina:Á föstudag:Norðan og norðaustan 3-10 metrar á sekúndu. Skýjað og úrkomulítið norðan til á landinu. Víða bjartviðri annars staðar, en möguleiki á rigningu allra syðst. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast suðvestanlands.Á laugardag:Norðan 8-13 metrar á sekúndu vestast, annars hægari vindur. Skýjað með köflum sunnanlands og á Austfjörðum, en súld eða rigning á norðurhelmingi landins. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast syðst.Á sunnudag:Austlæg eða breytileg átt 3-8 metrar á sekúndu. Skýjað með köflum og smáskúrir á stöku stað. Hiti 8 til 16 stig.Á mánudag (frídagur verslunarmanna):Útlit fyrir vaxandi austanátt. Bjart með köflum, en þykknar upp um landið suðaustanvert. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast á Vesturlandi.Sjá nánar á veðurvef Vísis.
Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Reynsluboltarnir deila uppskriftinni að hinni fullkomnu Þjóðhátíð Stærsta og vinsælasta útihátíðin á Íslandi er framundan og má búast við 15.000 manns í Vestmannaeyjum um næstu helgi. 28. júlí 2015 16:00 Þjóðhátíðarlag FM95BLÖ slær í gegn Horft hefur verið 55.000 sinnum á myndbandið. 28. júlí 2015 13:08 Bensínstöðvar bjóða upp á bjór Bjór verður seldur á þremur bensínstöðvum Olís nú um verslunarmannahelgina 17. júlí 2015 08:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Reynsluboltarnir deila uppskriftinni að hinni fullkomnu Þjóðhátíð Stærsta og vinsælasta útihátíðin á Íslandi er framundan og má búast við 15.000 manns í Vestmannaeyjum um næstu helgi. 28. júlí 2015 16:00
Bensínstöðvar bjóða upp á bjór Bjór verður seldur á þremur bensínstöðvum Olís nú um verslunarmannahelgina 17. júlí 2015 08:00