Vinsælustu Íslendingarnir á Snapchat Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Auðunn og félagar í FM95Blö eru með 31.000 fylgjendur á Snapchat. Þeir heita einfaldlega fm95blo á forritinu. Vísir/Pjetur Fyrir flesta er snjallsímaforritið Snapchat tól til þess að senda persónuleg skilaboð á milli vina eða deila augnablikum úr daglegu lífi. Nokkrir íslenskir snapparar eru þó vinsælli en aðrir og hafa safnað að sér fjölda aðdáenda. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst þá er aðgangurinn FM95Blö, sem er í umsjón Auðuns Blöndal, Steinda og Gillz, sá allra vinsælasti með í kringum 31.000 fylgjendur.31.000 fylgjast með FM95Blö „Við byrjuðum með snappið fyrir hálfu ári og ég held að hæsta talan sem hefur horft á snöppin sé í kringum 31.000 manns. Þegar það eru komnir svona margir fylgjendur þá byrja fyrirtækin að lýsa yfir áhuga á að auglýsa í gegnum snappið en við höfum hingað til ekki gert það. Eina reglan sem við erum með er að sagan má ekki vera yfir 100 sekúndur. Annars held ég að galdurinn við góða snappsögu sé að vera á skemmtilegum stað með skemmtilegu fólki,“ segir Auðunn en hann segir að aðrir góðir íslenskir snapparar séu Pétur Jóhann og Sóli Hólm. Fleiri vinsælir snapparar á Íslandi eru meðal annars Björn Bragi, Pétur Jóhann, Manúela Ósk, Emmsje Gauti, Jón Jónsson og AmabAdamA.Fyrirtæki nýta sér tæknina Fyrirtæki hafa verið að byrja með snapchat-aðgang þar sem þau fá til sín ýmsa þekkta einstaklinga til þess að sjá um hann í nokkra daga. Vinsælustu fyrirtækjaaðgangarnir eru Nova sem er líklegast langstærstur, fotbolti.net, verslunin Nike Air, Síminn og margir fleiri sem nota Snapchat til þess að vekja á sér athygli.Pétur Jóhann heitir Peturjohann99 á Snapchat.Að sögn Ragnars Trausta Ragnarssonar, umsjónarmanns Nova-snappsins, eru snappsögurnar í raun raunveruleikasjónvarp sem er persónulegt og þarf að hafa upphaf, miðju og endi. „Það mundi enginn nenna að fylgjast með okkur ef við værum að kynna vörurnar okkar og þjónustu. Við reynum að hafa efni sem er efst á baugi hverju sinni. Við erum með í kringum 30.000 fylgjendur, fer oft eftir hverjir eru að sjá um það.“Grínararnir vinsælir Björn Bragi sjónvarpsmaður er með 15.000 fylgjendur en hann hefur verið rólegur á Snapchat í sumar. „Ég er miklu virkari á veturna. Ég held að fólk fíli það þegar maður er að gera eitthvað skemmtilegt með skemmtilegu fólki og svo má það ekki vera of langdregið,“ segir Björn en Pétur Jóhann Sigfússon er sama sinnis með virknina á veturna. Amabadama heita Amabadaman á Snapchat.„Ég er bara búinn að vera í sumarfríi og ekki að gera neitt merkilegt af mér. Þegar það er virkt þá hendi ég einhverju léttmeti þarna inn og ef ég er með einhver skilaboð þá eru þau yfirleitt algjört kjaftæði.“ Pétur er með 22.000 fylgjendur.Aðdáendur fá að fylgjast með Hljómsveitin AmabAdamA heldur uppi Snapchat-aðgangi og sýnir frá æfingum, undirbúningi fyrir tónleika og fleira. „Við vorum mjög öflug um helgina enda vorum við að spila á fimm tónleikum. Við erum komin með 6.000 fylgjendur en það er gaman að vita af því að fólk hafi áhuga,“ segir Salka Sól Eyfeld. Hún heldur sjálf úti persónulegum aðgangi fyrir sig og vini sína. „Það er stelpa sem heitir líka salkasól á Snapschat og hún þarf að eyða nokkrum vinabeiðnum á dag þar sem fólk heldur að það sé að adda mér.“ Nokkrir af vinælustu snöppurum landsins eru eftirfarandi:fm95blopeturjohann99bjornbragimanuelaoskemmsjegautiamabadamantolfnullnullfotboltinetfridrikdorjonjonssonmusicattan_officialVinsælasti snappari heims er hinsvegar engin önnur en raunveruleikastjarnan Kylie Jenner en snapchat aðgangurinn hennar er kylizzlemynizzl Tengdar fréttir 13.500 fylgjast með keppendum í Ungfrú Ísland á Snapchat Lesendur Vísis geta fylgst með stúlkunni sem sér um Snapchatið í dag gefa öndunum brauð og taka léttan badminton leik. 14. júlí 2015 19:38 Auðunn Blöndal „snappar“ frá Las Vegas Fjölmargir Íslendingar eru komnir til Vegas til að fylgjast með bardaga Gunnars Nelson og Brandon Thatch sem fram fer á laugardaginn. 9. júlí 2015 18:01 Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Sjá meira
Fyrir flesta er snjallsímaforritið Snapchat tól til þess að senda persónuleg skilaboð á milli vina eða deila augnablikum úr daglegu lífi. Nokkrir íslenskir snapparar eru þó vinsælli en aðrir og hafa safnað að sér fjölda aðdáenda. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst þá er aðgangurinn FM95Blö, sem er í umsjón Auðuns Blöndal, Steinda og Gillz, sá allra vinsælasti með í kringum 31.000 fylgjendur.31.000 fylgjast með FM95Blö „Við byrjuðum með snappið fyrir hálfu ári og ég held að hæsta talan sem hefur horft á snöppin sé í kringum 31.000 manns. Þegar það eru komnir svona margir fylgjendur þá byrja fyrirtækin að lýsa yfir áhuga á að auglýsa í gegnum snappið en við höfum hingað til ekki gert það. Eina reglan sem við erum með er að sagan má ekki vera yfir 100 sekúndur. Annars held ég að galdurinn við góða snappsögu sé að vera á skemmtilegum stað með skemmtilegu fólki,“ segir Auðunn en hann segir að aðrir góðir íslenskir snapparar séu Pétur Jóhann og Sóli Hólm. Fleiri vinsælir snapparar á Íslandi eru meðal annars Björn Bragi, Pétur Jóhann, Manúela Ósk, Emmsje Gauti, Jón Jónsson og AmabAdamA.Fyrirtæki nýta sér tæknina Fyrirtæki hafa verið að byrja með snapchat-aðgang þar sem þau fá til sín ýmsa þekkta einstaklinga til þess að sjá um hann í nokkra daga. Vinsælustu fyrirtækjaaðgangarnir eru Nova sem er líklegast langstærstur, fotbolti.net, verslunin Nike Air, Síminn og margir fleiri sem nota Snapchat til þess að vekja á sér athygli.Pétur Jóhann heitir Peturjohann99 á Snapchat.Að sögn Ragnars Trausta Ragnarssonar, umsjónarmanns Nova-snappsins, eru snappsögurnar í raun raunveruleikasjónvarp sem er persónulegt og þarf að hafa upphaf, miðju og endi. „Það mundi enginn nenna að fylgjast með okkur ef við værum að kynna vörurnar okkar og þjónustu. Við reynum að hafa efni sem er efst á baugi hverju sinni. Við erum með í kringum 30.000 fylgjendur, fer oft eftir hverjir eru að sjá um það.“Grínararnir vinsælir Björn Bragi sjónvarpsmaður er með 15.000 fylgjendur en hann hefur verið rólegur á Snapchat í sumar. „Ég er miklu virkari á veturna. Ég held að fólk fíli það þegar maður er að gera eitthvað skemmtilegt með skemmtilegu fólki og svo má það ekki vera of langdregið,“ segir Björn en Pétur Jóhann Sigfússon er sama sinnis með virknina á veturna. Amabadama heita Amabadaman á Snapchat.„Ég er bara búinn að vera í sumarfríi og ekki að gera neitt merkilegt af mér. Þegar það er virkt þá hendi ég einhverju léttmeti þarna inn og ef ég er með einhver skilaboð þá eru þau yfirleitt algjört kjaftæði.“ Pétur er með 22.000 fylgjendur.Aðdáendur fá að fylgjast með Hljómsveitin AmabAdamA heldur uppi Snapchat-aðgangi og sýnir frá æfingum, undirbúningi fyrir tónleika og fleira. „Við vorum mjög öflug um helgina enda vorum við að spila á fimm tónleikum. Við erum komin með 6.000 fylgjendur en það er gaman að vita af því að fólk hafi áhuga,“ segir Salka Sól Eyfeld. Hún heldur sjálf úti persónulegum aðgangi fyrir sig og vini sína. „Það er stelpa sem heitir líka salkasól á Snapschat og hún þarf að eyða nokkrum vinabeiðnum á dag þar sem fólk heldur að það sé að adda mér.“ Nokkrir af vinælustu snöppurum landsins eru eftirfarandi:fm95blopeturjohann99bjornbragimanuelaoskemmsjegautiamabadamantolfnullnullfotboltinetfridrikdorjonjonssonmusicattan_officialVinsælasti snappari heims er hinsvegar engin önnur en raunveruleikastjarnan Kylie Jenner en snapchat aðgangurinn hennar er kylizzlemynizzl
Tengdar fréttir 13.500 fylgjast með keppendum í Ungfrú Ísland á Snapchat Lesendur Vísis geta fylgst með stúlkunni sem sér um Snapchatið í dag gefa öndunum brauð og taka léttan badminton leik. 14. júlí 2015 19:38 Auðunn Blöndal „snappar“ frá Las Vegas Fjölmargir Íslendingar eru komnir til Vegas til að fylgjast með bardaga Gunnars Nelson og Brandon Thatch sem fram fer á laugardaginn. 9. júlí 2015 18:01 Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Sjá meira
13.500 fylgjast með keppendum í Ungfrú Ísland á Snapchat Lesendur Vísis geta fylgst með stúlkunni sem sér um Snapchatið í dag gefa öndunum brauð og taka léttan badminton leik. 14. júlí 2015 19:38
Auðunn Blöndal „snappar“ frá Las Vegas Fjölmargir Íslendingar eru komnir til Vegas til að fylgjast með bardaga Gunnars Nelson og Brandon Thatch sem fram fer á laugardaginn. 9. júlí 2015 18:01