Lífið

13.500 fylgjast með keppendum í Ungfrú Ísland á Snapchat

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Embla Örk hefur fengið tækifæri til þess að heilla fylgjendur Ungfrú Ísland á Snapchat í dag.
Embla Örk hefur fengið tækifæri til þess að heilla fylgjendur Ungfrú Ísland á Snapchat í dag.
Stúlkan sem sér um Snapchat Ungfrú Ísland í dag er liðtæk í badminton og fær sér nachos á Café París. Þetta kemur fram í myndböndunum sem hún hefur sett á Snapchatið í dag. Samkvæmt heimildum Vísis fylgjast 13.500 með henni í dag.

Keppandinn sem tekur að sér samfélagsmiðla keppninnar í dag heitir Embla Örk Hölludóttir. Hún starfar sem flugfreyja hjá WOW og er útskrifuð úr Margmiðlunarskólanum. Embla sýndi á Snapchat verkefni sem hún er að vinna að ásamt nokkrum félögum sínum úr Margmiðlunarskólanum en þau eru að búa til tölvuleik sem heitir Berry Kelly. Embla teiknar myndirnar í leiknum og hægt er að sjá verk hennar í Watchbox-færslunni hér að neðan. Hún gaf einnig öndunum brauð, fékk sér nachos ásamt öðrum keppendum í Ungfrú Ísland og lék badminton við vinkonur sínar.

Fjölmargir fylgjast með ævintýrum stúlknanna á Snapchat en samkvæmt Fanneyju Ingvarsdóttur, framkvæmdastjóra keppninnar í ár, höfðu 13.500 manns séð elstu færsluna þegar Vísir ræddi við hana nú í kvöld.

Þeir sem ekki vilja sækja Snapchat í símann sinn eða geta það ekki þurfa ekki að örvænta því hægt er að sjá færslur stúlknanna hér að neðan. Til þess að sjá næsta myndband eða næstu mynd þarf að smella á myndina hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×