Biskup segir að samfélaginu beri að koma flóttamönnum til hjálpar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. september 2015 18:14 Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands. Vísir/Anton „Ákall samfélagsins er skýrt varðandi neyð flóttamanna frá Sýrlandi. Okkur ber að koma til hjálpar. Undir það ákall tek ég.“ Þetta segir Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands í tilkynningu. „Jafnframt treysti ég á hið góða liðsinni Hjálparstarfs kirkjunnar og þá þekkingu sem þar hefur skapast til þess að leiða okkur áfram í aðstoð við flóttamenn. Í ágúst var birt ályktun frá Hjálparstarfi kirkjunnar um að evrópskt samfélag verði að bregðast við.“ Í ályktuninni kom fram að Evrópubúar séu í aðstöðu til að rétta hjálparhönd og að stjórnvöld megi ekki bregðast skyldu sinni til að virða rétt fólks til mannsæmandi lífs. „Flóttamannavandinn er vandi okkar allra,“ skrifar biskup. „Til að mæta honum þurfum við heildarsýn og fagleg vinnubrögð. Fyrsta skrefið er að bjarga mannslífum. Síðan verðum við að styðja fjárhagslega og með sjálfboðavinnu þær stofnanir samfélagsins og félög sem sinna málaflokknum best.“Kirkjan starfandi þar sem neyðin er stærst„Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að Alþjóðahjálparstarfi kirkna ACT - Alliance sem ásamt því að vinna að þróunarsamvinnu veitir neyðaraðstoð í kjölfar náttúruhamfara og vegna vopnaðra átaka.Vísir/GettyAðstoðin er veitt án skilyrða og aðgreiningar og fer fram eftir alþjóðlegum stöðlum um neyðaraðstoð og ströngum siðareglum. Hjálparstarf kirkjunnar veitir neyðaraðstoð vegna stríðsátaka á Sýrlandi í gegnum ATC þar sem leitast er við að uppfylla grunnþarfir hinna stríðshrjáðu. Áhersla er lögð á vernd og aðstoð til handa konum og börnum á vergangi í landinu og flóttafólki í nágrannalöndunum,“ segir í tilkynningunni. „Hér heima hefur prestur innflytjenda verið starfandi í þjóðkirkjunni um árabil. Séra Toshiki Toma þekkir vel aðstæður innflytjenda, flóttamanna, hælisleitenda og langtímagesta á Íslandi. Hann veitir sálgæslu, skipuleggur námskeið, fræðslufundi, annast helgihald í samstarfi við sóknarkirkjur og fleira mætti nefna. Á Suðurnesjum hafa sóknir kirkjunnar í samstarfi við fleiri aðila lagt lið flóttamönnum sem hingað koma.“Biskup hvetur söfnuði Þjóðkirkjunnar til að efna til samskotaSíðar í þessum mánuði er aðalfundur Hjálparstarfs kirkjunnar. Þar verður flóttamannavandinn í heiminum gert að umfjöllunarefni. 22. október fer svo fram ráðstefna um málefni flóttamanna á vegum Kirkjunnar í samstarfi við Rauða kross Íslands og fleiri aðila. Ennfremur hvetur biskup söfnuði Þjóðkirkjunnar að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september nk. til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu. Tengdar fréttir Hjálparstarf kirkjunnar brýnir fyrir stjórnvöldum að virða mannréttindi "Þótt við búum á eyju í Norðurhafi verðum við að axla ábyrgð,“ segir framkvæmdastjóri hjálparstarfsins. 3. september 2015 16:44 Íslendingur í Búdapest: „Það er ekkert gert fyrir fólkið“ Heiðar Hauksson fór á aðallestarstöðina í Búdapest í gær með poka fulla af mat til að gefa flóttafólki sem hefur við á lestarstöðinni. 3. september 2015 13:00 Hvað kostar að taka á móti flóttamanni? Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna móttöku flóttafólks geti numið á bilinu 4-5 milljónum króna á hvern einstakling miðað við fengna reynslu. 3. september 2015 07:00 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
„Ákall samfélagsins er skýrt varðandi neyð flóttamanna frá Sýrlandi. Okkur ber að koma til hjálpar. Undir það ákall tek ég.“ Þetta segir Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands í tilkynningu. „Jafnframt treysti ég á hið góða liðsinni Hjálparstarfs kirkjunnar og þá þekkingu sem þar hefur skapast til þess að leiða okkur áfram í aðstoð við flóttamenn. Í ágúst var birt ályktun frá Hjálparstarfi kirkjunnar um að evrópskt samfélag verði að bregðast við.“ Í ályktuninni kom fram að Evrópubúar séu í aðstöðu til að rétta hjálparhönd og að stjórnvöld megi ekki bregðast skyldu sinni til að virða rétt fólks til mannsæmandi lífs. „Flóttamannavandinn er vandi okkar allra,“ skrifar biskup. „Til að mæta honum þurfum við heildarsýn og fagleg vinnubrögð. Fyrsta skrefið er að bjarga mannslífum. Síðan verðum við að styðja fjárhagslega og með sjálfboðavinnu þær stofnanir samfélagsins og félög sem sinna málaflokknum best.“Kirkjan starfandi þar sem neyðin er stærst„Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að Alþjóðahjálparstarfi kirkna ACT - Alliance sem ásamt því að vinna að þróunarsamvinnu veitir neyðaraðstoð í kjölfar náttúruhamfara og vegna vopnaðra átaka.Vísir/GettyAðstoðin er veitt án skilyrða og aðgreiningar og fer fram eftir alþjóðlegum stöðlum um neyðaraðstoð og ströngum siðareglum. Hjálparstarf kirkjunnar veitir neyðaraðstoð vegna stríðsátaka á Sýrlandi í gegnum ATC þar sem leitast er við að uppfylla grunnþarfir hinna stríðshrjáðu. Áhersla er lögð á vernd og aðstoð til handa konum og börnum á vergangi í landinu og flóttafólki í nágrannalöndunum,“ segir í tilkynningunni. „Hér heima hefur prestur innflytjenda verið starfandi í þjóðkirkjunni um árabil. Séra Toshiki Toma þekkir vel aðstæður innflytjenda, flóttamanna, hælisleitenda og langtímagesta á Íslandi. Hann veitir sálgæslu, skipuleggur námskeið, fræðslufundi, annast helgihald í samstarfi við sóknarkirkjur og fleira mætti nefna. Á Suðurnesjum hafa sóknir kirkjunnar í samstarfi við fleiri aðila lagt lið flóttamönnum sem hingað koma.“Biskup hvetur söfnuði Þjóðkirkjunnar til að efna til samskotaSíðar í þessum mánuði er aðalfundur Hjálparstarfs kirkjunnar. Þar verður flóttamannavandinn í heiminum gert að umfjöllunarefni. 22. október fer svo fram ráðstefna um málefni flóttamanna á vegum Kirkjunnar í samstarfi við Rauða kross Íslands og fleiri aðila. Ennfremur hvetur biskup söfnuði Þjóðkirkjunnar að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september nk. til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu.
Tengdar fréttir Hjálparstarf kirkjunnar brýnir fyrir stjórnvöldum að virða mannréttindi "Þótt við búum á eyju í Norðurhafi verðum við að axla ábyrgð,“ segir framkvæmdastjóri hjálparstarfsins. 3. september 2015 16:44 Íslendingur í Búdapest: „Það er ekkert gert fyrir fólkið“ Heiðar Hauksson fór á aðallestarstöðina í Búdapest í gær með poka fulla af mat til að gefa flóttafólki sem hefur við á lestarstöðinni. 3. september 2015 13:00 Hvað kostar að taka á móti flóttamanni? Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna móttöku flóttafólks geti numið á bilinu 4-5 milljónum króna á hvern einstakling miðað við fengna reynslu. 3. september 2015 07:00 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Hjálparstarf kirkjunnar brýnir fyrir stjórnvöldum að virða mannréttindi "Þótt við búum á eyju í Norðurhafi verðum við að axla ábyrgð,“ segir framkvæmdastjóri hjálparstarfsins. 3. september 2015 16:44
Íslendingur í Búdapest: „Það er ekkert gert fyrir fólkið“ Heiðar Hauksson fór á aðallestarstöðina í Búdapest í gær með poka fulla af mat til að gefa flóttafólki sem hefur við á lestarstöðinni. 3. september 2015 13:00
Hvað kostar að taka á móti flóttamanni? Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna móttöku flóttafólks geti numið á bilinu 4-5 milljónum króna á hvern einstakling miðað við fengna reynslu. 3. september 2015 07:00