Innlent

Hvað kostar að taka á móti flóttamanni?

Sæunn Gísladóttir skrifar
VÍSIR/EPA
Samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu má gera ráð fyrir að kostnaður vegna móttöku flóttafólks geti numið á bilinu 4-5 milljónum króna á hvern einstakling miðað við fengna reynslu.

Þegar tekið er á móti flóttamönnum er stjórnvöldum samkvæmt viðmiðunarreglum flóttamannanefndar um móttöku og aðstoð við hópa flóttafólks skylt að veita víðtæka aðstoð í eitt ár frá komudegi flóttafólks. Aðstoðin felur meðal annars í sér fjárhagsaðstoð, félagslega ráðgjöf, húsnæði (ásamt nauðsynlegu innbúi og síma), menntun (einkum íslenskukennslu, móðurmálskennslu og samfélagsfræðslu), leikskólakennslu, tómstundastarf, heilbrigðisþjónustu og tannlækningar, þjónustu túlka, og aðstoð við atvinnuleit.

Erfitt er að áætla kostnaðinn nákvæmlega, því hann getur verið töluvert mismunandi eftir aðstæðum fólksins sem tekið er á móti, hversu mikillar aðstoðar fólkið þarfnast, og hve fljótt það byrjar þátttöku á vinnumarkaði. Einnig þarf að huga að því hvort nóg sé af læknum, tannlæknum, íslenskukennurum og sálfræðingum, svo fáir séu nefndir, til að veita flóttamönnum þá aðhlynningu sem þörf er á.

Með komu flóttamanna má þó ekki gleyma að þar skapast einnig atvinnutækifæri til að sinna þörfum þeirra og samfélagið verður alltént fjölbreyttara.

Flóttakona með tvö börn í eitt ár

Uppfært: Í myndinni kemur fram að samtals sé veitt fjárhagsaðstoð, styrkir og bætur fyrir 5,5 milljónir á einu ári. Það er innsláttarvilla, hið rétta er að samtalan er 3,5 milljónir. Ítrekað er að um er að ræða grófa útreikninga.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.