Risarnir dansa sama dansinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2015 07:00 Pálmi Rafn Pálmason er einn þeirra sem hefur styrkt leikmannahóp KR í vetur. Hér er hann með Bjarna Guðjónssyni, þjálfara KR. Vísir/Stefán FH og KR horfðu á eftir Íslandsbikarnum í Garðabæinn síðasta sumar og bæði liðin misstu leikmenn í vetur. Þau þurftu því bæði að safna liði fyrir átökin í Pepsi-deildinni 2015 og margt er líkt með nýju leikmönnunum í Kaplakrika og Frostaskjólinu. FH-ingar héldu blaðamannafund á dögunum þar sem Bjarni Þór Viðarsson og Jérémy Serwy skrifuðu meðal annars undir samninga og í gær var röðin komin að KR-ingum sem héldu sinn eigin fund. Skúli Jón Friðgeirsson er kominn heim líkt og Bjarni en áður höfðu þeir Rasmus Christiansen og Sören Frederiksen gengið frá samningi við KR-liðið.Tólf af síðustu sextán KR og FH hafa unnið tólf af sextán Íslandsmeistaratitlum í boði frá árinu 1999 og ekkert annað félag hefur unnið hann oftar en einu sinni á sama tímabili. Það er því ekkert skrítið að talað sé um risana tvo og að önnur félög bíði svolítið eftir því hvaða línur FH og KR leggja í leikmannamálum. Hingað til hafa þau bæði slegið sama taktinn. Hvort sem það er sonur sem er kominn heim á ný eftir lítinn spilatíma í útlöndum, miðvörður sem er þekkt stærð í íslensku deildinni eða sókndjarfur erlendur kantmaður þá má finna einn af hverri gerð hjá félögunum tveimur. Reynslumikill og fjölhæfur miðjumaður er líka mættur á hvorn staðinn fyrir sig og þá hafa bæði félögin horft á eftir svipuðum týpum.Grafík/FréttablaðiðStjörnumenn fundu leiðina að fyrsta Íslandsbikarnum í sögu félagsins sem ekki síst er að þakka velheppnuðum innflutningi á sterkum fótboltamönnum af Norðurlöndunum. KR og FH hafa bæði boðað komu fleiri erlendra leikmanna. Það er því líklegt að það eigi eftir að bætast sterkir leikmenn við báða leikmannahópa. Liðin eru byrjuð að spila leiki en það eru enn þá rúmir tveir mánuðir í mót.Staða FH betri á blaði Staða FH-inga er vissulega betri á blaði. Þeir voru hársbreidd frá Íslandsbikarnum síðasta haust og hafa heldur ekki misst lykilmenn liðsins eins og KR-liðið. KR-ingar þurfa því að gera enn betur ætli þeir að standa í fæturna gegn liðum FH og Stjörnunnar sem voru í nokkrum sérflokki síðasta sumar. Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa til þessa ekki tekið þátt í leikmannakapphlaupinu af sama krafti og KR og FH en Garðbæingar hafa styrkt sig skynsamlega og þeir eru jafnframt til alls líklegir á lokasprettinum. Þangað til fylgjast þeir eflaust með kappi risanna eins og hin lið Pepsi-deildarinnar. Fréttablaðið notaði tækifærið eftir fréttir gærdagsins og bar saman breytingarnar á leikmannahópi KR og FH frá því síðasta haust. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
FH og KR horfðu á eftir Íslandsbikarnum í Garðabæinn síðasta sumar og bæði liðin misstu leikmenn í vetur. Þau þurftu því bæði að safna liði fyrir átökin í Pepsi-deildinni 2015 og margt er líkt með nýju leikmönnunum í Kaplakrika og Frostaskjólinu. FH-ingar héldu blaðamannafund á dögunum þar sem Bjarni Þór Viðarsson og Jérémy Serwy skrifuðu meðal annars undir samninga og í gær var röðin komin að KR-ingum sem héldu sinn eigin fund. Skúli Jón Friðgeirsson er kominn heim líkt og Bjarni en áður höfðu þeir Rasmus Christiansen og Sören Frederiksen gengið frá samningi við KR-liðið.Tólf af síðustu sextán KR og FH hafa unnið tólf af sextán Íslandsmeistaratitlum í boði frá árinu 1999 og ekkert annað félag hefur unnið hann oftar en einu sinni á sama tímabili. Það er því ekkert skrítið að talað sé um risana tvo og að önnur félög bíði svolítið eftir því hvaða línur FH og KR leggja í leikmannamálum. Hingað til hafa þau bæði slegið sama taktinn. Hvort sem það er sonur sem er kominn heim á ný eftir lítinn spilatíma í útlöndum, miðvörður sem er þekkt stærð í íslensku deildinni eða sókndjarfur erlendur kantmaður þá má finna einn af hverri gerð hjá félögunum tveimur. Reynslumikill og fjölhæfur miðjumaður er líka mættur á hvorn staðinn fyrir sig og þá hafa bæði félögin horft á eftir svipuðum týpum.Grafík/FréttablaðiðStjörnumenn fundu leiðina að fyrsta Íslandsbikarnum í sögu félagsins sem ekki síst er að þakka velheppnuðum innflutningi á sterkum fótboltamönnum af Norðurlöndunum. KR og FH hafa bæði boðað komu fleiri erlendra leikmanna. Það er því líklegt að það eigi eftir að bætast sterkir leikmenn við báða leikmannahópa. Liðin eru byrjuð að spila leiki en það eru enn þá rúmir tveir mánuðir í mót.Staða FH betri á blaði Staða FH-inga er vissulega betri á blaði. Þeir voru hársbreidd frá Íslandsbikarnum síðasta haust og hafa heldur ekki misst lykilmenn liðsins eins og KR-liðið. KR-ingar þurfa því að gera enn betur ætli þeir að standa í fæturna gegn liðum FH og Stjörnunnar sem voru í nokkrum sérflokki síðasta sumar. Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa til þessa ekki tekið þátt í leikmannakapphlaupinu af sama krafti og KR og FH en Garðbæingar hafa styrkt sig skynsamlega og þeir eru jafnframt til alls líklegir á lokasprettinum. Þangað til fylgjast þeir eflaust með kappi risanna eins og hin lið Pepsi-deildarinnar. Fréttablaðið notaði tækifærið eftir fréttir gærdagsins og bar saman breytingarnar á leikmannahópi KR og FH frá því síðasta haust.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira