„Við erum alls ekki að svíkja lit,“ sagði Volkan. „Þetta er leikur tveggja vina. Ég er líka viss um að Ísland vilji að Tyrkland vinni, vegna þess að þeim líkar ekki við hollensku strákana,“ bætti hann við og hló.
„Við munum styðja bæði lið og við styðjum frið. Þetta eru allt saman miklir vinir okkar frá Íslandi.“

„Jafntefli væri góð úrslit fyrir bæði lið. En mestu máli skiptir að leikurinn verði sanngjarn og vel leikinn af báðum liðum. Sanngirni skiptir bæði Tyrki og Íslendinga miklu máli og það hefur verið augljóst af viðskiptum okkar við Íslendinga í gegnum árin.“
„Íslensku vinir okkar buðu okkur hingað og það var stórmannlegt af þeim. Við erum líka afar ánægðir með að þeir hafi komið hingað til Konya og fá því að kynnast Tyrklandi. Við sjáum hvernig leikurinn fer en ég er viss um að hann fer vel.“