Uppfært: Bam nennti ekki að kæra og málið úr höndum lögreglu Birgir Olgeirsson skrifar 22. júní 2015 10:15 Vísir greindi frá því fyrr í dag að bandaríski tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn Bam Margera hefði kært árás sem hann varð fyrir á Secret Solstice-hátíðinni í Reykjavík um liðna helgi. Vísir hafði það eftir Gunnari Hilmarssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu, en hann sagði við Morgunblaðið síðar að Bam hefði leiðst biðin á lögreglustöðinni á Hverfisgötu og yfirgefið stöðina án þess að leggja fram kæru. Er málið því ekki lengur í höndum lögreglu sem mun ekki aðhafast frekar.Click here for an English version Átti árásin sér stað í hinu svokallaða framleiðsluherbergi, svæði sem er afmarkað fyrir starfsmenn, flytjendur og fjölmiðlamenn sem koma að hátíðinni. Í myndbandi sem Vísir hefur undir höndum mátti sjá upptök umræddra átaka. Þar sést hvernig Bam Margera hlýtur þrjú höfuðhögg en eitt þeirra var frá rapparanum Gísla Pálma.Sjá einnig: Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam MargeraÞegar Vísir greindi fyrst frá átökunum var haft eftir talsmanni hátíðarinnar að Bam Margera hefði verið verið í virkilega annarlegu ástandi þegar árásin átti sé stað. Hann átti að hafa reynt að brjóta sér leið inn í framleiðsluherbergi hátíðarinnar, í Þróttaraheimilinu, en honum verið meinaður aðgangur af tveimur kvenkyns starfsmönnum hátíðarinnar. Voru mennirnir sem réðust á Bam sagðir hafa verið að koma stúlkunum til bjargar vegna áreitis frá Margera.Sjá einnig: Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólkÍ samtali við Vísi í gær þvertók Bam hins vegar fyrir að hann hafi áreitt kvenkyns starfsmenn hátíðarinnar. Hann hafi verið ákveðinn en ekki með nokkru móti áreitt þær. Hann sagðist hafa viljað ná tali af einum af starfsmönnum hátíðarinnar, umboðsmanninum Leon Hill. Hann sagði Hill hafa haft af sér og hljómsveit sinni, The Earth Rocker, fé og vildi fá að ræða við umboðsmanninn vegna þessa. Margrera sagðist hafa komið þeim skilaboðum til Leon Hill að blaðamaður bandaríska tímaritsins The Rolling Stone hefði viljað ræða við hann. Sagði hann Hill hafa brugðið í brún við að sjá Margera við barinn í framleiðsluherberginu og í kjölfarið hefðu félagar hans ráðist á hann. Tengdar fréttir Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54 Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Í myndbandi sést greinilega hvernig þrír menn, þar á meðal rapparinn Gísli Pálmi, slá Bam Margera í andlitið áður en hann fellur með höfuðið á dyrakarm. Málið snýst um óuppgerðar skuldir. 21. júní 2015 14:58 Vildi mar gera á Margera Notendur Twitter, innlendir sem erlendir, hafa gert sér mat úr slagsmálum gærkvöldsins. 21. júní 2015 20:37 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Vísir greindi frá því fyrr í dag að bandaríski tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn Bam Margera hefði kært árás sem hann varð fyrir á Secret Solstice-hátíðinni í Reykjavík um liðna helgi. Vísir hafði það eftir Gunnari Hilmarssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu, en hann sagði við Morgunblaðið síðar að Bam hefði leiðst biðin á lögreglustöðinni á Hverfisgötu og yfirgefið stöðina án þess að leggja fram kæru. Er málið því ekki lengur í höndum lögreglu sem mun ekki aðhafast frekar.Click here for an English version Átti árásin sér stað í hinu svokallaða framleiðsluherbergi, svæði sem er afmarkað fyrir starfsmenn, flytjendur og fjölmiðlamenn sem koma að hátíðinni. Í myndbandi sem Vísir hefur undir höndum mátti sjá upptök umræddra átaka. Þar sést hvernig Bam Margera hlýtur þrjú höfuðhögg en eitt þeirra var frá rapparanum Gísla Pálma.Sjá einnig: Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam MargeraÞegar Vísir greindi fyrst frá átökunum var haft eftir talsmanni hátíðarinnar að Bam Margera hefði verið verið í virkilega annarlegu ástandi þegar árásin átti sé stað. Hann átti að hafa reynt að brjóta sér leið inn í framleiðsluherbergi hátíðarinnar, í Þróttaraheimilinu, en honum verið meinaður aðgangur af tveimur kvenkyns starfsmönnum hátíðarinnar. Voru mennirnir sem réðust á Bam sagðir hafa verið að koma stúlkunum til bjargar vegna áreitis frá Margera.Sjá einnig: Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólkÍ samtali við Vísi í gær þvertók Bam hins vegar fyrir að hann hafi áreitt kvenkyns starfsmenn hátíðarinnar. Hann hafi verið ákveðinn en ekki með nokkru móti áreitt þær. Hann sagðist hafa viljað ná tali af einum af starfsmönnum hátíðarinnar, umboðsmanninum Leon Hill. Hann sagði Hill hafa haft af sér og hljómsveit sinni, The Earth Rocker, fé og vildi fá að ræða við umboðsmanninn vegna þessa. Margrera sagðist hafa komið þeim skilaboðum til Leon Hill að blaðamaður bandaríska tímaritsins The Rolling Stone hefði viljað ræða við hann. Sagði hann Hill hafa brugðið í brún við að sjá Margera við barinn í framleiðsluherberginu og í kjölfarið hefðu félagar hans ráðist á hann.
Tengdar fréttir Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54 Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Í myndbandi sést greinilega hvernig þrír menn, þar á meðal rapparinn Gísli Pálmi, slá Bam Margera í andlitið áður en hann fellur með höfuðið á dyrakarm. Málið snýst um óuppgerðar skuldir. 21. júní 2015 14:58 Vildi mar gera á Margera Notendur Twitter, innlendir sem erlendir, hafa gert sér mat úr slagsmálum gærkvöldsins. 21. júní 2015 20:37 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54
Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Í myndbandi sést greinilega hvernig þrír menn, þar á meðal rapparinn Gísli Pálmi, slá Bam Margera í andlitið áður en hann fellur með höfuðið á dyrakarm. Málið snýst um óuppgerðar skuldir. 21. júní 2015 14:58
Vildi mar gera á Margera Notendur Twitter, innlendir sem erlendir, hafa gert sér mat úr slagsmálum gærkvöldsins. 21. júní 2015 20:37