Siggi Sigurjóns: „Ég á allt eins von á því að Rolling Stones hringi í mig" Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2015 07:43 Siggi Sigurjóns hefur slegið í gegn í myndbandinu við lagið Crystals með Of Monsters and Men. Það má með sanni segja að leikarinn Siggi Sigurjóns hafi slegið í gegn í myndbandi við nýjasta lag hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, Crystals. Siggi er með reynslumeiri leikurum þjóðarinnar en þrátt fyrir það átti hann ekki von á þeim sterku viðbrögðum sem hann hefur fengið fyrir túlkun sína í myndbandi Of Monsters and Men. „Þau höfðu bara samband við mig, krakkarnir í bandinu og umboðsmaður þeirra, og spurðu mig hvort að ég væri til í að flytja þetta lag í vídjói. Mér vafðist auðvitað tunga um tönn en verandi mikill aðdáandi þeirra að þá þurfti ég nú ekki að hugsa mig lengi um,“ segir Siggi í samtali við Ísland í dag. Hann fékk varla dag til þess að læra lagið en það kemur ekki að sök enda segir Siggi að það sé gott að gera svona einfaldlega „on the spot og skrúfa frá einhverjum fíling.“ „Ég er bara með skeggið í nærmynd og allar hrukkurnar og þurfti að læra textann dálítið hratt,“ segir Siggi og bætir við að það hafi gengið vel. Myndbandið var frumsýnt á mánudagskvöld og aðdáendur hljómsveitarinnar hafa velt fyrir sér hver þetta eiginlega sé sem syngur af svo mikilli innlifun. Hafa menn meira að segja líkt Sigga við bandaríska leikarann Robin Williams. Söngurinn hefur augljóslega vakið athygli því á kvikmyndasíðunni IMDB.com hefur nafn Sigga rokið upp um 52.000 á sérstökum stjörnumæli síðunnar. „Ég er svo sem bara vanur viðbrögðum frá Íslandi enda er það minn markhópur en þetta eru mjög sterk viðbrögð vægast sagt og svolítið ný upplifun fyrir mig.“ Siggi er að frumsýna Fjalla-Eyvind í næstu viku í Þjóðleikhúsinu og segist hlakka mikið til en hann leikur útilegumann í verkinu. Hann segist svo nóg í pípunum að loknu því verkefni. Aðspurður hvort það sé ekki líklegt að honum verði boðið í fleiri myndbönd segir Siggi léttur í bragði: „Ég á allt eins von á því að Rolling Stones hringi í mig, hver veit.“ Innslagið úr Íslandi í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Geðþokki Sigga og skeggvöxtur heillaði OMAM: „Hann er bara svo flottur gæi“ Frammistaða leikarans Sigurðar Sigurjónssonar hefur vakið mikla eftirtekt. 18. mars 2015 11:15 Of Monsters and Men heldur tónleika á Íslandi "Það verður gott að koma aðeins heim og fá skammt af íslensku sumri í leiðinni,“ segir Ragnar Þórhallsson. 17. mars 2015 08:30 Hlustaðu á nýtt lag Of Monsters And Men Fyrsta smáskífa plötunnar Beneath The Skin er komin út. 16. mars 2015 19:00 Siggi Sigurjóns fer á kostum í myndbandi Of Monsters and Men: "Of spennandi og skrýtið til að hafna því“ Syngur af mikilli innlifun með laginu Crystals. 16. mars 2015 19:31 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Það má með sanni segja að leikarinn Siggi Sigurjóns hafi slegið í gegn í myndbandi við nýjasta lag hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, Crystals. Siggi er með reynslumeiri leikurum þjóðarinnar en þrátt fyrir það átti hann ekki von á þeim sterku viðbrögðum sem hann hefur fengið fyrir túlkun sína í myndbandi Of Monsters and Men. „Þau höfðu bara samband við mig, krakkarnir í bandinu og umboðsmaður þeirra, og spurðu mig hvort að ég væri til í að flytja þetta lag í vídjói. Mér vafðist auðvitað tunga um tönn en verandi mikill aðdáandi þeirra að þá þurfti ég nú ekki að hugsa mig lengi um,“ segir Siggi í samtali við Ísland í dag. Hann fékk varla dag til þess að læra lagið en það kemur ekki að sök enda segir Siggi að það sé gott að gera svona einfaldlega „on the spot og skrúfa frá einhverjum fíling.“ „Ég er bara með skeggið í nærmynd og allar hrukkurnar og þurfti að læra textann dálítið hratt,“ segir Siggi og bætir við að það hafi gengið vel. Myndbandið var frumsýnt á mánudagskvöld og aðdáendur hljómsveitarinnar hafa velt fyrir sér hver þetta eiginlega sé sem syngur af svo mikilli innlifun. Hafa menn meira að segja líkt Sigga við bandaríska leikarann Robin Williams. Söngurinn hefur augljóslega vakið athygli því á kvikmyndasíðunni IMDB.com hefur nafn Sigga rokið upp um 52.000 á sérstökum stjörnumæli síðunnar. „Ég er svo sem bara vanur viðbrögðum frá Íslandi enda er það minn markhópur en þetta eru mjög sterk viðbrögð vægast sagt og svolítið ný upplifun fyrir mig.“ Siggi er að frumsýna Fjalla-Eyvind í næstu viku í Þjóðleikhúsinu og segist hlakka mikið til en hann leikur útilegumann í verkinu. Hann segist svo nóg í pípunum að loknu því verkefni. Aðspurður hvort það sé ekki líklegt að honum verði boðið í fleiri myndbönd segir Siggi léttur í bragði: „Ég á allt eins von á því að Rolling Stones hringi í mig, hver veit.“ Innslagið úr Íslandi í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Geðþokki Sigga og skeggvöxtur heillaði OMAM: „Hann er bara svo flottur gæi“ Frammistaða leikarans Sigurðar Sigurjónssonar hefur vakið mikla eftirtekt. 18. mars 2015 11:15 Of Monsters and Men heldur tónleika á Íslandi "Það verður gott að koma aðeins heim og fá skammt af íslensku sumri í leiðinni,“ segir Ragnar Þórhallsson. 17. mars 2015 08:30 Hlustaðu á nýtt lag Of Monsters And Men Fyrsta smáskífa plötunnar Beneath The Skin er komin út. 16. mars 2015 19:00 Siggi Sigurjóns fer á kostum í myndbandi Of Monsters and Men: "Of spennandi og skrýtið til að hafna því“ Syngur af mikilli innlifun með laginu Crystals. 16. mars 2015 19:31 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Geðþokki Sigga og skeggvöxtur heillaði OMAM: „Hann er bara svo flottur gæi“ Frammistaða leikarans Sigurðar Sigurjónssonar hefur vakið mikla eftirtekt. 18. mars 2015 11:15
Of Monsters and Men heldur tónleika á Íslandi "Það verður gott að koma aðeins heim og fá skammt af íslensku sumri í leiðinni,“ segir Ragnar Þórhallsson. 17. mars 2015 08:30
Hlustaðu á nýtt lag Of Monsters And Men Fyrsta smáskífa plötunnar Beneath The Skin er komin út. 16. mars 2015 19:00
Siggi Sigurjóns fer á kostum í myndbandi Of Monsters and Men: "Of spennandi og skrýtið til að hafna því“ Syngur af mikilli innlifun með laginu Crystals. 16. mars 2015 19:31