Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2015 14:58 „Ég áreitti ekki neinar stelpur, ég vildi bara hitta Leon Hill“ segir tónlistarmaðurinn Bam Margera sem lenti í útistöðum við íslenska tónlistarmenn á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í gærkvöldi.Click here for an English version Í myndbandi, sem Vísir hefur undir höndum og sjá má hér að ofan, má sjá upptök umræddra átaka.Vísir greindi frá átökunum í gærkvöldi og hafði eftir talsmanni hátíðarinnar að Bam Margera hafði verið í virkilega annarlegu ástandi þegar árásina bar að. Hann hafi reynt að brjóta sér leið inn í framleiðsluherbergi hátíðarinnar, sem staðsett var í Þróttaraheimilinu, en honum verið meinaður aðgangur af tveimur kvenkyns starfsmönnum hátíðarinnar. Þá hafi hann tekið að áreita starfsmennina svo út fór fyrir öll velsæmismörk og hafi mennirnir sem réðust á Bam verið að koma stúlkunum til bjargar. Í samtali við Vísi segir Bam Margera að upp úr hafi soðið eftir að honum hafi verið neitað að ná tali af einum starfsmanni hátíðarinnar, umboðsmanninum Leon Hill, en þeir Margera hafa lengi eldað grátt silfur saman. Tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn segir Hill hafa haft af sér og hljómsveit sinni, The Earth Rocker, fé og vildi hann fá að ræða við umboðsmanninn vegna þessa.Bam Margera var illa útleikinn þegar blaðamaður náði tali af honum í dag.Vísir/Stefán Ó.„Ég kom þeim skilaboðum til hans að það væri blaðamaður á vegum The Rolling Stone sem vildi taka viðtal við hann. Honum bregður svo í brún þegar hann sér mig standandi við barinn og félagar hans stökkva á mig og berja mig í klessu,“ segir Bam. Hann þverneitar fyrir að hafa áreitt kvenkyns starfsmenn hátíðarinnar. Hann hafi verið ákveðinn en hann hafi ekki með nokkru móti áreitt þær – hvað þá kynferðislega eins og margir hafa látið í veðri vaka. „Ég sá að stelpurnar voru með talstöðvar á öxlinni og ég bað þær um að hringja á Leon fyrir mig. Þegar þær neituðu varð ég ákveðnari og það fór illa í fylgdarlið Hill,“ segir Bam. Hann býst við því að málið verið tilkynnt til lögreglu síðar í dag. Bam Margera undirstrikar að þessi átök hafi ekkert með Secret Solstice að gera og að hann hafi ekkert út á hátíðina að setja. Umgjörðin hafi öll verið til fyrirmyndar og hann ber íslenskum tónleikagestum vel söguna. Í myndbandi, sem Vísir hefur undir höndum og sjá má hér að ofan, má sjá upptök umræddra átaka. Þar sést hvernig Bam Margera hlýtur þrjú þung höfuðhögg, þar af eitt frá íslenska rapparanum Gísla Pálma sem hafði skömmu áður hrint einum hljómsveitarmeðlimi Margera í gólfið. Því næst ráfar Bam í átt að útidyrahurðinni áður en hann fellur til jarðar en höfuð hans hefur viðkomu í dyrakarmi í fallinu. Þar á eftir kemur viðtal við Bam þar sem hann lýsir sinni hlið á sögunni. Ósk Gunnarsdóttir og Egill Ólafur Thorarensen aðstandendur hátíðarinnar vildu ekki tjá sig um myndbandið - að öðru leyti en að það segði ekki alla söguna. Ekki náðist í Gísla Pálma við gerð þessarar fréttar. Tengdar fréttir Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54 Famous Jackass beaten up by well known Icelandic artists Bam Margera, musician and member of the Jackass crew, got into a brawl at the Secret Solstice music festival in Iceland tonight around 11 pm local time. 21. júní 2015 00:36 Mest lesið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Sjá meira
„Ég áreitti ekki neinar stelpur, ég vildi bara hitta Leon Hill“ segir tónlistarmaðurinn Bam Margera sem lenti í útistöðum við íslenska tónlistarmenn á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í gærkvöldi.Click here for an English version Í myndbandi, sem Vísir hefur undir höndum og sjá má hér að ofan, má sjá upptök umræddra átaka.Vísir greindi frá átökunum í gærkvöldi og hafði eftir talsmanni hátíðarinnar að Bam Margera hafði verið í virkilega annarlegu ástandi þegar árásina bar að. Hann hafi reynt að brjóta sér leið inn í framleiðsluherbergi hátíðarinnar, sem staðsett var í Þróttaraheimilinu, en honum verið meinaður aðgangur af tveimur kvenkyns starfsmönnum hátíðarinnar. Þá hafi hann tekið að áreita starfsmennina svo út fór fyrir öll velsæmismörk og hafi mennirnir sem réðust á Bam verið að koma stúlkunum til bjargar. Í samtali við Vísi segir Bam Margera að upp úr hafi soðið eftir að honum hafi verið neitað að ná tali af einum starfsmanni hátíðarinnar, umboðsmanninum Leon Hill, en þeir Margera hafa lengi eldað grátt silfur saman. Tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn segir Hill hafa haft af sér og hljómsveit sinni, The Earth Rocker, fé og vildi hann fá að ræða við umboðsmanninn vegna þessa.Bam Margera var illa útleikinn þegar blaðamaður náði tali af honum í dag.Vísir/Stefán Ó.„Ég kom þeim skilaboðum til hans að það væri blaðamaður á vegum The Rolling Stone sem vildi taka viðtal við hann. Honum bregður svo í brún þegar hann sér mig standandi við barinn og félagar hans stökkva á mig og berja mig í klessu,“ segir Bam. Hann þverneitar fyrir að hafa áreitt kvenkyns starfsmenn hátíðarinnar. Hann hafi verið ákveðinn en hann hafi ekki með nokkru móti áreitt þær – hvað þá kynferðislega eins og margir hafa látið í veðri vaka. „Ég sá að stelpurnar voru með talstöðvar á öxlinni og ég bað þær um að hringja á Leon fyrir mig. Þegar þær neituðu varð ég ákveðnari og það fór illa í fylgdarlið Hill,“ segir Bam. Hann býst við því að málið verið tilkynnt til lögreglu síðar í dag. Bam Margera undirstrikar að þessi átök hafi ekkert með Secret Solstice að gera og að hann hafi ekkert út á hátíðina að setja. Umgjörðin hafi öll verið til fyrirmyndar og hann ber íslenskum tónleikagestum vel söguna. Í myndbandi, sem Vísir hefur undir höndum og sjá má hér að ofan, má sjá upptök umræddra átaka. Þar sést hvernig Bam Margera hlýtur þrjú þung höfuðhögg, þar af eitt frá íslenska rapparanum Gísla Pálma sem hafði skömmu áður hrint einum hljómsveitarmeðlimi Margera í gólfið. Því næst ráfar Bam í átt að útidyrahurðinni áður en hann fellur til jarðar en höfuð hans hefur viðkomu í dyrakarmi í fallinu. Þar á eftir kemur viðtal við Bam þar sem hann lýsir sinni hlið á sögunni. Ósk Gunnarsdóttir og Egill Ólafur Thorarensen aðstandendur hátíðarinnar vildu ekki tjá sig um myndbandið - að öðru leyti en að það segði ekki alla söguna. Ekki náðist í Gísla Pálma við gerð þessarar fréttar.
Tengdar fréttir Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54 Famous Jackass beaten up by well known Icelandic artists Bam Margera, musician and member of the Jackass crew, got into a brawl at the Secret Solstice music festival in Iceland tonight around 11 pm local time. 21. júní 2015 00:36 Mest lesið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Sjá meira
Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54
Famous Jackass beaten up by well known Icelandic artists Bam Margera, musician and member of the Jackass crew, got into a brawl at the Secret Solstice music festival in Iceland tonight around 11 pm local time. 21. júní 2015 00:36