Skýtur á dagskrárstjóra Rásar 1: „Sennilega ættu þær að sitja í stjórnunarstöðunni sem maður sjálfur er í“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2015 12:13 Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1. „Við þurfum að að sjá fleiri fullorðnar konur, miðaldra konur, rosknar konur í sjónvarpinu: þær þurfa að sjást í fréttum og fréttatengdum þáttum, í umræðuþáttum, í leiknu efni, í þáttum þar sem sýnt er frá lífinu í landinu, í grínþáttum og í auglýsingum öðruvísi en hin milda og algóða amma,“ segir Guðmundur Andri Thorsson í pistli í Fréttablaðinu í dag. Tilefnið er brottvikning Hönnu G. Sigurðardóttur og Sigríðar Stephensen frá Ríkisútvarpinu í síðustu viku. Báðar höfðu unnið hjá RÚV í lengri tíma en kveðja nú sem er niðurstaða sem Guðmundur Andri hefur sterka skoðun á. Hann vill fleiri konur í útvarpið, ekki fækka þeim. „Við þurfum að heyra raddir þeirra og nálgun, efnistök þeirra og viðhorf. Miðaldra konur hugsa öðruvísi en ungar konur og gamlar konur hugsa öðruvísi en miðaldra konur. Við þurfum að heyra í þeim öllum og sjá þær allar: samfélagið þarf á því að halda.“Guðmundur Andri Thorsson.Vitleysa úr stjórnunarfræðum Guðmundur Andri skýtur föstum skotum á Þröst Helgason, dagskrárstjóra Rásar eitt á RÚV. Þröstur er einn framkvæmdastjóranna sem var ein af fyrstu breytingunum sem Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri gerði í starfi sínu í Efstaleiti. „Hann hefur ekki rökstutt brottreksturinn en sagði einhvers staðar að hann gæti ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna; gefur þar með til kynna tillitsemi við þær brottreknu, lætur liggja að því að eitthvað kunni að vera við störf þeirra að athuga – sem ekkert bendir til að sé satt. Maður á ekki að reka fólk nema það geri eitthvað af sér eða standi sig illa; það er ekki dyggð að reka fólk. Það er bara vitleysa úr stjórnunarfræðum.“ Kjölfestu þarf á RÚV að mati Guðmundar Andra sem segir þær stöllur útvarpsmenn af guðs náð. „… má til dæmis minna á afbragðsþætti þeirra um tónlistarsögu 20. aldarinnar fyrir nokkrum árum, sem núverandi dagskrárstjóri gerði rétt í að hlusta á til að heyra hvernig farið er að því að búa til gott útvarp.Íslenska bræðralagið Þá segir Guðmundur Andri að karlmaður í stjórnunarstöðu, sem sé kannski ekki alveg klár á stöðu sinni og þekkingu, eigi ekki að láta til sín taka með því að reka reynslumiklar konur. „Þær sjá að vísu næstum því örugglega í gegnum mann, sem getur kannski verið óþægilegt – og það kann líka að vera óþægilegt að vita af því innst inni að sennilega ættu þær að sitja í stjórnunarstöðunni sem maður sjálfur er í, og gerðu það ef ekki væri fyrir íslenska bræðralagið, flokksræðið og skólaklíkurnar – en í rauninni er sá maður lánsamur sem hefur slíkar konur að vinna með.“ Smellið á greinina að neðan til að lesa pistilinn í heild sinni. Tengdar fréttir Að reka konur Kúnstin hjá góðum stjórnanda er að nýta sér þá þekkingu sem í fyrirtækinu er og laða fram nýja og óvænta eiginleika hjá fólki sem lengi hefur fengist við það sama, fá nýtt sem lærir af því eldra og veitir því innblástur en ekki henda þeim útbyrðis sem eldri eru. 13. júlí 2015 07:00 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Sjá meira
„Við þurfum að að sjá fleiri fullorðnar konur, miðaldra konur, rosknar konur í sjónvarpinu: þær þurfa að sjást í fréttum og fréttatengdum þáttum, í umræðuþáttum, í leiknu efni, í þáttum þar sem sýnt er frá lífinu í landinu, í grínþáttum og í auglýsingum öðruvísi en hin milda og algóða amma,“ segir Guðmundur Andri Thorsson í pistli í Fréttablaðinu í dag. Tilefnið er brottvikning Hönnu G. Sigurðardóttur og Sigríðar Stephensen frá Ríkisútvarpinu í síðustu viku. Báðar höfðu unnið hjá RÚV í lengri tíma en kveðja nú sem er niðurstaða sem Guðmundur Andri hefur sterka skoðun á. Hann vill fleiri konur í útvarpið, ekki fækka þeim. „Við þurfum að heyra raddir þeirra og nálgun, efnistök þeirra og viðhorf. Miðaldra konur hugsa öðruvísi en ungar konur og gamlar konur hugsa öðruvísi en miðaldra konur. Við þurfum að heyra í þeim öllum og sjá þær allar: samfélagið þarf á því að halda.“Guðmundur Andri Thorsson.Vitleysa úr stjórnunarfræðum Guðmundur Andri skýtur föstum skotum á Þröst Helgason, dagskrárstjóra Rásar eitt á RÚV. Þröstur er einn framkvæmdastjóranna sem var ein af fyrstu breytingunum sem Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri gerði í starfi sínu í Efstaleiti. „Hann hefur ekki rökstutt brottreksturinn en sagði einhvers staðar að hann gæti ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna; gefur þar með til kynna tillitsemi við þær brottreknu, lætur liggja að því að eitthvað kunni að vera við störf þeirra að athuga – sem ekkert bendir til að sé satt. Maður á ekki að reka fólk nema það geri eitthvað af sér eða standi sig illa; það er ekki dyggð að reka fólk. Það er bara vitleysa úr stjórnunarfræðum.“ Kjölfestu þarf á RÚV að mati Guðmundar Andra sem segir þær stöllur útvarpsmenn af guðs náð. „… má til dæmis minna á afbragðsþætti þeirra um tónlistarsögu 20. aldarinnar fyrir nokkrum árum, sem núverandi dagskrárstjóri gerði rétt í að hlusta á til að heyra hvernig farið er að því að búa til gott útvarp.Íslenska bræðralagið Þá segir Guðmundur Andri að karlmaður í stjórnunarstöðu, sem sé kannski ekki alveg klár á stöðu sinni og þekkingu, eigi ekki að láta til sín taka með því að reka reynslumiklar konur. „Þær sjá að vísu næstum því örugglega í gegnum mann, sem getur kannski verið óþægilegt – og það kann líka að vera óþægilegt að vita af því innst inni að sennilega ættu þær að sitja í stjórnunarstöðunni sem maður sjálfur er í, og gerðu það ef ekki væri fyrir íslenska bræðralagið, flokksræðið og skólaklíkurnar – en í rauninni er sá maður lánsamur sem hefur slíkar konur að vinna með.“ Smellið á greinina að neðan til að lesa pistilinn í heild sinni.
Tengdar fréttir Að reka konur Kúnstin hjá góðum stjórnanda er að nýta sér þá þekkingu sem í fyrirtækinu er og laða fram nýja og óvænta eiginleika hjá fólki sem lengi hefur fengist við það sama, fá nýtt sem lærir af því eldra og veitir því innblástur en ekki henda þeim útbyrðis sem eldri eru. 13. júlí 2015 07:00 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Sjá meira
Að reka konur Kúnstin hjá góðum stjórnanda er að nýta sér þá þekkingu sem í fyrirtækinu er og laða fram nýja og óvænta eiginleika hjá fólki sem lengi hefur fengist við það sama, fá nýtt sem lærir af því eldra og veitir því innblástur en ekki henda þeim útbyrðis sem eldri eru. 13. júlí 2015 07:00
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent