Huldumaður skattrannsóknarstjóra: Vill á annað hundrað milljónir fyrir gögnin Jakob Bjarnar skrifar 10. febrúar 2015 16:00 Fjármálaráðuneytið og skattrannsóknarstjóri henda nú boltanum á milli sín en samkvæmt yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins hefur skattrannsóknarstjóri umboð til að taka ákvörðun um kaupin. Í bréfi sem skattrannsóknarstjóri sendi fjármála- og efnahagsráðuneytinu í síðasta mánuði kemur fram að seljandi gagna, sem leitt geta í ljós umfangsmikil skattsvik Íslendinga, sé reiðubúinn að láta gögnin af hendi fyrir vel á annað hundruð milljónir. Eða, fast gjald fyrir hvert mál en þau eru alls 416 talsins. „Seljandi gagnanna sé á hinn bóginn reiðubúinn til að láta öll gögnin af hendi fyrir 150 milljónir króna, ellegar 2.500 evrur fyrir hvert mál, en þau eru alls 416 talsins. Jafnframt segir í bréfi embættis skattrannsóknarstjóra að skýra þurfi nánar atriði er lúta að hæfi seljanda.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem ráðuneyti Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðuneytið, sendi frá sér nú fyrir skömmu. Þar er jafnframt greint frá því að í umræddu bréfi þurfi að skýra nánar atriði er lúta að hæfi seljanda. Skeytasendingar hafa nú gengið á milli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Bryndísar Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóra en hún segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. Í yfirlýsingu nú áréttar ráðuneytið afstöðu sína er varðar hæfi seljanda, að þar sé einvörðungu vísað til þess að skorður séu reistar á grundvelli fjárreiðulaga og laga um bókahald, þau er snúa að því hvernig viðskiptum ríkisins við einkaaðila skuli háttað. Einnig er greint frá því að skylda til mats á upplýsingum sem í boði eru; að hversu miklu gagni þau geta komið við rannsókn á skattaundanskotum „og ákvörðun um kaup á þeim liggur hjá embætti skattarannsóknarstjóra en fjármála- og efnhagsráðuneytið er tilbúið að greiða fyrir kaupunum, verði það niðurstaða embættisins“. Samkvæmt yfirlýsingunni hlýtur boltinn nú að teljast hjá skattrannsóknarstjóra, því þar segir: „... ákvörðun um kaup á þeim liggur hjá embætti skattarannsóknarstjóra en fjármála- og efnhagsráðuneytið er tilbúið að greiða fyrir kaupunum, verði það niðurstaða embættisins.“Yfirlýsingin í heild sinniHjá embætti skattrannsóknarstjóra hafa verið til athugunar gögn er kunna að varða fjármálalegar eignir íslenskra aðila í þekktum skattaskjólum. Meðal þess sem til skoðunar hefur verið er hvaða þýðingu slík gögn gætu haft fyrir þau verkefni sem embættið sinnir, hvort þeir sem hafa boðið gögnin séu til þess bærir að selja þau og hvort unnt yrði að árangurstengja greiðslu fyrir gögnin, líkt og fordæmi eru fyrir og embætti skattrannsóknarstjóra hafði áður talið koma til álita. Fyrir liggur að það er niðurstaða embættis skattrannsóknarstjóra eftir skoðun á sýnishorni af þeim upplýsingum sem boðnar hafa verið að kaup á gögnum geti mögulega nýst embættinu. Fjármála- og efnahagsráðuneytið taldi rétt, í framhaldi af ábendingu og fundi með fulltrúum frá embætti skattrannsóknarstjóra, að láta reyna á þann möguleika að árangurstengja greiðslur þar sem fram hafði komið að til væru erlend fordæmi um slíkt fyrirkomulag. Ennfremur taldi ráðuneytið að gaumgæfa þyrfti sérstaklega hæfi seljanda. Embætti skattrannsóknarstjóra hefur með bréfi dags. 27. janúar til fjármála- og efnahagsráðuneytsins upplýst að athugun þess hafi leitt í ljós að ekki sé mögulegt að ganga til samninga um kaup á gögnum þannig að greiðslur verði háðar árangri af nýtingu þeirra. Seljandi gagnanna sé á hinn bóginn reiðubúinn til að láta öll gögnin af hendi fyrir 150 milljónir króna, ellegar 2.500 evrur fyrir hvert mál, en þau eru alls 416 talsins. Jafnframt segir í bréfi embættis skattrannsóknarstjóra að skýra þurfi nánar atriði er lúta að hæfi seljanda. Ráðuneytið áréttar að varðandi hæfi seljanda er einvörðungu vísað til þess að því eru skorður reistar á grundvelli fjárreiðulaga nr. 88/1997 og laga um bókhald nr. 145/1994 hvernig viðskiptum ríkisins við einkaaðila er háttað. Skylda til mats á upplýsingum þeim sem í boði eru, að hversu miklu gagni þær geta komið við rannsókn á skattundanskotum og ákvörðun um kaup á þeim liggur hjá embætti skattarannsóknarstjóra en fjármála- og efnhagsráðuneytið er tilbúið að greiða fyrir kaupunum, verði það niðurstaða embættisins. Til að styðja við hugsanlegar aðgerðir skattrannsóknarstjóra skipaði fjármála- og efnahagsráðherra starfshóp í desember sl. til að leggja mat á það hvort lagaheimildir skattyfirvalda til öflunar upplýsinga í baráttunni gegn skattsvikum væru fullnægjandi og hvort ástæða væri til að taka upp ákvæði um grið í íslensk skattalög, svipuð þeim sem eru í nágrannalöndunum. Niðurstöður starfshópsins munu meðal annars felast í drögum að frumvarpi og verður skilað eigi síðar en 15. febrúar 2015. Upplýst skal að fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur með bréfi beint því til embættis skattrannsóknarstjóra að það gangist fyrir athugun á því hvort fréttafluttningur af viðskiptaháttum svissneska útibús breska bankans HSBC, og eftir atvikum annnarra banka, gefi tilefni til rannsókna af hálfu embættisins. Tengdar fréttir Viðræður í gangi á milli skattrannsóknarstjóra og seljanda gagna um skattaskjól „Ég get bara sagt að það sé verið að vinna að þessu,“ segir skattrannsóknarstjóri. 28. janúar 2015 10:10 Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. 10. febrúar 2015 10:16 „Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista“ Gunnar Smári Egilsson leggur til að sjóður verði stofnaður um kaup á gögnum um eigur Íslendinga í skattaskjólum. Sjóðurinn selji gögnin svo til skattrannsóknarstjóra gegn árangurstengdum greiðslum. 9. febrúar 2015 14:57 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
Í bréfi sem skattrannsóknarstjóri sendi fjármála- og efnahagsráðuneytinu í síðasta mánuði kemur fram að seljandi gagna, sem leitt geta í ljós umfangsmikil skattsvik Íslendinga, sé reiðubúinn að láta gögnin af hendi fyrir vel á annað hundruð milljónir. Eða, fast gjald fyrir hvert mál en þau eru alls 416 talsins. „Seljandi gagnanna sé á hinn bóginn reiðubúinn til að láta öll gögnin af hendi fyrir 150 milljónir króna, ellegar 2.500 evrur fyrir hvert mál, en þau eru alls 416 talsins. Jafnframt segir í bréfi embættis skattrannsóknarstjóra að skýra þurfi nánar atriði er lúta að hæfi seljanda.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem ráðuneyti Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðuneytið, sendi frá sér nú fyrir skömmu. Þar er jafnframt greint frá því að í umræddu bréfi þurfi að skýra nánar atriði er lúta að hæfi seljanda. Skeytasendingar hafa nú gengið á milli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Bryndísar Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóra en hún segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. Í yfirlýsingu nú áréttar ráðuneytið afstöðu sína er varðar hæfi seljanda, að þar sé einvörðungu vísað til þess að skorður séu reistar á grundvelli fjárreiðulaga og laga um bókahald, þau er snúa að því hvernig viðskiptum ríkisins við einkaaðila skuli háttað. Einnig er greint frá því að skylda til mats á upplýsingum sem í boði eru; að hversu miklu gagni þau geta komið við rannsókn á skattaundanskotum „og ákvörðun um kaup á þeim liggur hjá embætti skattarannsóknarstjóra en fjármála- og efnhagsráðuneytið er tilbúið að greiða fyrir kaupunum, verði það niðurstaða embættisins“. Samkvæmt yfirlýsingunni hlýtur boltinn nú að teljast hjá skattrannsóknarstjóra, því þar segir: „... ákvörðun um kaup á þeim liggur hjá embætti skattarannsóknarstjóra en fjármála- og efnhagsráðuneytið er tilbúið að greiða fyrir kaupunum, verði það niðurstaða embættisins.“Yfirlýsingin í heild sinniHjá embætti skattrannsóknarstjóra hafa verið til athugunar gögn er kunna að varða fjármálalegar eignir íslenskra aðila í þekktum skattaskjólum. Meðal þess sem til skoðunar hefur verið er hvaða þýðingu slík gögn gætu haft fyrir þau verkefni sem embættið sinnir, hvort þeir sem hafa boðið gögnin séu til þess bærir að selja þau og hvort unnt yrði að árangurstengja greiðslu fyrir gögnin, líkt og fordæmi eru fyrir og embætti skattrannsóknarstjóra hafði áður talið koma til álita. Fyrir liggur að það er niðurstaða embættis skattrannsóknarstjóra eftir skoðun á sýnishorni af þeim upplýsingum sem boðnar hafa verið að kaup á gögnum geti mögulega nýst embættinu. Fjármála- og efnahagsráðuneytið taldi rétt, í framhaldi af ábendingu og fundi með fulltrúum frá embætti skattrannsóknarstjóra, að láta reyna á þann möguleika að árangurstengja greiðslur þar sem fram hafði komið að til væru erlend fordæmi um slíkt fyrirkomulag. Ennfremur taldi ráðuneytið að gaumgæfa þyrfti sérstaklega hæfi seljanda. Embætti skattrannsóknarstjóra hefur með bréfi dags. 27. janúar til fjármála- og efnahagsráðuneytsins upplýst að athugun þess hafi leitt í ljós að ekki sé mögulegt að ganga til samninga um kaup á gögnum þannig að greiðslur verði háðar árangri af nýtingu þeirra. Seljandi gagnanna sé á hinn bóginn reiðubúinn til að láta öll gögnin af hendi fyrir 150 milljónir króna, ellegar 2.500 evrur fyrir hvert mál, en þau eru alls 416 talsins. Jafnframt segir í bréfi embættis skattrannsóknarstjóra að skýra þurfi nánar atriði er lúta að hæfi seljanda. Ráðuneytið áréttar að varðandi hæfi seljanda er einvörðungu vísað til þess að því eru skorður reistar á grundvelli fjárreiðulaga nr. 88/1997 og laga um bókhald nr. 145/1994 hvernig viðskiptum ríkisins við einkaaðila er háttað. Skylda til mats á upplýsingum þeim sem í boði eru, að hversu miklu gagni þær geta komið við rannsókn á skattundanskotum og ákvörðun um kaup á þeim liggur hjá embætti skattarannsóknarstjóra en fjármála- og efnhagsráðuneytið er tilbúið að greiða fyrir kaupunum, verði það niðurstaða embættisins. Til að styðja við hugsanlegar aðgerðir skattrannsóknarstjóra skipaði fjármála- og efnahagsráðherra starfshóp í desember sl. til að leggja mat á það hvort lagaheimildir skattyfirvalda til öflunar upplýsinga í baráttunni gegn skattsvikum væru fullnægjandi og hvort ástæða væri til að taka upp ákvæði um grið í íslensk skattalög, svipuð þeim sem eru í nágrannalöndunum. Niðurstöður starfshópsins munu meðal annars felast í drögum að frumvarpi og verður skilað eigi síðar en 15. febrúar 2015. Upplýst skal að fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur með bréfi beint því til embættis skattrannsóknarstjóra að það gangist fyrir athugun á því hvort fréttafluttningur af viðskiptaháttum svissneska útibús breska bankans HSBC, og eftir atvikum annnarra banka, gefi tilefni til rannsókna af hálfu embættisins.
Tengdar fréttir Viðræður í gangi á milli skattrannsóknarstjóra og seljanda gagna um skattaskjól „Ég get bara sagt að það sé verið að vinna að þessu,“ segir skattrannsóknarstjóri. 28. janúar 2015 10:10 Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. 10. febrúar 2015 10:16 „Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista“ Gunnar Smári Egilsson leggur til að sjóður verði stofnaður um kaup á gögnum um eigur Íslendinga í skattaskjólum. Sjóðurinn selji gögnin svo til skattrannsóknarstjóra gegn árangurstengdum greiðslum. 9. febrúar 2015 14:57 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
Viðræður í gangi á milli skattrannsóknarstjóra og seljanda gagna um skattaskjól „Ég get bara sagt að það sé verið að vinna að þessu,“ segir skattrannsóknarstjóri. 28. janúar 2015 10:10
Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23
Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. 10. febrúar 2015 10:16
„Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista“ Gunnar Smári Egilsson leggur til að sjóður verði stofnaður um kaup á gögnum um eigur Íslendinga í skattaskjólum. Sjóðurinn selji gögnin svo til skattrannsóknarstjóra gegn árangurstengdum greiðslum. 9. febrúar 2015 14:57