Gæslumaður skallaður og spellvirki á harðahlaupum í Eyjum Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. ágúst 2015 09:47 Úr Dalnum í gærkvöldi. Daníel Ágúst og Jón Jónsson sjást hér syngja fyrir lýðinn. vísir/óskar p. friðriksson Þrátt fyrir að „góður andi væri í dalnum“ að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum gistu tveir fangageymslu í nótt. Annar gerðist uppvís að því að skalla gæslumann í Herjólfsdal en hinn var staðinn að eignaspjöllum. Lögreglumenn urðu vitni að því að þegar maðurinn spreyjaði á geymslutank á vegum vinnslustöðvar í bænum og tók spellvirkinn á rás þegar hann varð lögreglunnar var. Upphófst þá mikill eltingaleikur en að lokum höfðu lögreglumenn hendur í hári mannsins. Hann var látinn gista hjá lögreglunni í nótt og verður kærður fyrir eignaspjöll að sögn Jóhannesar Ólafssonar, yfirlögregluþjóns í Eyjum. Á sjötta tug fíkniefnamála hefur komið upp það sem er af er þjóðhátíð. Í langflestum tilvikum er um hvít efni að ræða í neysluskömmtum – „þó svo að hér sé öll flóran“ samkvæmt Jóhannesi.Þessi mikli fjöldi mála er rakinn til aukinnar gæslu í Eyjum yfir hátíðina en sex lögregluþjónar sjá alfarið um fíkniefnamál yfir helgina. Þeir njóta liðsinnis þriggja fíkniefnahunda. Fyrstu gestir þjóðhátíðar fóru heim með Herjólfi klukkan fjögur í nótt en búist er við að það muni heldur fjölga í dalnum í kvöld þegar blysin verða tendruð og Vestmannaeyjar sameinast í brekkusöng. Þúsundir manna voru í Heimaey í nótt og mátti greina fjöldamörg bros á vörum þjóðhátíðargesta. Hér að ofan má sjá myndir sem Óskar P. Friðriksson tók á hátíðinni í gær og kennir þar ýmissa grasa. Má þar meðal annars sjá söngfuglinn Jón Jónsson leika fyrir dansi sem og Daníel Ágúst og félaga í Nýdanskri trylla lýðinn.Rífandi stemning í Herjólfsdal í gærvísir/óskar p. friðrikssonVísir/Óskar P. Friðriksson. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Þrátt fyrir að „góður andi væri í dalnum“ að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum gistu tveir fangageymslu í nótt. Annar gerðist uppvís að því að skalla gæslumann í Herjólfsdal en hinn var staðinn að eignaspjöllum. Lögreglumenn urðu vitni að því að þegar maðurinn spreyjaði á geymslutank á vegum vinnslustöðvar í bænum og tók spellvirkinn á rás þegar hann varð lögreglunnar var. Upphófst þá mikill eltingaleikur en að lokum höfðu lögreglumenn hendur í hári mannsins. Hann var látinn gista hjá lögreglunni í nótt og verður kærður fyrir eignaspjöll að sögn Jóhannesar Ólafssonar, yfirlögregluþjóns í Eyjum. Á sjötta tug fíkniefnamála hefur komið upp það sem er af er þjóðhátíð. Í langflestum tilvikum er um hvít efni að ræða í neysluskömmtum – „þó svo að hér sé öll flóran“ samkvæmt Jóhannesi.Þessi mikli fjöldi mála er rakinn til aukinnar gæslu í Eyjum yfir hátíðina en sex lögregluþjónar sjá alfarið um fíkniefnamál yfir helgina. Þeir njóta liðsinnis þriggja fíkniefnahunda. Fyrstu gestir þjóðhátíðar fóru heim með Herjólfi klukkan fjögur í nótt en búist er við að það muni heldur fjölga í dalnum í kvöld þegar blysin verða tendruð og Vestmannaeyjar sameinast í brekkusöng. Þúsundir manna voru í Heimaey í nótt og mátti greina fjöldamörg bros á vörum þjóðhátíðargesta. Hér að ofan má sjá myndir sem Óskar P. Friðriksson tók á hátíðinni í gær og kennir þar ýmissa grasa. Má þar meðal annars sjá söngfuglinn Jón Jónsson leika fyrir dansi sem og Daníel Ágúst og félaga í Nýdanskri trylla lýðinn.Rífandi stemning í Herjólfsdal í gærvísir/óskar p. friðrikssonVísir/Óskar P. Friðriksson.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira